Fálkinn


Fálkinn - 07.03.1958, Page 7

Fálkinn - 07.03.1958, Page 7
FÁLKINN 7 Stóra bóla ég væri í Hitlers sporum. Svo fletti hann frá sér jakkanum og sýndi henni skammbyssuna. — Og ef þeir reyna, urraði hann — skal ég ganga frá nokkrum þeirra áður en þeir taka mig. Stjórnin ræddi oft um aðstöðu Nor- egs. Ég vissi að Churchill hafði lengi haft í huga að leggja út tundurdufl við Noregsströnd. Bn það var ekki fyrr en 8. apríl, sem hann fékk því framgengt, en þá hafði mörgum dýr- mætum skipum verið sökkt. í dag vita allir, að hægt liefði verið að afstýra miklu tjóni með því að gera þetta fyrr. En nú var Noregur ofurseldur: Daginn eftir að tundurduflunum var lagt var innrásin gerð bæði i Dan- mörku og Noreg. Framvindan í Noregi vakti áhyggj- ur i Neðri málstofunni. Margir vildu fá samsteypustjórn. Chamherlain sogðist vera fús til samvinnu við alla flokka, en þingmenn gerðu sig ekki ánægða með þess konar yfirlýsingar. Margir þingmenn fóru hörðum orð- um um hinar fyrirhyggjulausu hern- aðaraðgerðir stjórnarinnar hvað Nor- eg snerti og töluðu um hernaðarlega sneypuför og seinlæti. Hermálaút- gjöldin höfðu hækkað úr 800 mill- jónum upp í 2% billjón pund. Enginn tók orð Chamberlains fyrir góða og gilda vöru. Þá stóð Churchill upp. Hann varði hernaðaraðgerðir Breta i Noregi. Hann varði Chamberlain. Það -fór hlýr straumur um mig er Winston sneri sér að áheyrendunum og bað þá um að svara, hvers vegna honum, Cliurc- hill sjálfum, hefði ekki tekist á fimm árum að fá þingið til að efla flug- lierinn svo, að hann væri ekki lakari en Þjóðverja ... Churcliill var marg- oi-ður um þctta: Bretar gætu aldrei ver|ið öruggir, ef flugherinn væri lak- ari en óvinanna. Þetta hreif. Og eftir að hann hafði tekið langa málhvild eftir þessa ádrepu, sagði hann ofur rólega, að það sem stjórn Chamberlains hefði gert í Noregi, væri það skársta, sem hægt hefði verið að gera, þegar við sterkari óvin var að etja. Stjórnin sat nokkra daga enn og engin krafta- verk gerðust. Noregur var sigraður. Hákon kon- ungur og stjórn hans slapp undan og hélt andstöðunni áfram frá London. Það var líkast og þakið væri hrun- ið á Evrópu. Nú óðu Þjóðverjar yfir Belgiu, Holland og Luxembourg — fóru inn i Frakkland 'báðu megin við Maginot-línuna. Chamberlain sagði af sér. CHURCHILL TEKUR VIÐ. Það var um ])essar mundir, sem við er höfðum verið mikið með Churchill, fórum að kalla hann gælu- nafninu „The Old Man“. Hann var 64 ára. Ég heíi séð hann í mörgum em- bættum. En ég hafði oft efast um livort hann mundi nokkurn tíma liljóta það embætti, sem hann hafði svo lengi átt skilið að fá. Það mun hafa stafað af því seinlæti, sem ein- kennir svo margra miðlungs stjórn- málamenn enska. En nú, á örlaga- stundu Bretlands, var leitað til hans. Nú var 'honum falið að mynda nýja stjórn. Enginn getur gefið fullnaðar skýr- ingu á því, hvers vegna Churchill lief- ir orðið óvinsæll jafn oft og raun ber vitni — og jafn lengi í einu. Baldwin virðist hafa 'litið á hann sem út- skúfaðan mann. Ef til vill stafaði þetta af þvi að of mikill Ijómi stafaði af Churchill — að hann var svo ó- skeikull og alvis að menn treystu honum ekki til fullnustu. Þetta getur verið skýring á því, að ýmsir þeir sem báru mikla virðingu fyrir honum kunnu ekki að meta hæfileika hans sem vera skyldi — já, meira að segja þeir sem elskuðu hann. Þeir sem ótt- uðust 'hann og öfunduðust yfir vel- gengni 'hans, fögnuðu hins vegar í hvert skipti, sem honum var 'bolað frá. En eitt er vist — að aldrei hefir annar eins maður verið til og