Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1959, Side 8

Fálkinn - 09.01.1959, Side 8
8 FÁLKINN Þegar Eddie Bernal og aðstoð- armennirnir hans þrír voru að bisa við að skila af sér stóra kass- anum, hélt Anna fyrst í stað, að þarna væri um misskilning að ræða. Þetta grettistak gat ómögu- lega verið til hennar. „Það eru svo margir fleiri en ég, sem heita Adams,“ sagði hún. „Það hlýtur að vera einhver ann- ar Adams en ég, sem á von á skemmtisnekkju, eða hvað það nú er, sem er í þessum kassa . . .“ Eddie strauk af sér svitann með stórum vasaklút. „Nei, þetta er áreiðanlega til yðar, frú,“ tautaði hann. „Hver veit nema það sé brúðkaupsgjöf? Það kemur frá vínberjaklasa í nefinu. Undir, yfir og bak við þá var þéttingur af alls konar fyrirbærum úr jurta- ríkinu, sem mættust í vafningum efst í sófabakinu og héldu uppi risavöxnum engli, sem horfði nið- ur á alla dásemdina. Og allt þetta bákn stóð á fjór- um höfrungum, sem tiidruðu sér upp á eitthvað, sem var einna svipast dálítið útflöttum fall- byssukúlum. Þetta var í stuttu máli það mesta úrkastshúsgagn, sem hægt var að hugsa sér. Anna góndi á það, steinþegjandi og ráðalaus. Var það hugsanlegt að hún þekkti ekki manninn sinn bet- ur en þetta? Þó þau hefðu að vísu una. Anna beið þess sem hún hélt að koma mundi. En hún heyrði hvorki hljóð né stunu innan úr stofunni. Loks fór hún inn. Mark lá endilangur á sófanum með sælubros á vörum: „Þetta er úrvalsgripur," sagði hann. „Svona smíða þeir ekki nú á dögum!“ Anna horfði með skelfingu á manninn sinn. Loksins sagði hún: „Hefirðu athugað hvernig þetta lítur út, Mark? Ertu viss um að þetta sé rétti sófinn?“ Mark settist upp og strauk hendinni um magann á feitasta englinum. „Já, víst er ég viss um það,“ sagði hann dreymandi. „Ég „Anna!“ sagði hann. „Þykir þér hann ekki fallegur?“ Anna reyndi að standa fyrir máli sínu. „ Líttu bara á hann, Mark. Líttu bara á hann.“ Hann roðnaði dálítið: „Iield- urðu að ég viti ekki hvernig hann lítur út. Ég hefi alist upp með honum. Hvað finnst þér eiginlega að honum?“ „Geturðu ekki séð hve hræði- legur hann er,“ æpti Anna. En hún iðraðist eftir orðin, undir eins og hún hafði sagt þau. „Jæja,“ sagði Mark. „Nei, ég get ekki séð það. En ég hefi lík- lega annan smekk en þú. Þú vilt heldur þennan stóriðjuvarning!“ Giöf skyldi aldrei vanþökkuð Oregon. Þekkið þér nokkurn þar?“ Nú fór Önnu að gruna hvað myndi vera í kassanum. „Jú,“ svaraði hún með hægð, „ég þekki fólk í Oregon, eða réttara sagt, maðurinn minn gerir það. Svo að þetta er líklega til okkar. Það er réttast að þér opnið kassann." Hluturinn sem stóð andspænis henni skömmu síðar hafði lengi verið færður í frásögur. Hún mundi ekki með vissu hvenær Mark hafði minnst á hann í fyrsta skipti. En þegar frænka Marks í Oregon hafði skrifað og sagst ætla að senda þeim brúðkaups- gjöf, hafði Mark ekki ráðið sér fyrir kæti. Það var helst á hon- um að skilja, að þetta væri ein- hver afar verðmætur gripur, ein- hver forn ættargripur, sem hann bar afar mikla virðingu fyrir. Friðsamir ættingjar höfðu orðið hatursmenn út af þessum grip, fornfræðingarnir höfðu reynt að ná í hann handa söfnum. En þrátt fyrir allar freistingar hafði hann haldist í ættinni. Og nú var hann orðinn eign önnu. Þetta var sófi. En sófi sem stærðarinnar vegna átti fremur heima í heyhlöðu en í lítilli íbúð í friðsamlegu bæjarúthverfi. Hann var á að giska þriggja metra langur. Og yfirborðið á honum var ýmist gljáandi viður eða jafn gljáandi fóður. Húsgagnasmiður- inn, sem forðum daga hafði lagt hug sinn og hendur að þessu verki, hafði hvorki hlíft sér eða tréverkinu. Þarna voru útskorin þrýstin englabörn ríðandi upp á alls konar furðulegum hafdýrum, yfir stórar öldur úr mahogníviði. Og yfir höfðum englanna flögr- uðu feiknastórir fuglar með stóra ekki verið gift nema þrjá mánuði gat hún varla trúað því, að hún hefði ekki tekið eftir að hann væri svona smekklaus, á þeim tíma. Hún gat ekki fundið aðra skýringu á þessu en þá, að Mark hefði ekki séð þennan sófa siðan