Fálkinn


Fálkinn - 30.01.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 30.01.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Dr. von Braun með líkan af 3- skiptri rakettu, er hann vill nota til að byggja rúm- stöð skammt frá jörðinni. Frá þeirri rúmstöð á að vera hægt að fljúga til tungls- voru við þessar tilraunir, voru knúðar með svörtu púðri. Félagið VFR viídi gera umbætur á þessu og láta gera rakettur, sem notuðu fljótandi elds- neyti. Með því móti yrði liægt að fá rneiri orku, og það var nauðsynlegt til þess að raketturnar yrði lang- fleygari. Ungu mennirnir í VFR höfðu æðra takmark en að búa til rakettur fyrir bíla og venjulegar flugvélar. Rakettan getur starfað í lofttómu rúmi, og það var þangað, sem ungu mennirnir ætluðu sér. Opel og aðrir tilraunamenn gáfust upp en VFR hélt áfram. Þeir fengu gamla skotbraut fyrir utan Berlín til að gera tilraunir á, og staðurinn var þegar skírður „Rakettuflugvöllur Berlínar“. Herflugmaðurinn Rudolf Nebel og Ivlaus Riedel verkfræðingur smíðuðu litla rakettu með fljótandi eldsneyti og fóru að gera tilraunir með hana. Og um líkt leyti gerðist Wernher von Braun félagsmaður. Um sama leyti afréð þýska herstjórnin að láta rannsaka möguleikana á þvi að nota rakettur í stað fallbyssunnar, og sneri sér til ungu mannanna í VFR. Starfið þar hafði verið illa skiplagt framan af, og hlaupið úr einu í ann- að. Árið 1930 sá herstjórin fram á, að hún yrði að skipa herfróðan mann til að hafa eftirlit með tilraununum og koma föstu skipulagi á þær. Til þessa var valinn ungur foringi úr stórskotaliðinu, dr. Walter Dorn- berger. Hann hafði lokið háskólanámi og hafði mikinn áliuga á rakettum. Nú hittust þeir von Braun og Dornberger í fyrsta skipti. Dornberger sagði siðar, að erfitt hefði verið að fá von Braun og hina ungu mennina til þess að skeyta um þau verkefni, sem her- stjórnin lagði fyrir þá. — Við liöfð- um engan áhuga fyrir 6. desimalnum i útreikningunum á boglínunni, sem fara þyrfti til að komast til Mars, eða hvernig best væri að sjá mönnum fyrir andrúmslofti þegar þeir yrðu sendir út í geiminn. En hinir ungu samverkamenn mínir höfðu miklu meiri áhuga fyrir þessu, en þeim verkefnum, sem lierstjórninni þóttu mestu máli skipta. En samt vakti von Braun aðdáun Dornbergers frá fyrstu stundu. Hann hafði ótrúlega mikla fræðilega kunn- áttu, og var fljótur að skilja hin flóknustu viðfangsefni, og sýnt um að útskýra þau. Þegar herstjórnin afréð að setja upp raketturannsóknastofur sjálf, stakk Dornberger upp á að von Braun yrði tæknilegur forstjóri hennar. Hann var ráðinn til þessa 1932, að- eins tvitugur að aldri, og byggði nú rannsóknastöð hersins í Kummers- dorf. Árið 1934 hafði þeim tekist að smíða vökvarakettu, sem komst upp i 2200 metra liæð og sama árið tók von Braun doktorspróf með ritgerð um fljótandi eldsneyti í rakettum. Bráðlega varð of þröngt um stofn- unina í Kummersdorf, en það var vnóðir von Brauns, sem kom með til- löguna: — Hvers vegna notið þið ekki Pinemúnde-nesið? Þar er und- anfæri yfir Eystrasalt og þið getið skotið svo langt sem þið viljið. Pinemúunde-rakkettustöðin var full- gerð 1936. Þetta var rannsóknastöð fyrir bæði landherinn og flugherinn. Wernher von Braun varð tæknilegur forstjóri, en Dornberger liershöfðingi varð stöðvarstjóri af hersins liálfu. Um 15.000 manns unnu þarna þegar mest var. Fyrsti árangurinn af starfi stöðv- arinnar birtist 3. okt. 1943, þá var Framhald á bls. 14. HAÐURINN, SEM hval ■opyrighi P. I. B. Box 6 Copenhagen 1) Síðan hvalurinn gleypti Jónas forðum hafa menn ekki trú á að nokkur maður hafi komist lífs af úr hvalsmaga. En i mars 1863 lenti Peleg Nye frá Cape Cod ofan í kok á skutluðum Iival. En sævartröllið hóstaði honum upp úr sér og Peleg fannst skömmu síðar meðvitundarlaus á reki rétt við skipið. Félagar lians gátu innbyrt hann og vakið liann til lífsins og hann lifði mörg ár eftir þetta og var kallaður Jónas frá Cape Cod. 2) En sá eini sanni Jónas síðari tima var James Bartley frá Bristol. Þann 11. febr. 1891 voru tveir bátar sendir út frá hval- veiðiskipinu „Austurstjarnan“ við Falklandseyjar til að skutla 70 feta langt búrhveli. Báturinn sem Bartley var i varð fyrir sporðinum á hvalnum og tókst 20 fct ó loft. Þegar bótverjar fóru að átta sig söknuðu þeir Bartleys, og töldu allir hann drukknaðan. 4) Þegar farið var að skera hvalinn sást eitthvað kvikt i mag- anum á honum. Var nú skorið gat á magann í flýti og þarna fundu veiðimennirnir kunningja sinn. Hann var lagður til á þilfarinu og gusað á hann vatni og rommi hellt ofan i hann. Þá yaknaði hann til lífsins. — Bartley lifði mörg ár eftir þetta i Bristol, og þar vissu allir um liennan atburð, og sagan sönnuð með vitnis- burði skipstjóra og áhafnar „Austurstjörnunnar". En sjálfur vildi hann sem minnst tala um þennan hræðilegasta atburð ævi sinnar. 3) En Bartley hafði lent i maganum á hvalnum, þótt hann vissi ekki sjálfur hvar hann var niðurkominn. Þarna var kol- dimmt, svo hann hélt að hann liefði misst sjónina, slcpja var kringum liann, óþolandi hiti og þó var loftleysið verst. Hann var þarna innan um alls konar smáfisk. Og brátt fór hann að svíða i andlitið, því að meltingarsýrurnar í hvalsmaganum voru farnar að verka á hann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.