hann. Mörg mikilmenni munu koma fram á heimsstjórnmálavettvanginum, en aldrei meira en einn jafn framsýnn eða gæddur jafn stórkostlegri skipu- lagsgáfu. Burtséð frá mannlegum eig- inleikum lians, sem varpa ævintýra- lióma yfir manninn. Ákvarðanir hans i 'hermálum og stjórnmálum hafa þegar verið skráðar á spjöld sög- unnar. Að kvöldi þess 10. mai er sprengj- unum rigndi yfir meginlandið ók ég eftir „gamla manninum“, og var mik- ið upp með mér. Hann átti að fara á konungsfund í Buckingham Palace. Við komum aftur í skrifstofur flota- málastjórnarinnar jafn þögulir og við liöfðum farið af stað. Þegar hann steig ut úr bílnum sagði hann við mig: — Þér skiljið hvers vegna ég var í Buckingham Palace? — Já, herra forsætisráðherra, svaraði ég og óskaði honum til hamingju. Hann virtist glaður, en ókyrr var hann. — Það gleður mig mjög að þér skylduð loksins vera skipaður í þetta embætti, sagði ég, og þar fylgdi hug- ur máli. — En ég hefði óskað að að- koman liefði verið betri og þér liefð- uð fengið völdin á friðsamlegri tím- um — þvi að þér hafið margsinnis spáð livað koma skyldi. Og nú verðið þér að taka á yður ábyrgðina — þeg- ar það er skeð. Hann tók fast í höndina á mér, eins cg á góðum vini, og áður en hann gekk inn í skrifstofuna sagði hann: — Guð veit hve þungt þetta er ... Ég vona aðeins, að það sé ekki of seint. En ég er hræddur um að það sé of seint. Við verðum að gera okkar besta og gefa það scm við eigum eftir — hversu lítið sem það er. Hann stóð augnablik og horfði á mig. S'vo leit hann af mér. Hann sá ekki umferðina, lieyrði ekki flugvéla- þytinn i loftinu. Honum vöknaði um augun. Enn stóð hann kyrr. Ég kom ekki um nokkru orði. Eg fann að mig svcið í augun. Hausinn á mér riðaði og ég greip ósjálfrátt til skamm- byssunnar. Við snerum báðir að ráðu- neytisbyggingunni. Hann gekk þungt og fast að stiganum, muldraði eitt- hvað, tcygði fram hökuna og herpti annað munnvikið ... Þremur dögum síðar hélt hann fyrstu ræðu sina sem forsætisráð- herra. Þá sagði hann orðin sem fræg urðu: — Ég hefi ekki annað að bjóða ykkur en blóð, strit, svita og tár. Komið, látum okkur ganga fram með sameinuðum kröftum ... VID GEFUMST ALDREI UPP! Þjóverjar kvciktu í Rotterdam með flugárás, Wilhelmina drottning flýði til London með stjórnina og Hollend- ingar lögðu niður vopn. Þetta var þungt áfall fyrir Breta og Belga. Vélahersveitir Þjóðverja brutust inn i Norður^Frakkland, niður Sommedal og til Abbéville. Bruxelles og Namur féllu. Her Breta og Belga í Flandern Fyrir rúmu ári birtist hér í blað- inu frásögn Setbergsannáls af plág- unni miklu, 1707. í Fitja-annál er frá- sögnin öll ítarlegri og fer hún hér á cftir: Gísli, sonur Bjarna Gíslasonar og Guðrúnar Markúsdóttur frá Ási í Holtum, dó við Noreg í hingaðsigl- ingu. Úr lians fötum kom hingað ból- an mcð Eyrarbakkaskipi. Trúanlegir menn, sjónarvottar, hafa sagt, að úr þeim fatabagga, þá liann kom upp á þilfarið á skipinu, hafi lagt korgótta gufu, viðlíka sem úr votu kurli, þegar fyrst sviðnar i kola- gröf. Haft er eptir skipherranum, Pétri Claussyni, sá margt ár sigldi til íslands, að þessi farangur niundi verða þessu land óþarfur; hann væri til friðs, að borga hann sá þriðjungi, eður jafnvel helmingi, ef aðrir borg- uðu hitt, eður eigendur vildu eigi á- telja, og vildi annaðhvor brenna hann upp eður snara út i haf. Jafnsnart og þetta kom í land sló á landsfólkið bólunni, sem ekki hafði gengið hér í 36 ár, og varð svo mann- skæð, að i 200 ár, siðan seinni pest- ina Ao 1494, hefir hér eigi orðið því- líkt