Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 myndir hennar selst og leigst fyrir margar milljónir, svo hún taldi sér víst að liafa 2 milljón dollara tekjur. Greta Garbo fékk á sinum tima aðeins 5000 dollara á viku, Mary Pickford fékk 400.000 dollara á ári og var talin launahæsta kvikmyndadísin. Og sjálf Marlene Dietrich fékk ekki „nema“ 320.000 dollara fyrir hverja mynd. En þaS var ekki aSeins í peninga- málunum, sem Milton varaforstjóri sneri á Zanuck. Hann kom líka öSr- um kröfum fram: Marilyn átti sjálf aS ráSa handritunum aS kvikmyndunum og ákveSa leikstjóra og teikendur. Og i tómstundum gat hún leikiS hjá hverjum sem hún vildi. „BUS STOP“. Marilyn tók strax til viS þá fyrstu af hinum fjórum myndum. Taugarnar voru ekki komnar í lag, hún hafSi ekki ennþá náS sér eftir sambúSina viS Joe DiMaggio. Stundum liitti hún Joe. Og núna, eftir aS liann þurfti ckki aS búa meS henni lengur, var liann alveg jafn viSfelldinn og skemmtilegur og liann hafði verið ])egar hún varð ástfangin af honum. Marilyn heimsótti hann heima hjá fjölskyldu hans, og þá skyldi hún að það var satt, scm hann hafði sagt við blaðamennina er hann fór frá Palm Drive: — Heimili mitt er i San Franc- isco. Kvikmyndin „Bus Stop“ var leikin í Phoenix í Arizona. Allir urðu for- viða á hinni nýju Marilyn, — liún var svo stundvis og nákvæm og brenn- andi af áhuga, eins og hún hafði ver- ið þegar luin byrjaði að leika. Hlut \crkið vai talsvert margþætt, ekki aðcins frá listrænu sjónarmiði. Mari- ivn varð að vinna á víxl i ískulda og sjóðandi liita og varð alllaf að vera undir lækniseftirliti. Rétt áður en myndin var fullgerð gafst hún upp. Hún var send i sjúkrahús með háan hita. En henni liatnaSi von bráðar og gat iokið við myndina. Og næst starfaði hún meS Lawrence Olivier, þeim leikara sem lnin liafði jafnan liaft meira álit á en nokkrum öðrum. Þetta var fyrsta sjálfstæða myndin hennar. Og næst réð hún sig til að leika i sjónvarpi til að sýna og sanna hve mikið hún hefði lært hjá Strasberg. Ilún hefir leikið í griska ieiknum „Lysistrata" og allt í einu tók hún þaS i sig að vilja koma „Karamazov- hræðrunum“ á kvikmynd. Blaðamenn- irnir könnuðust fæstir við þetta lista- verk Dostojevskis, en eftir að það vitnaðist að Marilyn ætlaði aS gera kvikmynd úr þvi seldist bókin upp hjá bóksölum og varð að prenta hana á ný. í áttatiu ár hafði eklci verið jafn mikil eftirspurn eftir þessari sögu, eða sögum Dostojevskis yfirleitt. En Marilyn hefir vitanlega lesið bókina ítarlega. Þegar lnin var spurð hvort hún ætlaði að leika „Kara- mazocbræðurna“ svaraði luin: — Nei, ég leik ekki bræSurna, ég er nefni- lega kvenmaður. Ég leik Gruskenku. En blaðamaðurinn gafst ekki upp og kom með nýja spurningu: — Hvernig stafið þér það orð? — Ég stafa þaS alls ekki. Eg leik það bara. Þann 29. júní 1957 giftust þau svo, Marilyn og Arthur Miller. Og ekki befir annað heyrst en að hjónabandið sé mesta fyrirmynd. ENDIR. Tildrög „ — Séra Jón í Hítarnesi, sonur séra Jóns, sonar Brands prentara, sonar Jóns prentara, sonar séra Jóns á BreiðábólstaS svenska Matthíassonar, hafði skrifað supplicatiubréf á þýsku til hennar Majestæt drottningarinnar í Danmörku, um Hítardal, iagði í bik- aðan tréstokk, og svo um búið, að stokkurinn fannst i flæðarmáli i Skógarnesi, og svo sem vogrek færð ur sýslumanni á Hrossholtsþing. Hann afhenti á alþingi (1091) amt- manni, landfógeta og lögmönnum, hverjir þetta bréf mcð þremur inn- siglum og öðrum undarlegum umhún- aði, opnuðu í lögréttu. Mátti prestur í fyrstu komast af með hægu móti fyrir þessa aðferð, en vildi einasta hafa sin ráð, en sinnti ekki annarra heilráðum. Lét þvi amtmaður sýslu- manninn Magnús Hróhjartsson stefna honum til prestastefnu á Miðgörðum í Staðarsveil. Hafði sýslumanni af kríumála“ misgáningi einasta misskrifast undir stefnucopiuna amtmannsins nafn Chrijan fyrir Christian. Á fyrri Mið- garðaprestastefnu las prestur upp spottlegt bréf, helst upp á sýslumann- inn og