Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1959, Blaðsíða 8

Fálkinn - 30.01.1959, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN — ... datt þér í hug að ég vildi giftast manneskju eins og þér, þegar dá- samlegar stúlkur eru til í veröldinni, eins og til dæmis hún Eva . . . LOFORÐIÐ Það var eitt ár, upp á dag, síðan ég hafði séð Önnu-Lísu Blom í fyrsta skipti. Og nálcvæmlega þrjú liundruð sextíu og fimm dagar og nætur, sem ég hafði lifað undir oki, sem ég gat ekki varpað af mér. Þetta ok hét ást, — skyndileg, ástríðufull ást hafði gripið mig á sömu stundu sem ég sá kuldaiegu, grágrænu augun í ungu stúlkunni, sá hnarreistan kollinn á henni og findegar hreyfingar hennar — allt þetta dró mig að sér með ómót- stæðilegu afli. Oftar en einu sinni hafði ég reynt að hrista þetta af mér, verða frjáls aftur og slíta af mér þessa auðmýkjandi lilekki, sem hundu mig manneskju, sem var alveg sama um mig. Og ekki þar með búið .. . í undirmeðvitund minni hærðist uggur um, að hún mundi alls ekki vera mér hættulaus. En það var ekkert af þessu ömur- lega í huga mér er ég ók bílnum mínum heirn til hennar eitt unaðslegt vorkvöld. Iíún hafði lofað að koma með mér á veitingastað. Ég hlístraði ánægður og lét mig dreyma um fram- tíðina, staðráðinn í að bera upp fyrir henni úrslitaspurninguna í kvöld. En þegar ég var sestur andspænis stúlkunni við horð úti i horni. Þegar ég sá kuldalega augnaráðið og jafn kuldaiega hrosið á vörum hennar, gleymdi ég samstundis að ég væri stöndugur ungur maður í fastri stöðu, sem lofaði góðu um glæsilega fram- tíð. Ég var feiminn og hikandi og steypti mér út í samtaiið eins og sund- maður steypir sér i iskalda laug til þess að Ijúka því af. — Anna-Lísa, sagði ég, — ekki hélt ég að þetta, sem fólk kallar ást, gæti gert mann svona geggjaðan. En ég veit að ég get ekki lifað án þin, og ég vona .. . ég vona . .. En vonin sveik mig þegar mér varð litið i augun á henni. Þar var lesin óþolinmóð undrun — ekki ncitt annað. — Góði Knútur, sagði hún, — ég hefi enga löngun til að bindast nein- um að svo stöddu. Og meðal annarra orða, hvernig er jiað með hana Evu? Ég hefi alltaf haldið að l)ið Eva Lund . .. Ég hló, en lieyrði sjálfur að hlátur- inn var uppgerð og langtum of gjall- andi. — Hún Eva litla og ég ... hvernig getur þú látið ])ér detta ])að í hug? Eva hefir alltaf verið eins og litil systir mín, hún ... — Hún elskar ])ig, greip Anna-Lisa fram í miðja setninguna, — hún elsk- ar þig og það veistu ofurvel sjálfur. Hver einasta sál í bænum veit ekki betur en þú ætlir að giftast henni. Ég fann að ég roðnaði. Jú, ég vissi að þessi litla alvörugefna stúlka var ástfaiigin af mér, og áður en ég kynnt- ist Önnu-Lisu hafði ég verið upp með mér af þvi. Hún var besta vinstúlka Karenar systur minnar, og ég get ekki neitað því að stundum var ég að hug- leiða að kannske gæti Iiún orðið mér góð eiginkona, jafn innilega alúðleg og hún var alltaf við mig. En á þessu augnabliki vildi ég helst gleyma því. — Segðu ekki nei, Anna-Lísa, sagði ég biðjandi. -— Lofaðu mér að minnsta kosti því, að þú skulir hugsa málið. Svipurinn á henni breyttist ekk- ert og nú datt mér allt í einu í hug að bæta við: — Það getur ekki verið skemmti- leg ævi hjá þér að hanga allan dag- inn yfir leiðinlegum höfuðbókum all- an daginn — en það sleppur þú við, ef þú giftist mér. Ég er að bjóða mig fram fyrir pen- inga, hugsaði ég með mér á sömu stundu, og roðnaði aftur. En við næstu orð hennar gleymdi ég blygðuninni, sem hafði gripið mig, því hún sagði: — Já, það er leiðinlegt að þurfa að sitja i skrifstofu, en .. . Hún fékk ekki tækifæri til að tala út, því að ég greip í liöndina á henni og þrýsti hana fast. — Anna-Lísa, hvíslaði ég, — elskan min, lofðu mér að vona ... Hún svaraði ekki heldur stóð hún upp og við dönsuðum saman. Og þeg- ar við fórum úr veitingastaðnum klukkutíma síðar, var stemningin milli okkar orðin öðru vísi. Nú var Anna-Lísa í góðu skapi, hún hló, og þegar ég opnaði bílinn bað hún um að fá að sitja við stýrið. — Hefirðu ökuleyfi, góða mín? spurði ég hissa. — Nei, ekki ennþá, en ég er að læra undir bílpróf. Svona, Knútur, láttu nú eftir mér! Ég hikaði um stund — eh svo lét ég undan. Við sátum hlið við hlið i dimmum bílnum, og framundan okkur var myrkur, og allt í einu fannst mér að við værum tvö ein í allri veröldinni. Ég gleymdi tima og rúmi, ég fann aðeins til nálægðar elsku stúlkunnar minnar, fann ilminn úr hári hennar, iiminn af líkama hennar. Bíllinn brun- aði fram auðan veginn, en ég tók ekkert eftir því. Og svo heyriðst nistandi óp allt i einu rjúfa þögina, og það sem gerðist nú, gerðist svo skjótt, að ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en allt var afstaðið. Það var Anna-Lisa, sem hafði rekið upp ópið, og þótt ég gripi ósjálfrátt um stýrið, tókst mér ekki að stöðva vagninn á svipstundu. Þegar hann hafði numið staðar eftir nokkra metra var allt hljótt kringum okkur. Ég sagði ekki orð en opnaði dyrn- ar og fór út. Og í daufu tunglsljós- inu sá ég eitthvað hrúgald á vegin- um skammt frá mér. