Fálkinn


Fálkinn - 13.12.1957, Side 51

Fálkinn - 13.12.1957, Side 51
JÓLABLAÐ FÁLKANS 1957 M*^*>^*^*^*>a<«>^*>^*M*M*>^*^*M*M(* 45 v* & 1 K ERFIÐIR KOSTIR * * H K * rt Tty (ramhaldssaga. Nr. 4 K ¥ K * K *^*>^*^*^*>fl<* — Fjörutíu pund! Antonía tók öndina á lofti — hún hafði aldrei unnið fyrir kaupi áður. — Er það ekki nokkuð mikið — sem byrj- andakaup? — Það er nokkuð mikið, handa jafn ungri stúlku og yður, sagði Velway brosandi. — En það eru ekki nema fáir, sem kunna grísku, og þér virðist vel að yður i henni. Og ég segi yður hreinskilnislega, að þér fáið ekki þetta kaup lengi, ef þér vinnið ekki fyrir því. Antonía roðnaði og þakkaði fyrir sig og vonaði af öllu hjarta að hún hefði ekki deplað augunum. Svo fylgdi skrifstofustúlkan, sem reyndist heita ungfrú Smith, Antoníu til dyra, og sagði henni að hún ætti að koma klukkan níu morguninn eftir. Þegar Antonia var komin fram í anddyrið aftur lá við að hana langaði til að klípa sig í handlegginn. Að hugsa sér þetta; henni hafði tekist að ná í atvinnu — án þess að hafa nokkur sambönd eða meðmæli frá fyrri vinnustað! Áður en hún var komin hálfa leið niður á næstu hæð heyrði hún dyr opnast og hratt fótatak bak við sig í stiganum. Eftir augna- blik hljóp Max Shardon framhjá henni — ó- trúlega léttstígur og hraðstígur af jafn þrek- legum manni. Hann leit ekki á hana en þó mun hann hafa orðið hennar var, því að þegar hann kom niður á stigapallinn nam hann staðar og leit við. Dauft bros fór um andlitið. — Góð- an daginn, sagði hann hæversklega er hún nam staðar tveimur þrepum fyrir ofan hann. — Er ég að heilsa nýrri manneskju í starfs- liðinu mínu — eða hvernig fór þetta? — Ég fékk stöðuna. Antonía brosti. — Og meira að segja án þess að depla augunum! Hann hló. — Ætlið þér að byrja á morgun? spurði hann. — Já. — Ágætt! Hann kinkaði kolli. — Hvað heitið þér? Ég man ekki til að þér nefnduð nafnið yðar. — Nei, ég gerði það ekki. Ég heiti Munsill — Antonía Munsill. Hún sagði nafnið án þess að bregða svip. — Munsill? — Munsill? Hann hnyklaði brúnirnar hugsandi. — Eigið þér föður eða frænda, sem er prófessor í jarðfræði? — Nei, ekki á ég það, sagði hún. — Ég spurði vegna þess að þér minnið mig á einhvern, en ég get ekki komið því fyrir mig hver það er, sagði hann. — En það getur nú ekki hafa verið Munsill prófessor, þegar ég hugsa betur um það. Hann er með gleraugu og er frammyntur. Ég kemst síðar að því hver þetta er, sem þér minnið mig á. Hann kinkaði kolli og hélt áfram niður stigann, en Antonía stóð í sömu sporum og var að velta fyrir sér hvort hann hefði sagt þetta til að vera þægilegur, eða hvort það væri í raun og veru einhver, sem hann þekkti. sem hún minnti hann á. FYRSTI dagur Antoníu á skrifstofunni leið eins og hjá þúsundum annarra skrifstofu- stúlkna. En það var alveg nýtt fyrir henni að eiga að vera á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, og hún var alls ekki viss um að henni félli það vel. Og ofan á þessa gjörbreytingu í daglegu lífi hennar kom svo spurningin um hvar hún ætti að fá sér húsnæði. Henni fannst hún eiga erfitt með að spyrja móður sína ráða um þetta mál. Og því síður gat hún spurt föður sinn. Auk þess var hann í kaupsýsluferðalagi þessa dagana, og Antoníu grunaði að sú kaupsýsla væri þess eðlis, að best væri að tala sem minnst um hana. Lík- lega eitthvað í sambandi við að „losna við vörurnar", hugsaði hún með sér, með kulda- glott, sem hafði verið svo fjarlægt henni áður. Það fór svo að hún spurði ungfrú Smith, eina af eldri skrifstofustúlkunum, ráða. Ung- frú Smith byrjaði að rausa um hve óráðlegt það væri fyrir ungar stúlkur að flytja að heiman frá sér. — Ég veit alveg hvernig þetta er, sagði hún. — Allar ungar stúlkur langar til að „lifa sínu eigin lífi“ sem þær kalla svo, undir eins og þær fara að vinna fyrir sér sjálfar. Þær sjá of mikið af kvikmyndum um stúlkur, sem ganga í Parísarkjólum og eiga heima í lúxus-íbúðum, fyrir 30 punda kaup á mán- uði. En það er blátt áfram ekki hægt. Miklu betra að