Fálkinn


Fálkinn - 10.01.1958, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.01.1958, Blaðsíða 8
Winnie leit á stóru klukkuna á húsinu beint á móti. Hún var fimm mínútur yfir níu. Og hér stóð hún alein á biðstöðinni. Gatan alveg manntóm á báða bóga, þennan sunnu- dagshljóða morgun. Til vonar og vara leit hún yfir á biðstöðina hinu megin götunnar. Þar stóð aðeins ein gömul kona og beið eftir strætisvagni. Winnie skildi að benni var hollast að horfast í augu við sannleikann. Þau böfðu farið og skilið hana eftir. Ekki biðið svo mikið sem fimm mín- útur. Eða kannske bafði þeim seinkað, öllum saman. Sex manns gat vitan- iega seinkað, þó að sinn kæmi úr bverri áttinni. Winnie hristi höfuðið. Nei, það var heimska að reyna að ímynda sér það. Hitt var nær sanni að þau höfðu notað sér seinkunina hennar og laumast frá henni. Tveir strætisvagnar komu og fóru. Winnie andvarpaði og leit kringum sig. Iiún Iiafði aldrei komið á þennan stað áður. Gatan sem hún átti heima við var óravegu frá þessum stað. En þau áttu heima hérna á næstu grös- um, öll hin. Þess vegna hafði talast svo lil að þau hittust á þessari bið- stöð. Og Winnie liafði lofað að vera komin stundvíslega klukkan níu. Hún mundi rata. Ef til vill vissu þau hin, að það var alls ekki auðvelt að finna þennan stað. Þau mundu segja á skrifstofunni á morgun að þetta hefði verið skelfing leiðinlegt — að liún skyldi ekki koma í tæka tíð, og svo mundu þau skila henni peningunum aftur, 52 shilling- um — einum fyrir hverja viku ... Þau höfðu borgað einn sliilling á viku, öll sjö. Og þau höfðu talað um þcssa skemmtiferð á hverjum degi i heilt ár. Hún fann tárin brenna undir augnalokunum, en ekki mátti hún standa hérna skælandi. Úthverfið vaknaði smátt og smátt af svefni og sunnudagsmorguninn var fagur. Barnavagnarnir konrn fram úr garðshliðunum og krakkar á þríhjól- um fóru að sjást á gangstéttunum. Winnie reyndi að depla tárunum burt úr augunum, en þau komu alltaf aftur og runnu niður kinnarnar. En nú varð henni litið á skarðið milli sýrenurunnanna fyrir handan götuna. Hún hafði haldið að þar væri hús, en nú sá hún skilti, sem á stóð: ,,Bannað að liafa lausa hunda með sér inn í garðinnl“ Winnie fór yfir götuna, smeygði sér inn á milli runnanna og stóð agn- dofa og horfði. Þarna lágu steinþrep niður í lítinn garð. Hún gekk Iiægt niður þrepin fjögur. Þá tók við mjór, hellulagður stígur kringum dálitla grasflöt og í jaðri hennar voru alls konar blóm með ýmsum litum. Þarna voru þrír hvítmálaðir bekkir, sem huðu henni heim til sin, en hún lét sem hún sæi þá ekki. Hún hafði kom- ið auga á nýtt skarð milli sýrenu- runna hinumegin í garðinum og nú fór hún þangað. Þegar hún kom gegnum skarðið varð fyrir henni nýr garður —■ minni en sá fyrri en jafn- vel enn fallegri. í honum miðjum var dálitil marm- aralaug og sólargeislarnir léku í tæru vatninu svo að gullfiskarnir voru með öllum regnbogans litum. Hvítar lilj- ur voru í vatnsborðinu og fyrir hand- an flugu fiðrildin milli blómanna. Winnie settist á bekk. Og fyrst nú kom hún auga á unga manninn, sem sat á hinum bekknum og var að lesa í bók. Hún gat heyrt niðinn af um- ferðinni utan af götunni, gegnum sýrenurunnana og lævirkjatrén. En hún heyrði kvakið í fuglunum þó bet- ur. Á lágri grein sat rauðbrystingur og liallaði undir flatt og var að stel- ast til að líta á hana. Og þegar hann ihafði gert það dálitla stund tók hann sig á loft og settist svo rétt við tærn- ar á henni. Hún horfði á hann og brosti. — En hvað liann er fallegur! sagði hún upphátt. — Já, finnst yður það ekki? heyrð- ist djúp róleg rödd rétt hjá henni. Hún liafði gleymt unga manninum með bókina. Nú leit hún á hann, — dálítið feimnislega, af þvi að hann hafði heyrt hana tala við sjálfa sig. Eða það sem verra var — kannske hélt liann að hún liefði verið að tala til sín? — Þeir eru svo spakir hérna, sagði liann brosandi. — Stundum kem ég með brauð til þeirra, — en ég hafði ekki ætlað mér hingað í dag. — Komið þér oft hingað? spurði hún. Henni fannst svo óskiljanlegt að nokkur maður hefði getað komið hérna á undan lienni. Garðurinn var svo nýlegur ásýndum og svo vel geymdur bak við sýrenurunnana. — Já, mjög oft, sagði hann. — Og oftast hefi ég þennan garð út af fyrir mig. Ég kalla hann í laumi garðinn minn. Einstaka sinnum kemur gamalt fólk hingað, en það situr að jafnaði í fremri garðinum. En að því frátöldu sér maður varla nokkra manneskju hérna. Fólkið sem á heima hérna í grenndinni hefir garða við húsin sín, og þeir sem ganga liérna framhjá og þekkja ekki til, taka aldrei eftir að nokkur