Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1958, Qupperneq 5

Fálkinn - 10.01.1958, Qupperneq 5
FÁLKINN 5 hún hafði leikið á þá.' Tito hafði boð- ið þeim að framselja tíu fanga til þess að fá þennan eina. Hefðu þeir vitað að þetta var kona Titos mundu þeir aldrei hafa sleppt Herthu. Þau bjuggu enn saman árið 1946, er Tito liafði verið skipaður einræðis- herra Jugóslavíu austur í Moskva. En svo gerðist það einn morguninn er Tito var í eftirlitsferð að hann rakst á Drusjenku! Hún hafði verið dæmd til dauða í Berlin en náðuð á elleftu stundu. Nasistar höfðu ekki viljað drepa hana því að þeir töldu víst að þeim gæti orðið hagur að því að hafa konu Titos sem gísl. Amerikumenn slepptu henni úr varðhaldi er þeir komu lil Berlínar, og loksins komst hún til Beograd, peningalaus og alls- laus. Hún vildi ekki valda neinum vandræðum þar. Hún vissi að Tito var kvæntur aftur, og vildi ekki baka honum óþægindi, í þeirri tignarstöðu, sem hann var nú kominn i. JOVANKA VAR MAJÓR. Titon varð frá sér numinn af fögn- uði er hann sá Drusjenku og þóttist hafa hana úr helju heiimta. Hann varð hrærður yfir hollustu Drusjenku og fórnfýsi — að vilja draga sig i hlé og ekki gera neinar kröfur lil síns fyrrverandi eiginmanns. Lýsti hann yfir þvi, að hún væri ein af stórhetj- um þjóðarinnar. En óstin var ekki kulnuð. Hann skildi við Hertlni og giftist Drusjenku á ný. Þau bjuggu svo sjö ár saman í Beograd, þangað til Tito afréð að giftast hinni ungu, siðfáguðu og undurfögru Jovönku, sem líka var ein af hetjum kommún- istaflokksins í Jugóslaviu. Hún hafði barist með Tito og hjálpað til að steypa konungsættinni af stóli. Hún var kommúnisti, en Tito hafði ekki þekkt liana á stríðsárunum. Þegar ])au kynntust var Jovanka majór í her einræðisherrans. Hún sómdi sér undurvel í einkennisbúningnum og júgóslavneskur hershöfðingi komst að orði um hana í staupaboði fyrir enska liðsforingja, að hún mundi liafa verið í þingum við ekki færri karhnenn en Tito konur, svo að þar hitti skrattinn önnuu sina. Polognia fyrsta kona Titos dó i Rússlandi — að minnsta kosti er sagt svo í Jugoslaviu — og það tekur af öll tvímæli um að þau séu skilin. Sonur þeirra barðist í rússneska hernum í stríðinu og missti aðra höndina. Þrátt fyrir allar stjórnmálaerjur lætur Tito sér mjög annt um vini sina, og enn þann dag í dag heimsækir hann oft Herthu konu sína og lætur hana segja sér álit kennara, bænda og verkamanna á einræðisherranum. VINSAMLEG GAGNRÝNI. Það er eigi síst Herthu að þakka að Tito fékk að vita, að bændurnir í Jugóslavíu kunnu þvi illa að hetjan þeirra, Tito, hafði gaman af að sýna sig i fáránlegustu óperettuprinsa-ein- kennisbúningnum með fjölda af kross- um, sem hann hafði látið smíða sjálf- ■ur, og leit út eins og glitrandi jóla- tré. Hún gaf honum það ráð að vara sig á „kampavínssamkvæmunum“. Það er sagt að Tito hafi látið berast út um sig sögur af ýmsum ást- arævmtýrum til þess að vekja um- tal, og hafi gaman af því. En þó brást amerísknm blaðamönnum bogalistin er þeir fóru að orða þau saman Tito og söngkonuna Zinka Milanov frá Metropolitanóperunni er hún kom og söng í Beograd. — Þetta er flónstegur söguburður, sagði Tito. — Ég lifi í hamingj usömu hj ón aha ndi. Eigi að síður eru sífellt að koma á kreik ýmsar bósasögur um Tito, en sagt er að óvinir hans, sem lifa í út- legð, búi flestar þeirra til. Þessar sögur þykja trúlegar, því að Tito er glæsilegur maður og -hefir ekki verið við eina fjölina felldur, fremur en Peron argentínski. En hvað sem skiptum lians við kvenfólkið líður, þá er svo mikill kajrni í þessum manni, að veröldin hlýtur að taka eftir honum. Og nú hefir hann sér ti! stoðar ráðsetta, menntaða og fallega konu, sem vissu- Þingstörfin voru tilbreytingameiri en nú i gamla daga. Þá kváðu þing- menn -upp dóma, sem fullnægt var jafnóðum, svo að þingmenn gátu horft á hengingar, drekkingar, galdrabrenn- ur og aftökur á höggstokki sér til af- þreygingar og tilbreyingar. Á Alþingi 1703 var mikið um aftökur; þá voru m. a. teknir af lifi útileguþjófar, sem teknir voru í ihelli við Hverinn eina. Seilu-annáll segir svo frá, 1703: „Dag þann sama, sem