Fálkinn


Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 13.02.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 elly ennþá að nudda Hennessy. ÚriS hans lá á gólfinu og hann leit á það við og við, og lireyfði handleggina á gamla manninum í sífellu, til að láta hann anda. Matt sat róiegur skammt frá og reykti vindiinga. Hvað eftir annað hafði hann neitað Bill að hvíla hann við öndunarhreyfingarnar. — Hvenær ætiar þú að liætta þess- um barnaskap? spurði hann liáðslega. -— Þú sérð sjálfur að gamli lurkurinn er dauður, og það er hlægilegt að vera að eyða kröftunum í hann. — Einn — tveir — þrir — fjórir — taldi Bill. — Fjórtán slög á mínútu. — Ég tek líkiega við formennskunni eftir Hennessy, sagði Matt. — Og þá getur þú farið að líta kringum ])ig eftir vinnu, Bill . .. því að ég vil ekki hafa þig hérna. Þú ergir mig. Láttu nú Hennessy vera i friði þangað til læknirinn kemur til að skrifa dánar- \ottorðið. Hvað heldurðu að þú liafir 'upp úr þessari þrákelkni? Allt í einu hrópaði Bill: — Hann er farinn að andal Ég finn það! — Eftir meira en þrjá tíma. Þú færð mig ekki til að trúa því! Smátt og smátt fór að koma litur á andlitið á gamla manninum. Bill gat fundið slagæðina, þótt hún væri veik, og eftir nokkra stund fór Hennessy að anda sjálfkrafa. Bill riðaði af þreytu þegar hann stóð upp. — Hafðu gát á honum á meðan, sagði liann við Matt. — En láttu hann ekki reyna að standa upp. Ég veit af viskílögg. Hann hefir gott af því. Þegar Bill kom aftur eftir fimm mínútur, var gamli maðurinn sestur upp og kvartaði undan kvölum í liægri hendinni. — Æ, það er svo drepandi sárt, kveinaði hann og tók við pelanum af Bilt. — Það var gott að þú komst. Matt segir að þú hafir ekki nennl að lijálpa sér til að bjarga mér. Svipur- inn á þér er eins og þú liefðir ættað þér að verða eftirmaður minn! Hann horfði lengi á Bill. — Jæja, ungi mað- ur — hvað geturðu sagt þér til af- sökunar? Bill leit á Matt. Fyrst skildi hann ekki i neinu, en svo fór að siga i hann. — Hvað ætli hann geti sagt, sagði Matt, — en hann hefði gott af að fá vel úti látinn löðrung. Matt hring- snerist og sló Bill hnefahögg á hök- una. En Bitl gat borið af sér höggið og hóf gagnsókn. Og Matt hneig niður á gólfið. — Mér þykir fyrir þessu, Hennessy, en ég liefi samt þráð að fá þetta tæki- færi, sagði hann. — Ég skil að það þýðir að ... ég verði rekinn. — Hægan, hægan ungi maður, sagði Hennessy gamli og saup aftur á pel- anum. — Kannt þú nokkuð til lækn- inga? Veistu að raflosl lamar stund- um lireyfitaugarnar án þess að mað- tir verði meðvitundarlaus. Bill leit spyrjandi á hann. — Þú átt við að ... ? — Ég á við það, að ég hefi haft fulla meðvitund síðustu tvo tímana, nieðan þú varst að bardúsa við mig. Þú virðist vera duglegur að veita hjálp í viðlögum — hvort það er há- spennulost eða annað. Bill brosti og snerti Matt með tánni. — Hann sefur ennþá — livað eigum við að gcra við hann? — Láttu hann eiga sig þangað til ltann raknar við, sagði gamli maður- inn fyrirlitlega. — Hann er engrar hjálpar verður. Leikfangn- kóngurinn i Hew Y«rk Jólasveinn vorra daga heitir