Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 30.01.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN WERNER VAN BRAUN. Framhald af bls. 5. V-2 skotið upp. Rauðgulir blossar gusu úr þessu 14 metra langa ferlíki, scm komst í 90 km. hœð með 1500 metra hraða á sekúndu. Síðar var farið að skjóta V-2 á London. En þegar foringjarnir fóru að óska von Braun til hamingju með árangurinn svaraði hann: — Það er galli á þessari rakettu. Hún lendir á skakkri plánetu. Því að draumurinn um aðrar stjðrnur var alltaf vakandi og jafn- vel í mestu önnunum í Pinemiinde gaf hann sér tíma til að gera teikn- ingar að geimfari. Himmler og SS lík- uðu ekki slikir draumórar, og 15. mars 1944 voru von Braun og nokkrir nán- ustu samverkamenn Iians teknir fast- ir. Dornberger átti fullt í fangi með að fá þá leysta úr fangelsinu aftur. — Þessi ungi maður er landráðamað- ur, sagði Keitel hershöfðingi. — Á örlagastundu Þýskalands er hann að teikna geimfór, og hann sagði mér, að ciiia ástæðan til þess að hann ynni i Pinemúnde vœri sú, að þá fengi liann tæk’færi til að vinna að upp- götvun, sem gerði sér fært að komast til annarra stjarna. Þetta eru land- ráð. Samt tókst Dörnberger að fá von Braun lausan. Hann taldi herstjórn- inn trú um að hægt yrði að nota geimfar Brauns í hernaði, og að án Brauns væri úti um V-2. En V-2 bjargaði ekki Þjóðverjum og 2. maí 1945 handtóku Bandarikja- menn von Braun og aðstoðarmenn hans við Landeck i Austurríki, og sendu l>á til Ameríku. Það voru alls 120 vísindamenn, þar á meðal margir bestu rakettufræðingar nútímans. Wernher von Braun kom til Banda- ríkjanna í september 1945. Fyrst í stað fékk hann slæm vinnuskilyrði en úr þvi raknaði brátt. Og hann not- aði tímann vel til þess að vekja áhuga Bandaríkjamanna fyrir geimförunum. Skrifaði fjölda greina í ýms helstu blöð Bandaríkjanna og lét teiknar- inn Cherstey Bonesteal gera myndir með þeim. Hann gekk i félag með Walt Disney um að búa til geimferða- myndir fyrir kvikmyndahús og sjón- varp. Andstæðingar hans héldu því fram að hann væri enginn vísindamaður heldur fyrst og fremst auglýsinga- skrumari, og að liugmyndir lians um gcimförin ætti sér enga stoð í vis- indunum. En þeir hafa smám saman orðið að falla frá þvi. Og þegar Eisenliower forseti tilkynnti að USA mundu freista að koma gervitunglum á kreik í sambandi við jarðeðlisfræði- árið. Wernher von Braun var falið að annast þær framkvæmdir. En hann hafði stuttan undirbúningstima, enda hafa margar tilraunirnar mistekist — svo margar að ekki er láust við að hent hafi verið gaman að þvi. En hver veit nema von Braun sigri samt og að geimförin hans verði einhvern tíma að veruleika. Uin það verður rætt í annarri grein. LOFORÐIÐ. Framhald af bls. 9. þér, þegar dásamlegar stúlkur eru til í veröldinni, eins og til dæmis liún Eva? Og nú sneri ég mér að Iienni og faðmaði hana að mér, þrýsti henni að mér og kyssti liana aftur og aft- ur ... — Knútur, Knútur .. . hvað ertu að gera? hvíslaði Eva. — Ég er að verða að manneskju á ný — og um leið er ég að reyna að láta kaldrifjaða lyddu læra af reynsl- unni, svaraði ég. Við liorfðumst i augu og gleymdum alveg að þarna var þriðja manneskjan nærstödd. Við kysstumst aftur og aft- ur og þegar við loksins mundum livar við vorum, litum við kringum okkur. En við sáum engan. Anna-Lísa