hans stefnuvotta, svo sem þeir vitnuðu, að sá meinlausi, litli fugl Krían hefði stefnt sér, með öðrum kýmilegum bendingum og ótilheyri- lega iieimfærðum guðs dásemdarverk um, hvað amtmaðurinn meinti sér mjög sneiðilegt, hvar um prestastefna var aftur haldin á MiðgörSum um haustið, önnur á Krossholti, þriðja um vorið eftir á Miðgörðum. Mótsagði séra Jón, að þetta hréf liefði upplesið á fyrstu Garðaprestastefnu, með öðr- um flækjum, sem ætíð meir forvillu og spilltu málinu, þar til svarinn var ]>essi upplestur móti honum, með fleirum fjölmælum. Ut af þessu óróa- vastri og freklegri eftirmælum inn- vikluðust þessu flækjumáli mesti part- ur presta í SunnlendingafjórSungi, Mýra-, Hnappadals- og Snæfellssýsl- um, og stóð Synodus generalis á al- þingi um þessi mál undir þrjár vikur, hvar séra Jón var dæmdur frá kalli og embætti; lifði i niðurlægingar- standi nokkur ár, þar til fékk restitutionem (uppreisn), og síðan aftur Hítarnes Ao 1700. (Fitja-annáll 1693). JARÐSKJÁLFTI f ÖLFUSI 1706. Á þessum vetri voru oft jarðskjálft- ar, sem var nóttina fyrir 20. Januarii, í Martio einn, 1. Aprilis, sem var skír- dag einn. En sá stóri hræðilegi skeði þann 20. Aprilis, sem var þriðjudaginn siðastan i vetri um morguninn í birt- ingu. í þeim jarðskjálfta lirundu niður i Ölfusi 24 lögbýii og að auki hjáleigur margar. En þessir bæir niðurhrundu gersanilega: Staðurinn Arnarbæli all- ur (nema kirkjan. hver þó mjög lask- aðist), einninn Ossabær, Kröggólfs- staðir, Þurá önnur og Ivotferja í Flóa. í KaldaSarnesi varð og stór skaði, dóu kýr i fjósi. Þar féll svo til, að tveir kvenmenn vöktu yfir kálfsjúkri kú; sátu þær i básunum undir kverk- inni á tveimur kúm, hverjar kýr báðar drápust, en kvennsniptirnar báðar komust heilar af. í þessum jarð- skjálfta dóu kýr víða og löskuðust, matur og drykkur skemmdist og ó- nýttist; mölbrotnuðu tré i húsum, og það undrunarlegast þykja má, að undirstöður veggja urðu eftir; varð þetta liúsahrun sumstaðar meira, sumstaðar minna, þvi sum hús voru sumstaðar heil, sem langtum veikari voru en húsin, sem niður hröpuðu. En undir þessum húsum meiddist ekki né dó nema ein kona. Þegar sá síðasti jarðskjálfti skeði, sem gerði skaða í Grímsnesi og Ölfusi, var datum 1671; hröpuðu þá hús sumstaðar. Lengi fram eftir vorinu vöruðu við fyrir austan þessar hræringar. Þvi minna varð af jarðskjálftunum sem vestar var. Á Öndverðanesi undir Snæfells- jökli fannst aðeins til hans, eður lit- ið framar. Skemmtigarða-kjass bannað! Borgarstjórnin í París hefir sett nýjar reglur um hina frægu skemmti- garða Bois de Boulogne og Bois Vincennes, sem öldum saman hafa verið athvarf ungra elskenda, sem ekki máttu kyssast heima hjá sér. BannaS er að láta bíla standa í görð- unum, „kanón-myndatökur“ eru bann- aðar, og sömuleiðis mega götusöngv- arar ekki syngja þar. Héðan i frá má fólk ekki ganga um garðana nema í dagsbirtu, en þegar skyggir er görð- unum lokað, svo nú geta ungir elsk- endur ekki komist þangað inn til að „telja stjörnurnar“. Parísarbúar eru stórhneykslaðir á þessum fyrirmælum og segja að þau séu „ó-Parisarlegasta ráðstöfunin, sem gerð hafi verið í sögu borgarinnar.“ Fólki sárnar einn- ið, að bannaS liefir verið að gefa önd- unum og álftunum i görðunum mat. Júlíana Hollandsdrottning liefir verið til sýnis — í vaxi — hjá Mad- ame Tussauds við Baker Strcet i Lon- don. Myndin sýnir drotninguna eins og liún var fyrir tuttugu árum, en þá var hún feit og hlussuleg. Nú hefir liún lagt svo mikið af, að Tussaud- safnið neyddist til að láta gera nýja vaxmynd af drottningunni, miklu rennilegri en þá fyrri. ÞEGAR DE GAULLE VAIt KOSINN. — Við forsetakosningarnar í Frakk- landi fyrir jólin fékk de Gaulle yfir 3/4 allra kjörmanna kosna, en þeir voru alls 81 þúsund. Og í byrjun janúar flutti de Gulle í forsetahöllina og „fimmta lýðveldið" hefir hafið göngu sína í Frakklandi. — Hér sjást kjör- mennirnir í ráðhúsinu í París.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.