Louis Marx. Ilann er lítill, feitur og falleg- ur karl, hausinn eins og fílabeinskúla, augun brún og fjörleg. Énginn skyldi tá honum þó að hann sé vel til fara, þvi að hann er margfaldur milljóna- mæringur. Hann er með alla vasa troðfulla af leikföngum, sem hann útbýtir til liægri og vinstri, livar sem hann mætir krökkum. Hann hefir nefnilega 8.000 manns í vinnu, sem smiða leikföng fyrir hann. Hann selur tíunda tituta af öllum leik- föngum, sem seld eru í Bandaríkjun- um. Ennfremur á hann teikfangagerð- ir í Kanada, Englandi, Frakklandi, Suður-Afríku, Japan og Ástraliu. Hann hefir hagað starfsemi sinni eftir fyrir- mynd Fords. Á hverju ári kemur hann með einhverjar nýjar gerðir, sem fólk verður ginkeypt fyrir, og hann fram- leiðir svo mikið af tiverri gerð, að hann getur selt ódýrt og undirl)oðið alla kcppinauta. Sjálfur segir hann, að ný leikföng sjáist aldrei. Allt bygg- ist á því gamla. „Sputnik“, sem var niest eftirspurði leikfangið um síðustu jót, cr ekki annað en ný tilbreyting af öðru gömlu lcikfangi. Louis Marx er 01 árs. Hann er fædd- ur í fátækrahverfi í New York. For- eldrar hans ráku litla fataverslun; þau höfðu fíutt vestur frá Berlín. Á lieimitinu var eingöngu töluð þýska, og Louis lærði ekki ensku fyrr en hann kom í skólann. Fimmtán ára gamall varð hann sendill lijá leik- fangagerð. Fjórum árum síðar var hann orðinn forstöðumaður söludeild- arinnar og honum tókst að tífalda söluna á tveimur ármn. Svo fór hann í lierþjónustu og þegar henni lauk slofnaði hann sína eigin leikfanga- gerð, ásamt bróðiír sínum. Hann var heppinn. Fram að fyrri heimsstjýrjöldinni höfðu Ameríku- nu-nn keypt bróðúrpartinn af öllum leikföngum i Þýskalandi — sérstak- lega frá Niirnberg og Sonnenberg. Þessi innflutningur stöðvaðist alveg þegar striðið skall á, og nú fóru Ame- ríkumenn að framleiða leikföng sjálf- ir. Þeir stældu þýsku leikföngin sem best ]>eir gátu. Brátt varð leikfanga- gerð Louis Marx sú stærsta af öllum þeim nýju í Bandarikjunum. Enda var hann hugkvæmari á nýjungar en flestir aðrir. Louis Marx er einkennilegur mað- ur, barnaiegur og bráðslyngur i senn. Og hann er afar yfirlætislaus og er illa við að tala um auðævi sín og frama. Hann er mjög góðgerðasamur og örlátur við fátæka, en hefir mikla ánægju af að umgangast fyrirfólk. Hann á átta hörn, og yfirhershöfð- ingjar eru skirnarvottar að þeim öll- um. Hann hefir sérstaklega lagt kapp á að eignast liersiiöfðingja að vinum. Það er ekki alltaf auðvelt að sjá hvort það er augiýsing eða lijarta- Framhaid á bls. 14. GOÐ ÆSKUNMAR 1. Tvö kvikmyndahlutverk hafa verið keppikefli frægra leik- kvenna á siðustu árum: Scarlett 0’ Hara í „Gone by tlie Wind“ og Neilie ■ Forbusli í „Soutii Pacific". Mitzie Gayiior sá fram á að það nmndi auka likur lienn- ar til að ná í síðarnefnda hlut- verkið, ef hún léti neita sér um ýms önnur hlutverk áður, og þess vegna sótti hún um að fá að leika brúði Marlons Brando i myndinni „Sayonara", vel vit- andi að Brando hafði heimtað, að japanska leikkonan Miiko Taka léki hlutverkið. Hún átti um þessár mundir að „ganga undir próf“ hjá