mannfall. Byrjaðist það skömmu fyrir alþing á Eyrrabakka og i Holt- um, og af alþingi dreifðist það út var umkringdur og hrakinn til Ost- ende og Dunkerque. Leopold konung- ur lét belgiska herinn gefast upp ... Allt þetta skeði áður en Churchill hafði verið forsætisráðherra heilan mánuð. Antony Eden var liermálaráð- herra. Hann stofnaði heimavarnar- sveitir sjálfboðaliða, og voru þar margir úr fyrri styrjöldinni. Þetta lið átti að taka móti Þjóðverjum ef þeir kæmu í land. Þremur vikum síðar var heimaliðið orðið 640.000 manns, flestir yfir fimmtugt og allir vopnaðir. Sumir voru sjötugir. Og kvenfólkið greip til vopna lika. Ég hefi séð margar ömm- ur liggja á maganum og æfa sig á að skjóta til marks. Heimavarðliðið var þýðingarmikið, en það sem gerðist á meginlandinu var ekki uppörvandi. Leopold konungur gafst upp mcð hei sinn 28. maí 1940. Þá grét Winston Churchill. Her okkar í Flandern stóð berskjaldaður. Um 250.000 breskir hermenn komust til sjávar við Dunkerque, og stóðu þar i eldhríð Þjóðverja. f Englandi voru menn i ugg og ótta. Skeyti komu um að senda skip — stór og smá — öll skip — til Dunker- que. Dag og nótt sigldu skipin suður yfir sundið, varnarlaus gegn sprengju- árásum Þjóðverja. Við vitum hvernig sem annað vatnsflóð um ýmsar sveit- ir, svo á jólum var mannfallið afstað- ið um Sunnlendingafjórðung og mik- ið af Vestfirðingafjórðungi og víða fyrir norðan. En um veturinn og sum- ar eptir gekk liún hægt yfir Aust- fjörðu og útkjálka fyrir norðan og vestan og þar eigi svo mannskæð. Þrjú ár var hún i landinu. Meðan strangasta sóttaráhlaupiðg yfirstóð hér sunnanlands varð því sjúka og framliðna fólki víða ekki svo þjónað, sem við þurfti; var og haldið, að i sjóplássum liefði sumt dáið af að- húnaðar- og lijúkrunarleysi; gáfust og dæmi, það í sumum afbýhrm var flest allt fólk andvana, nema einhver örvasa kárl, kerling eður ungbarn, scm ekkert lið gat veitt, þá til var komið af öðrum bæjum. Málnyta varð víða hvorki vöktuð né nytkuð, sem við þurfti, en veðrátta liin bliðasta nætur og daga. Og svo sterk var þessi bólusótt, að hana fengu og jafnvel dóu úr henni sumir, sem voru á sex- tugs- og sjötugsaldri og liana höfðu áður fengið svo rnikla, að mjög voru bólugrafnir í andliti. Þó helst dó úr henni fimmtugt fólk og yngra — því litlu bóluna svokallaða, er næst gekk fyrir þessa, fengu eigi allir, er þá voru ungir, — og viðast hið efnileg- fór. Aldrei hefir meiri björgun ver- ið gerð. Á fjórum dögum tókst að bjarga 215.000 Bretum og 120.000 Frökkum. En niargir fórust. Allir gerðu sitt til að bjarga, en 30.000 komu aldrei aftur. Eftir Dunkerque — eftir að Frakk- ar höfðu verið sigraðir, kusu ítalir að segja okkur stríð á liendur, þvi að nú var Þjóðverjum talinn vis sigur. Hinn 18. júni hélt Churchill ræð- una miklu í Neðri málstofunni. Hann birti alheimi ósigurinn mikla. Hann sagði að breska heimsveldið mundi 'halda áfram að berjast til úrslita. til siðasta blóðdropa og siðasta shillings. Hann lagði áherslu á, að úr þvi að Frakkar væru gersigraðir kæmi röð- in næst að Bretlandseyjum, og lauk máli sínu með þessum orðum: Við skulum því sameinast um skyld- ur okkar og haga okkur þannig, að þó að breska samveldið standi í þús- und ár muni verða sagt um þessa baráttu: „Hún var glæsilegasta af- rekið!“ Nú vissu allir Bretar að við stóðum einir uppi gegn Þjóðverjum og ofur- efli þeirra. En þessi ræða gaf mönn- um ósegjanlegt þrek til að standast árás, innrás og dauða. Framhald í næsta blaði.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.