garður sé hérna. Hún vonaði að hann héldi áfram að tala. Henni féll svo vel hin dimma, hreimþýða rödd hans. Og hann hélt áfram. Það var svo sjaldan sem hún liafði nokkurn að tala við utan skrif- stofutímans, þvi að hún þekkti mjög fáa þarna i borginni. — Þér liefðuð átt að koma hingað meðan sýrenurnar voru í blóma, sagði hann. — Ilmurinn af þeim er svo góður, og þá er eins og garðurinn sé ævintýr. Nú er það liðið hjá í ár, en næsta ár getið þér fengið að sjá það, ef þér liafið ekki gleyrnt þessum stað áður en sumrar næst. Hann brosti ofurlítið og Winnie beygði sig fram í áttina til hans. — Ég gleymi þessum stað aldrei, sagði hún með áherslu. Og hann hélt áfram að tala um garðinn, — um blómin, sem höfðu verið þar, og um hin, sem bráðum mundu springa út. Hún hlustaði á hann og gleymdi alveg hinum sex sem liöfðu farið og skilið liana eftir. Loks stóð hann upp og leit á klukkuna. — Ég verð víst að fara, sagði liann og andvarpaði. — Þakka yður fyrir þessa stund, og ég óska að þér njótið verunnar í „garðinum mínum“. Hún sat kyr og horfði á eftir hon- um þangað til liann hvarf. Fuglarnir héldu áfram að syngja, blómin ilm- uðu og sólin glitraði í vatninu, en samt var garðurinn ekki sá sami og áður. Hún stóð upp þó að henni væri það óljúft. Hún varð að finna sér einhvern stað til að borða hádegis- verð á, þvi að liún hafði sagt i mat- sölunni í gær að hún mundi verða burtu allan daginn. JULTAN MARSDON langaði mest til að stinga fingrunum í eyrun, en liann vissi að það mátti liann ekki leyfa 'sér. Innan úr dagstofunni heyrðist danslagaglymjandi og gólfábreiðan hafði verið undin saman, svo að unga fólkið gæti dansað. I borðstofunni voru hressingar framreiddar — for- eldrarnir sáu alltaf um að unga fólk- ið skyldi ekki vanta neitt í sam- kvæmunum. Celia dansaði framhjá dyrunum í faðmi Johns Miller. Julian létti er hann sá ])að. Celia hafði þá loksins látið huggast. Hann heyrði hlátur- inn í henni alla leið út á svalirnar. Það var móðir lians sem Iiafði átt hugmyndina að þessu samkvæmi. Hann hafði ekki verið upplagður. í rauninni var hann þreyttur. En vit- anlega varð að launa prófið hans að verðleikum og hann varð að sætta sig við það. Móðir lians hafði yndi af samkvæmum, og faðir hans 'hafði sætt sig við það af meinleysi árum saman. Celia hafði lika yndi af samkvæm- um, en Julian hataði alla háværð og glamur. Celia hafði oft kallað hann „skringilegan sérv'iti'ing6”, og ef til vill hafði hún rétt fyrir sér. Jafnvel móðir hans hafði átt bágt með að fyrirgefa honum þennan út- úrhorningshátt, þó að hún teldi það ekki beinliínis til galla. í augum lienn- ar hafði Julian enga galla. Þess vegna hafði verið vandlifað i samræmi við það álit sem hún hafði á honum, en allt hafði þó slampast hingað til. Hún hafði vonast eftir að hann tæki gott próf. Það var ómögulegt annað en að hann tæki gott próf. Þess vegna gat hún ekki gert sér grein fyrir hve mikið hann hafði haft fyrir því. Fað- ir hans liafði betri skilning hvað þetta snerti, jafnvel þó að það hafði bakað honum vonbrigði, að Julian valdi lögfræðina en ekki læknisfræð- ina. En Julian hafði þverneitað að feta i fótspor föður síns. Hann vildi ráða sínum sporuni sjálfur. Nú var helst að sjá að samkvæminu væri að verða slitið. Móðir hans kom til hans og .spurði hvort hann vildi gera svo vel að aka einni af frænk- um sínum heim, þvi að siðustu strætisvagnarnir voru farnir fyrir löngu. Julian amaðist ekki við því að aka dálitla stund um nátthljóðar gölurn- ar. Það var ekki langrar stundar verk að koma frænkunni heim. Næturloft- ið var hlýtt, þó að komið væri fram i septemberlok, og liann langaði ekki til að fara beint heim aflur. ALlt í einu slöðvaði hann bilinn. Hann var staddur hjá litla garðinum. Hann steig út og gekk þvert yfir göt- una. Járnhliðið var læst, en á milli trjástofnanna gat hann séð inn i fremri garðinn. Það var kominn liaustlitur á trén og hann sá georg- iurnar glitra i tunglsljósinu. Og enn á ný töfraðist hann af litla garðinum og hinum einkcnnilega blæ, sem yfir honum var. Hann fór að liugsa til stúlkunnar, sem hann hafði liitt svo oft hérna. Hann mundi eftir hve andlit hennar var hlustandi og liinar einkennilegu hreyfingar hennar, þegar hún strauk dökkt hárið frá andlitinu. Hann hafði ekki hugmynd um hvað liún liét. Honum hafði aldrei dottið í hug að spyrja hana að því, en hann þekkti liana vel þó að hann vissi ekki nafnið hennar. Hann vissi svo margt annað um hana. Vissi að hún var ættuð ofan úr sveit, og að hún leitaði hingað i

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.