hinum kunna leikkennara Oscar Hamm- erstein, sem hefir greitt götu svo margra ungra listamanna til frægðar. Daginn sem þetta átti að ske var hún þrælkvefuð, en samt söng hún fyrir hann vísuna „Cockeyed Optimist" af svo miklu fjöri að hún sparkaði af sér skón- um á meðan og söng svo „T ’m in Love With A Wonderful Guy“. En Hammerstein lét sér fátt um finnast, þakkaði fyrir en ekki meira. Hún var að leika i „The Joker Is Wild“ um þær mundir, og vissi að hún átti að ieika stórt hlut- verk i annarri mynd „Les Girls“ á eftir. Og meðan á því stóð var henni tilkýnnt, að hún ætti að fá að leika Nellic Forbush! Það hafði aldrei komið fyrir í Hoilywood að nofekur leikkona fengi þrjú jáfnstór hiutverk á liún var svo ung þegar liún kynntist Jack Bean. Hann hélt verndarhendi yfir henni og var henni stoð og stytta þegar erfið- leikarnir byrjuðu. Fox tilkynnti henni, að hún mundi verða rek- in frá félaginu eftir myndina „There’s No Business Like Show Híitzk Qaynor — fdlltg og Jrch % & ■$ svo skömmum tíma. O'g Mitzy varð glöð — sérstaklega vegna þess að hún dansar í öllum mynd- unum. Hún elskar að dansa og byrjaði að læra það fjögurra ára. Mitzie Gaynor liét réttu nafni Mitzie Gerber, og er fædd 4. sept. 1932 í Chicago. Faðir hennar var ungverskur hljóðfæraleikari og móðirin austurrisk ballettdans- mær. Mitzie lærði dans hjá frænku sinni þangað til hún var orðin átta ára, en þá fékk hún kennslu hjá tveimur frönskum dansmeisturum, í klassiskum ballett. Hún kom opinberlega fram þegar hún var 10 ára og árið eftir fór hún til Hollywood. Fyrsta hlutverk -hennar þar var í „Roberta" og vakti hún athygli fyrir kunnáttu og hve örugg hún var í hlutverkinu. Næst fékk hún aðalhlutverkið i liinni mjög um- deildu söngvamynd „Song of Norway“, og síðan liefir hún leikið i fjölda kvikmynda. Mitzie er há og grönn, með hlæjandi augu, silkihörund og jarpt hár. Og skaprik þykir hún vera, þó að hún hafi komist hjá því fram að þessu að vekja um- tal slúðurkerlinganna i Holly- wood. Þetta á hún því að þakka að Business". — Þetta er ágætt, sagði Jack. — Þá fáum við tæki- færi til að gera þig að mann- eskju. Við notum siðustu mynd- ina þína sem stökkbretti. En fyrst og fremst skulum við giftast. Þú getur hætt að leika ef þú vilt. En ef þú vilt halda því áfram, er timi til að við förum að leggja hart að okkur. Mitzie lilær upphátt þegar hún talar um þetta. — Eg var afar móðguð og sagði við Jack: — Engin manneskja leggur jafn hart að sér og ég! En þetta varð nú samt rakettan, sem bar Mitzie upp á hátindinn. Hún megraði sig og lék betur en nokkurn tima áður í myndinni „There’s No Business ...“ Og Fox fór að hæta atriðum inn í myndina, handa stúlkunni, sem hann hafði liótað að reka. Svo kom „South Pacific" og síðan fóru Mitzie og Jack í hnatt- ferð og voru rétta 80 daga. Þau komu heim i apríl í vor. En skömmu síðar komst mink- urinn i hænsnahúsið. Pat Boone. Mitzie og hann fóru að draga síg saman, og enginn veit hvermg það endar. En það er svo sem ekkert tiltökumái í Hollywood. Næst: Millie Frank. % % V

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.