Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.01.1959, Blaðsíða 4
FÁLKINN William Anderson foringi „Nautilus", stígur í land í Portland í Englandi, eftir förina undir norðurísana. Hinn 23. júlí í fyrrasumar lagði atómkafbáturinn „Nautilus" upp frá Pearl Harbor og var látið í veðri vaka að hann ætti að halda til Panama. En foringinn, Anderson, hafði fengið aðra skipun, sem umheimurinn vissi ekkert um fyrr en það vitnaðist 4. ágúst að kafbáturinn væri staddur fyr- ir vestan ísland og hefði haft sam- band við Keflavík og væri að koma beina leið frá norðurpóinum! „Nautil- us" kom ekki til Panama. Hins vegar skaut honum upp i Beringssundi 31. v júlí. Og svo kom hann við í Point Barrow á Alaska. Þar voru öll mæli- tæki athuguð, ekki síst ratsjárnar, þvi að í ferðinni sem fyrir höndum var voru það mælitækin, sem allt var komið undir. Skammt fyrir norðan Point Barrow tók íshellan við og báturinn fór í kaf. Og nú hófst 96 tími sigling undir ís- breiðunni, merkilegasta ferðalagið, sem nokkurn tima hefir verið farið. Þegar „Nautilus" kom upp aftur, alllangt undan austurströnd Græn- lands gat foringinn sent stutt dul- málsskeyti til flotamálastjórnarinnar í "Washington um að „Operation North-Pole" hefði tekist vel. JAUTIIUS" undir norðurshauts-tsnum Eitt merkasta afrek, sem unnið var í tæknilegu tilliti á nýliðnu ári, var för kafbátanna „Nautilus" og „Skate" undir íshellu Norðurpólsins: Hér skál sagt frá ferð fyrrnefnda kafbátsins, sem er fyrsti kjarnorkuknúði kafbáturinn í heimi og var hleypt af stokkunum 21. jan. 19Slf. Hann kostaði 1^5 milljón dollara, er 120 ^etra langur, og „eldsneytið" þyngir hann ekki niður, því að til 150 þús. kilómetra siglingar notar hann úranköggul á stærð við tennisbolta. Áhöfnin er 116 manns. Gamall draumur hafði ræst. Árið 1931 hafði breskur maður, Hubertus Wilkins unnið að undirbúningi kaf- siglingar undir norðurísana með norska prófessornum H. U. Sverdrup. Sú ferð mistókst — vitanlega — því að farkosturinn, sem líka hét „Nautilus" eftir hugsmíðarskipi Jules Vernes, var of ófullkominn í slikt ferðalag. Svo liSu 27 ár, þá var kjarn- orkan komin til sögunnar og farkost- urinn fenginn. Og förin tókst. Því miður er það fyrst og fremst hérnaðarleg þýðing, sem þessi ferð hefir. Það er sannað að hægt er að senda vopnaða kafbáta á slóðir, sem áður voru lokaðar, og skjóta aftóm- sprengjum úr ishafinu. Flugið varð til þess að auka hernaðarþýðingu norðuríshafsins, en kafbátsförin gerir hana enn meiri. Og vitanlega opnast með þessu leið fyrir friðsamlegar samgöngur líka, bæði meðfram allri Siberiuströnd og norðurströnd Kanada, fyrir kaupför, sem geta siglt í kafi. Fyrir venjuleg kaupför hafa þessar leiðir verið lok- aðar; aðeíns vel útbúnir visindaleið- angrar hafa komist „norðausturleið- ina" og „norðvesturleiðina" áður. Enn sem komið er geta atómknúin kaupför ekki keppt við ofansjávar- skip. En sérfræðingar eru svo bjart- sýnir að halda því fram, að eftir tíu ár muni atómkaupskipin verSa orðin 40% ódýrari í rekstri en kaupför nú- tímans. Atómknúði kafbáturinn' „Skate" er ekki eins frægur og „Nautilus", en hefir það þó framyfir hann, að hann hefir ferið tvær ferðir undir isinn á norðurpólnum. Svo að nú fer nýja- -brumið að fara af þessum ferðum, sem þóttu ótrúlegustu hugarórar þegar Jules Verne ~var að lýsa þeim í einni sögunni sinni. En raunveran hefir líka farið fram úr spásögu Vernes í fleiri greinum. Nú fara menn kring- am hnöttinn á minna en 8 dögum, en Verne þótti taka munninn fullan er hann talaði um 80 daga. Visindaþekkingum, nýjum tækjum og nákvæmum undirbúningi má þakka það, að þessi fyrsta ferð undir hafis- breiðunni tókst slysalaust. Annars er það venjan að slíkar rannsóknarferð- ir um ókunnar slóðir kosta mannslíf áSur en þær takast. En úrslitin sýna í þessu tilfelli, að „Nautilus" hlýtur að vera fullkomið skip, og áhöfnin hefir verið vel undir ferðina búin. Enski blaðamaðurinn Bill Wharton hefir sagt frá reynshiferðinni, sem „Nautilus" fór hálfum öðrum mánuSi áður en farið var alla leið. Frásögn hans ber með sér, að sú ferð hefir ekki verið neinn leikur. í ársbyrjun 1958 var byrjað að undirbúa ferðina, og í júní var lagt upp. Nú segir Wharton frá: — Það var 9..júní í vor að „Nautil- us" var kominn nndir isinn, á leið til norðurpólsins. Hraðinn var 14 mílur. Nýlokið var kvikmyndasýningu (í bátnum er kvikmyndasalur fyrir 54 manns) og mestur hluti áhafnarinn- ar var háttaður. Foringi kafbátsins, William Anderson stóð í stýrishúsinu nokkrar minútur. William Lalor lautinant hafði vörð. Kafbáturinn var á 90 metra dýpi. Isinn yfir honum var 3—4 metra þykkur, og 30 metrar til botns. „Nautilus" hafði beina stefnu á norð- urpólinn. Anderson leit á mælatöfluna og kveikti í vindlingi: — Ég sé ekki bet- ur en allt sé í lagi, Bill, sagði hann m& stutt. Haltu stefnunni en láttu niig strax vita ef einhverjar verulegar breytingar verða á ísnum. Góða nótt! „Nautilus" skreið gegnum sjóinn eins og þegjandi, grár skuggi. Ekkert heyrðist nema suðið í atómreaktorn- um. Lalor var þreyttur. Allir um borð höfðu haft mikið strit. Þeir voru i veröld, sem enginn hafði komið í áð- ur. Þeir sáu ekkert nema myndir af isnum á fjarsýnirúðunni. Síðan þeir fóru i kaf voru mælitækin það eina sem þeir gátu reitt sig á. En þeir vissu ekki hve nákvæm þessi tæki voru á þessum slóðum þvi að þau höfðu aldrei veriS reynd þar. Allt i einu heyrði Lalor urghljóð. Kafbáturinn hafði snert eitthvað. Ösjálfrátt leit Lalor á mælatofluna. Eitthvað hlaut að vera að. Bæði dýpt- „Nautilus" og áhöfn hans var ákaflega fagnað í Portland, sem var í'yrsta höfnin, sem skipið kom í eftir 96 tíma siglingu undir ís.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.