hafði forðað sér út án þess að við tækjum eftir þvi. Eva, sagði ég — við erum hérna tvö ein — engin þriðji kemur til greina meðan við lifum, elskan mín. —O— Lárétt skýring: 1. uppörva, 5. broddar, 10. skíma, 11. önug, 13. einkennisst., 14. dreitill, l(i. ljúffengi, 17. fangamark, 19. þrír eins, 21. skammst., 22. karhnannsnafn, 23. karlmannsnafn (ef.), 2(5. kvikindi, 27. efni, 28. blys, 30. kimi, 31. druslu, 32. sníkja, 33. fangamark, 34. tveir eins, 36. ginna, 38. lagvirkur, 41. titill, 43. fljúgast á, 45. kraftar, 47. ögn, 48. á litinn, 49. orsakaði, 50. skaprauna, 53. úrgangur, 54. uppliafsst., 55. í munni, 57. gunga, 60. fangamark, 61. kaðall, 63. hirsla, 65. saup, 66. skipið. Lóðrétt skýring: 1. fangamark, 2. óhljóð, 3. skegg, 4. rifrildi, 6. tóntegund, 7. morð, 8. tónn, 9. samhljöðar, 10. gáska, 12. um- ferðir, 13. milt, 15. trjátegund, 16. skikkju, 18. svik, 20. skrökvaði, 21. ákæra, 23. slægur, 24. fangamark, 25. réttast, 28. mýmargt, 29. skakkt, 35. eldstæði, 36. blunda, 37. óðagotið, 38. óvild, 39. ráf, 40. suða, 42. rödd, 44. upphafsst., 46. hrúður, 51. útlimur, 52. VERÐLAUNATROGIÐ. Framhald af bls. 3. launatrogið, sem hverjum og einum er heimilt að reyna við. Iveppnisregl- urnar fara hér á eftir: 1) Þátttakandi skal ljúka við þann mat, sem er í troginu. 2) Þátttakandi skal hafa tvo klukku- tíma til að ljúka við matinn. mánuður, 55. i spilum, 56. óþverri, 58. þverslá, 59. sambandsheiti, 62. fanga- mark, 64. ólíkir. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. úlfar, 5. ósómi, 10. svoli, 11. blota, 13. AE, 14. sess, 16. gráð, 17. LD, 19. fyl, 21. sló, 22. tröð, 23. horsk, 26. skut, 27. ras, 28. byrstar, 30. ári, 31. troga, 32. spæna, 33. LG, 34. ED, 36. kalíf, 38. aldin, 41. apr., 43. innýfli, 45. jóð, 47. flot, 48. nauta, 49. Páll, 50. laf, 53. LÍÚ, 54. IG, 55. Inga, 57. nýra, 60. KR, 61. gunga, 63. sarga, 65. snilld, 66. bakki. Lóðrétt ráðning: 1. ÚV, 2. los, 3. fley, 4. Ais, 6. sbr., 7. ósómi, 8. moð, 9. IT, 10. seyra, 12. allur, 13. aftra, 15. skora, 16. gests, 18. dótið, 20. löst, 21. skáa, 23. hygginn, 24. RS, 25. kapella, 28. bolli, 29. ræddi, 35. kálfi, 36. krof, 37. fnasa, 38. aftan, 39. Njál, 40. eðlur, 42. plagg, 44. ÝU, 46. ólika, 51. angi, 52. brak, 55. inn, 56. gal, 58. ýsa, 59. ark, 62. US, 64. GI. 3) Þátttakandi má neyta allra þeirra drykkja, sem veitingahúsið hefir á boðstólum, á meðan hann lýkur úr troginu. 4) Ljúki þátttakandi úr troginu, skal hann fá allt frítt, sem liann hefir borðað og drukkið og hljóta verð- laun að auki. 5) Þrautin fer fram á tímabilinu kl. 7—11 hvert kvöld. Halldór Gröndal við verðlaunatrogið. Prófessorinn hafði fengið borð- dömu, sem spurði um allt milli him- ins og jarðar. — Þér vitið svo margt, prófessor, að þér getið sagt mér, hve lengi eng- ill, sem hrapaði ofan úr himnaríki, væri á leiðinni niður á jörðina? —• Það er mér ómögulegt að segja. En hitt veit ég, að ef þér væruð cng- ill og lirösuðuð, munduð þér ekki létt- ast fyrr en eftir níu mánuði. — Hann Anton er svo frumlegur. Hann segir ýmislegt við mig, sem eng- um öðrum manni mundi detta í hug að segja. — Ilefir liann kannske beðið þín? —O— — Frændi, ef maður á einni konu of mikið — er hann þá tvikvænis- maður? — Ekki þarf það að vera, þvi er nú miður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.