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var maður. Ég beygði mig niður að honum, en liann hreyfði sig ekki. Álútur gekk ég að bílnum aftur. Anna-Lísa iinipraði sig i horninu og starði á mig án þess að spyrja nokk- urs. Ég kveikti á litla lampanum og sagði lágt: -— Þetta er umrenningur — hann blýtur að liafa verið drukkinn, brennivínslyktina lagði af honum langar leiðir. Hún reyndi að segja eitthvað, en tókst það ekki við fyrstu tilraun. — Er hann — er hann lifandi? gat hún loksins stamað. Ég liristi höfuðið. Anna-Lísa starði á mig, uppsperrt- um augum og angistin skein úr þeim. Og svo fleygði hún sér í faðm minn. Hún tók báðum höndum um hálsinn á mér og æpti í skelfingaræði: — Ó, Knútur, segðu að þú hafir setið við stýrið, ég skal gera allt sem þú biður mig um, en ég má ekki láta vita að þetta hafi verið ég. Ég reyndi að róa hana, talaði gæti- lega við hana eins og ég væri að tala við barn, en hún þrýsti sér fastar að mér og endurtók í sífellu: — Ég skal gera hvað sem þú vilt, ég skal giftast þér, Knútur, en mér cr um megn að eiga að standa fyrir rétti — og svo allt. sem á eftir kem- ur. Segðu að þú takir á þig sökina, lofaðu mér því! Aidrei áður hafði hún leitað Hjálp- ar hjá mér, aldrei fyrr hafði ég fundið liendur hennar um hálsinn á mér -— allt þetta dásamlega og ósegjanlega, sem ástinni fylgir, blandaðist á þess- ari stundu fyrirlitningu. Hún var heigull og kaldlynd — en ég elskaði hana. — Vertu óhrædd, hvíslaði ég, •— auðvitað tek ég sökina á mig — enda er þetta mér að kenna. Ég iiefði aldrei átt að leyfa ])ér að sitja við stýrið. Ég var sýknaður fyrir rétti — mað- urinn hafði sannanlega verið dauða drukkinn og þess vegna féli sökin á slysinu á hann. En þó ég fengi enga refsingu tóku kunningjar mínir mér eftir þetta með kuldalegri kurteisi, sem var gerólík fyrri framkomu þeirra. Húsbóndi minn fór líka að setja ofan í við mig út af smámunum, og þar kom að liann sagði mér upp starfinu — og vitanlega var slysið or- sök þess. Ég tók þetta nærri mér, taugarnar í mér fóru í baklás og ég veiktist af einl)vers konar taugasjúkdómi, sem um stund bjargaði mér frá kveljandi heilabrotum. En einn fallegan sumardag var ég kominn á fætur aftur og fór tiltölu- lcga vonglaður úr sjúkraluisinu. Anna- Lísa !)afði verið svo fjarri hugrenn- ingum mínum, hún hafði ekki heim- sótt mig í sjúkrahúsið nema aðeins einu sinni, en þetta var fallegur dagur og fuglarnir sungu. Eftir allt það mis- jafna sem ég hafði upplifað fylltist ég allt í einu fögrum vonum um fram- tíðina. Mér mundi takast að fá nýja stöðu, og þá gætum við gifst. Þegar ég kom út úr spítalahliðinu fékk ég ofbirtu i augun af dagsbirt- unni — en sú sem ég hafði vonað að sjá var ekki þarna. ^Anna-Lisa var ekki komin. Þetta voru mér sár von- brigði, og i þungum þönkum gekk ég gegnum skemmtigarðinn. —- Knútur, sagði einliver við hlið- ina á mér, — Knútur, ég vissi að þú áttir að fara af sjúkrahúsinu i dag. Ung stúlka stóð við liliðina á mér. Ég þekkti hana ekki aftur fyrst í stað. Svo brosti ég. — Eva, ert það þú! Þú ert orðin uppkomin stúlka síðan ég sá þig sein- ast. Hún brosti lil mín, og það var svo mikill l)iti í augnaráði hennar, að nú skildist mér til fulls hve einmana ég hefði verið. I svipinn liringsnerist allt fyrir mér, ég fálmaði og grei'p í handlegginn á henni. en svo fann ég að hún tók enn fastar í mig, og þá leið sviminn lijá. —Eva, sagði ég, — ég er svo ein- mana, ég veit ekkert hvað ég á að gera af mér. Ilún leiddi mig að bekk, sem stóð undir trjám ekki langt frá garðshlið- inu og sagði glaðlega og hughreyst- andi: — Heyrðu, Knútur, það var einmitt það, sem ég var hrædd um. Honum veitir ekki af langri afturbatahvíld. Iiugsaði ég með mér, best væri að hann kæmist upp i sveit i nokkrar viknr. Og svo talaði ég við hann frænda minn. Þú veist kannske að ég hefi átt heima lijá honum Gústaf frænda síðan í fyrra. Ég hjálpa hon- um við bústörfin, og þú getur ekki trúað live gaman það er. Ég skildi ekki allt sem hún sagði, ég heyrði aðeins rödd hennar og fann, að þarna var manneskja, sem vildi hjálpa mér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.