hann var barn. Og þess vegna hafði hann steingleymt hvernig hann leit út. Hún gat ekki litið upp þegar flutningamennirnir settu sófann á mitt gólf í fallegu dagstofunni, sem hún hafði verið vakin og sof- in í að gera sem vistlegasta. Það var ekki fyrr en þeir voru farnir að hún dirfðist að fara að virða gripinn fyrir sér. Hann var ennþá verri en hún hefði getað hug'sað sér nokkurn sófa. Enginn maður með fullu viti gat látið sér koma til hugar, að hægt væri að hafa svona ferlíki í nýtísku einbýlishúsi á tuttug- ustu öldinni. Allt í einu róaðist hún. Hún leit á sófann með meðaumkvunar- svip. Svo fór hún fram í eldhús til að hugsa um miðdegismatinn. Klukkan var nærri því sex þeg- ar Mark kom inn úr eldhúsdyr- unum. Hann tók utan um hana og þrýsti henni að sér. Þegar hún náði andanum aftur byrjaði hún með hægð: „Elsku Mark ...“ „Já,“ svaraði Mark. Hún sagði ekki: Það stendur eitthvert afskræmi inni í dagstof- unni. Komdu, við skulum höggva það í eldinn. Nei, hún sagði bara: „Gjöfin hennar frænku þinnar er komin.“ Það var eins og Ijós væri kveikt í báðum augum Marks: „Loks- ins!“ sagði hann og þaut eins og kólfi væri skotið inn í dagstof- hefi elskað þennan sófa síðan ég var barn. Hefi ég nokkurn tíma sagt þér, að einn forfaðir minn sigldi með hann á freigátu suður fyrir Ameríku?“ „Það hefirðu vafalaust," sagði Anna með hægð. „Þá var enginn Panamaskurð- ur til. Þetta var þriggja mánaða ferð — mánaöa, tókstu eftir því — að komast frá Boston til San Francisco. Geturðu hugsað þér það?“ Anna reyndi að ímynda sér hvað hefði knúið forföður Marks til að drösla þessu afskræmi með sér jafn langa og hættulega ferð. „Og ekki þar með búið,“ hélt Mark áfram í hrifningu. „Löngu fyrir þann tíma kom sófinn austan yfir Atlantshaf með skipi ' frá Italíu og Spáni. Einu sinni bauð forngripasafn forföður mínum fimm hundruð dollara fyrir þenn- an sófo. En hann vildi ekki selja hann. Og nú hefir Carolina frænka gefið okkur hann. Hugs- aðu þér hvílík fórn henni hefir verið að sjá af honum. Sófinn hefir staðið í dagstofunni hennar í þrjátíu ár — að minnsta kosti!“ Anna andvarpaði djúpt: „Og nú eigum við hann! Hvað eigum við að gera við hann, Mark?“ „Látum okkur nú sjá!“ Mark stóð upp og skrefmældi stofuna. „Hann — ja, hann verður að fá heilan vegg, til að njóta sín. Við verðum að flytja litla sófann inn í gestaherbergið. ‘‘ Og svo snaraði hann sér úr jakkanum. Anna studdi hendinni á hand- legginn á honum. Nú eða aldrei! „Mark, hann á alls ekki heima hérna inni,“ sagði hún lágt. Mark starði á konuna sína: Hann ýtti við litla sófanum, sem þau höfðu verið að leita að í hálf- an mánuð áður en þau fundu þann rétta. „Fremur en dýrmætan safngrip, sem hefir verið fluttur sunnan fyrir Eldland á frei- gátu ...“ „Mér væri skítsama um hann þótt hann hefði komið með flúg- vél,“ hrópaði Anna og var orðin kafrjóð. „Ég vil að minnsta kosti þúsund sinnum fremur hafa litla sófann okkar.“ „Þú skalt fá að hafa hann,“ svaraði Mark kuldalega. „Ég læt hann inn í gestaherbergið. Þú get- ur setið í honum þar allan dag- inn, ef þig langar. Þú færð að haga öllu í húsinu eftir þinni vild. Og svo stekkur þú upp á nef þér, af því áð hingað kemur gamall sófi, sem mér þykir vænt um. En hann skal nú standa hérna, það skaltu vita!“ „Æ, Mark, við erum farin að rífast,“ sagði Anna döpur. Henni var runnin reiðin. „Við höfum aldrei rifist áður, Mark! Og við skulum ekki gera það heldur núna. Láttu sófann þinn standa þarna. Hann skal fá að standa þarna í friði, ég lofa því. Við meg- um ekki rífast.“ Og svo báru þau litla sófann inn í gestaherbergið án þess að segja orð, og ýttu afskræminu gamla upp að þilinu. Þau voru heldur fálát um kvöldið. Þegar kom að háttatíma sagði Mark, án þess að líta á hana, að hann þyrfti að fara til Los Angeles daginn eftir. Anna vissi mætavel að hann hafði mörgu að sinna í Los Angeles, en henni var ekki um að hann færi í ferð daginn eftir að þau höfðu rifist. En hún sagði ekkert, hún

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.