þingið var sett, var dæmd til dauða Katrín Þor- varðsdóttir frá Hvítanesi Erlendsson- ai fyrir barnsmorð. Faðir þess, Auð- unn Sigurðsson Magnússonar og Ingi- bjargar Björnsdóttur, systur Sigurðar lögmanns, hafði htaupið hurt af Akra- nesi um vorið fyrir páska. Var henni drekkt föstudaginn eftir fyrir neðan lögréttuna, fékk hún kirkjuleiði og var grafin heima við ÞingvöU. — Þennan sama dag voru þar hengdir 3 þjófar, hét hinn fyrsti Jón Þórðar- son, ættaður úr Gnúpverjahrepp, annar Jón Þorláksson, ættaður úr Landeyjum; þeim fylgdi piltungur nokkur, er Gísli hét Oddsson, ætt- aður úr Hrunamannahrepp. Þessir komu úr Gullbringusýslu. Það er af þeim framar að segja, að Jón Þórðar- son fór austur úr Hrepp uni allra- lieilagramessuleytið veturinn fyrir, og Gisli með honum; flökkuðu síðan vestur um sveitir, uns þeir komu í Hvamm. Þar aðskildi þá .Tón Magn- ússon sýslumaður. Fór Jón einn upp þaðan uns hann kom á Kvennabrekku, og fann þar á næsta bæ Jón Þorláks- son. Gerðu þeir þá félag sitt og fóru báðir suður til Borgarfjarðar, og yfir Hvítá, i Bæjarhrepp. Þar kom Gísli tit þeirra. Fóru siðan allir suður til Skorradals og hófu stuldi mikla; fóru þeir með þeim suður um Hvalfjarðar- strönd, Kjós og Mosfellssveit, og svo suður á Vatnleysuströnd. Þar stálu þeir síðast í Flekkuvík, og fóru svo til fjalls upp og allt suður á Sels- völlu; þar tóku þeir sér liæli undir skúta nokkr-um, en er þeir höfðn þar lítt staðar numið, kom til þeirra Hall- ur Sigmundsson, búandi að ísólfs- skála i Grindavík, og vandaði noklc- uð svo um þarveru þeirra. Leist þeim lcga getur orðið honum að eins miklu gagni sem stjórnmálamanni og Evita varð Peron sínum forðum. En sá er munurinn á Jovönku og öðrum einræðisherrafrúm á þessari öld, að liún er gáfaðri en Eva Braun, ekkja Stalins og Evita Peron eða frú Franco. Hún beitir áhrifum sinum á Tito þannig, að hann heldur jafnan að hann hafi gert ákvarðanir sínar upp á eigin spýtur. þá eigi að vera þar lengur, og fóru norður með fjallinu i helli þann, er skammt er frá hverinum Eini. Voru þar síðan 3 vikur, og tóku 3 sauði þar í hálsun-um, ræntu einninn ferða- mann, er Bárður liét Gunnarsson úr Flóa austan. Loksins i víkinni fyrir a'tþing fór Jón Árnason, búandi í Flekkuvík, upp til hellisins við 12. mann, og hittu þá heima. Vildu þeir eigi skjótt í ljós koma, uns Jón hleypti byssu af, er hann hafði, og bað hvern sinna fylgdarmanna skjóta af sinni byssu. Cierði liann það til skelks þjóf- unum, því eigi voru fleiri byssurnar en tvær. Hann skaut hettu af höfði Jóni Þorlákssyni, svo að lionum grandaði ekki. Féll þjófunum þá hug- ur og gengu i héndur þeim. Voru síð- an allir teknir og fluttir inn til Bessa- staða. Þar voru þeir 9 nætur og á þeim tima rannsakaðir á Kópavogs- þingi, færðir síðan upp á þing, og hengdir báðir Jónarnir, en Gísli hýdd- ur sem bera mátti, og rekinn svo til sveitar sjnnar; var honum vægt fyrir yngis sakir. — Þriðji þjófur var þar hengdur sama dag, er Gisli hét Ein- arsson, norðlenskur, kom úr Borgar- f jarðarsýslu; þeír iðruðust allir. Mánudag næsta þar eftir var hengdur hinn fjórði þjófur, er Jón hét Jónsson úr ísafjarðarsýslú, ungur að aldri, fékk og svo iðrun.“ Frá alþingi 1705 segir svo: „Alþing fjölmennt. Þar hálshöggvinn Árni Björnsson, Grímssonar smiðs, úr Reykjadal norðan, er átt hafði barn við konusystur sinni, er Kristín hét Halldórsaóttir; lienni drekkt i Laxá i Reykjadal, skömmu eftir þingið. Einninn Salómon Hallbjörnsson úr Snæfellsnessýslu, er átt hafði barn við systurdóttur sinni, er Ólöf hét Jóns- dóttir, og henni drekkt; hinn þriðji Sumarliði Eiriksson úr Strandasýslu, er átt hafði barn við hálfbróðurdótt- ur sinni, Ragnhildi Tómasdóttur, og henni drekkt. Kolfinna hét kona Ás- bjarnardóttir úr Kjós; hún hafði átt harn við giftum manni, er Iíetill liét Jónsson, Narfasonar, og myrt það, henni drekkt. Ketill strauk, svo hann náðist ekki undir rétt. Það var sterkur Icikur hjá Tito að gera Jovönku að „fyrstu frú þjóðar- iunar“. Hún vekur hvarvetna athygli fyrir fegurð og gáfur. Úr ftifoálum 4f. OMiir Ditdtr Bldjjollum

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.