halda sig heima, jafnvel þó að mað- ur verði að hjálpa henni mömmu sinni með uppþvottinn. Antonía sagði henni að það væri alls ekki lúxus-draumur, sem lokkuðu hana að heiman. — Ég vil fá litla, einfalda íbúð, sagði hún. Mig langar til að eiga með mig sjálf. Mér — mér kemur ekki sem best saman við foreldra mína. — Það gerir nú í rauninni engum, svar- aði Smith þungbúin. — En ef yður er alvara að flytja, er miklu meiri hagsýni í því, að ná í stað, þar sem þér getið matreitt fyrir yður sjálf, í stað þess að kaupa allan mat. Lítið þér á auglýsingarnar i blöðunum. Ef þér eruð heppin náið þér kannske í smáíbúð, sem ekki er mjög afleit. Athugið meðfram gólflistunum, hvort ekki eru kakkerlakkar þar, og lítið undir rúmið, hvort þvegið hefir verið. ,Ef þetta tvennt er í lagi og yður fellur herbergið, skuluð þér taka það. En þér skul- uð heimta að fá kvittanabók. Antonía lofaði að fara að ráðum hennar, en datt í hug hvað húsmóðirin mundi hugsa ef hún legðist á hrammana og færi að gægj- ast undir rúmið, eftir rusli og kakkerlökkum. Hvort sem það var af góðum ráðum ung- frú Smith eða eigin heppni hennar að þakka, þá var svo mikið víst, að á einum af fyrstu stöðunum sem hún kom, fann hún einmitt það sem hún var að leita að — stórt her- bergi með eldhúskytru á efstu hæð í gömlu en mjög viðkunnanlegu húsi. Hana kitlaði í þindina er hún var að greiða hálfs mánaðar húsaleigu fyrirfram, fékk kvittunarbók og fór heim til að segja frétt- irnar. SAMTAL VIÐ FORELDRANA. Faðir hennar var heima þetta kvöld og heilsaði henni vingjarnlega. Hann var hár vexti og fyrirmannlegur, beinn í baki. Gráa hárið var farið að þynnast yfir gagnaugun- um, en það var líka það eina, sem benti til að hann væri eldri en konan hans. Hann brosti hlýtt og innilega til dóttur sinnar, en Antonía vissi að ekkert var fólgið í því brosi. Hún hafði séð hann nota það í austri og vestri við þúsund tækifæri. Þegar fólk hitti hann í fyrsta skipti fannst því allt- af að hann væri mjög heillandi maður. En þeir voru fáir, sem kynntust honum til hlít- ar, og enginn sem gat kallað sig vin hans. Eina manneskjan, sem nokkru skipti fyrir hann var konan hans, og það var auðséð að hún hafði hann algerlega í vasanum. Þegar þau sátu yfir miðdegisverðinum tók Antonía í sig kjark og sagði, eins rólega og blátt áfram og hún gat: — Hefir hún mamma sagt þér, að ég hefi náð mér í atvinnu, pabbi? — Já, hjá Shardon, er ekki svo? — Jú. Ég kann ágætlega við mig þar. Faðir hennar leit rannsóknaraugum á hana. — Gerir þú það? Jæja, ég get ekki sagt að mér falli það vel, Antonía. Og hvers vegna í ósköpunum þurftirðu endilega að fara til Shardon? bætti hann við í ergelsistón. — Ég hefi útskýrt það fyrir þér, Hugh, tók móðir hennar fram í. — Því skyldi hún ekki ráða sig til Shardon, eins og á einhvern annan stað? Athugasemd móður hennar gerði Antoníu ljóst, að í augum foreldra hennar var einhver ástæða til þess, að hún ætti síður að vinna hjá Shardon en öðrum, og nú varð henni órótt aftur. Faðir hennar muldraði eitthvað sem átti að sýna að hann væri á öðru máli, en frú Marlow eyddi því með því að spyrja Antoníu: — Hvernig var þetta, notaðir þú annað nafn? — Já, Antoníu þótti vænt um að hún hafði farið að ráðum móður sinnar í því efni. — Hvaða nafn notaðir þú þá? spurði fað- ir hennar. — Ég kallaði mig Munsill. Antoníu Munsill. — Það var undarlega valið, sagði móðir hennar. — Hvernig datt þér í hug að taka þér það nafn? — Það var einber tilviljun. — Já, það er líka því líkt, svaraði móðir hennar og lét sem sér stæði alveg á sama. Svo að Antonía fór að velta fyrir sér, hvort það lægi eitthvað á bak við þetta, að hún skipti um nafn. Það var enginn hægðarleikur að átta sig á frú Marlow stundum. — Antonía hefir afráðið að flytja að heim- an líka, hélt frú Marlow áfram og sneri sér að manni sínum. Og hún sagði þetta svo blátt áfram, að Antonía leit þakkaraugum til hennar. — Það er engin þörf á því. Hvaða tiltektir

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.