Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1959, Side 8

Fálkinn - 13.03.1959, Side 8
8 FÁLKINN ÞaS var ekki oft sem livítur maSur stóS fýrir rétti, sakaSur um morS, á þcssum hletti hnattarins, þar sem ör- íáir hvitir menn höfSu rutt sér braut inn í frumskóginn, plantaS ekrur og grætt fé. Og nú hafði fólk komiS iang- ar leiSir. Þvi að hér voru nágrannar, jafnvel þó aS þrjátíu til fimmtiu kíló- metrar væri milli bæja, og allir livít- ir menn i íylkinu höfðu einhvern tima liitt ákærða, Gil Murray, og faliiS vel við hann. Þeim fannst hrein og bein fjarstæða, að iiann gæti fengið af sér að drepa mann. Hann hafði komið í kaupstaðinn við luifið einn góðan veðurdag án þess að þekkja nokkurn mann. Samkvæmt bréfi er hann hafði meðferðis frá föð- ur sínum átti hann að gerast meðeig- andi í plantekru Mclntyra ... Það var sagt að hann hefSi orSið aS víkja á burt frá Oxford fyrir þátttöku i nokkuð „gráu gamni“, sem stúdent- arnir höfðu gengist fyrir, og háskóla- ráSið hefði látið þetta bitna á honum og nokkrum fleiri. Hann harmaði það aldrei, og varð ekki betur séð cn hann kynni vel við sig i hitabeltinu. Hann var eins og víkingur, með ljóst hár, sem liann hristi burt þegar það lafði niSur í augun. Og augun hans virtust aðeins sjá björtu hlið- arnar á lífinu. Það hafði verið skemmtilegra þarna á plantekrunum síðan hann kom. Sarroway liafði þótt vænt um, að Madena, unga konan lians, fékk félaga sem var á hennar reki. Enginn lét sér til hugar koma að Sarroway væri afbrýðisamur eða að Madena væri honum ótrú. En allir voru sammála um, að konur eins og hana ættu menn að varast að liafa með sér í hitabeltið. Hún var eins og brothætt gyðja, með mjúka hárið, stóru augun og grannan líkamann. En það var ekki láandi þó Sarroway, sem var oröinn hálffimmtugur piparsveinn, giftist henni. Hann var viðkvæmur gagnvart öllu þvi sem veikt var fyrir, hann vildi hjálpa og vernda. Hve oft hafði liann og Madena ekki boðið Murray og Labbish lieim i skál- ann til sín og hlustað á sögur Labbish um nöðrur og aðrar hættuskepnur, sem hann hafði veitt, og um frásagnir hans af sálnareiki, sem Murray liafði lilegið og gantast að. Og nú hafði Labbish verið myrtur — og Murray sakaður um morðið. Sarroway var eins og gefur að skiija mjög hryggur yfir þvi að vinur hans skyldi vera sakaður um morðið. AUir vorkenndu honum þegar hann var kallaður fram til að bera vitni í mál- inu. Hann gerði sitt besta til að bjarga piltinum. En ýmsir tóku eftir því, að hann leit aldrei á konuna sína meS- an á þessu stóS. Gil Murray lcit til hennar öðru hverju, eins og hann væri að biðja fyrirgefningar á þvi að hann ætti sökina á þvi að lnin kæmi á þennan stað. — Hve lengi hafið þér þekkt ákærða? spurði dómarinn. ■— Sjö mánuði, svaraði Sarroway, — og það hefir varla liðið svo dagur, að hann hafi ekki gefið sér tíma til að líta inn til mín. Við höfðum gaman af að ha/in kom lil okkar — hann minnti okkur alltaf á England. — Og Labbish? — Hann þekkti ég i þrjú ár, áður en Murray kom. Hann við viðfelld- inn maður, en þoldi illa ef honum var andmælt. — Ilaldið þér að liann hefði getað reitt mann eins og Murray til reiði? — Ja, Labbish var nú kominn af æskuskeiði, en Murray bara ungling- ur. Labbish hafði mjög einkennilegar skoðanir á lífi og dauða, og það kann að vera að stundum hafi hann um- gcngist Murray eins og hann hugsaði sem svo: — Hvað ætli grænjaxl eins og þú liafir vit á alvörumálum? — YSur og konunni yðar féll vel við Labbish? — Já, nema þegar liann fór að tala um nöðrurnar sínar, svaraði Sarrow- ay. — Þá gerði hann mér gramt i geði. Venjulega lét ég Murray verða fyrir svörunum þá. Ég hefi ekkert gaman af að tala um nöðrur. Eg veit ekki hvers vegna. — Ilvaða undarlegu skoðanir á lifi cg dauða voruð þér að tala um? Sarroway vissi ekki hvernig hann átti að koma orðum að svarinu. Hann fiktaði við hnappana á jakkanum sín- um og hristi höfuðið. — Endurholdgun og þess háttar, sagði hann loksins. — Þegar hann talaði um æskuna og skólaárin hafði ég gaman af að hlusta á hann tímun- um saman, cn þegar liann fór að tala um annað, fannst mér eins og ekki væri þorandi að stíga nokkurt skref án þess að hafa byssu með mér. Eg gerði mér ekki grein fyrir að hann hræddi konuna mína meS sögunum um, að eftir dauðann mundi hann koma aftur sem naðra — kobra eða pythonslanga. Hann kvartaði aldrei, og ég hugsaði ckki út í þetta. Hann gat orðið talsvert hrottalegur þegar hann hafði fengið dálítið í staupinu. — Var hann lengi lijá ykkur þegar hann kom? — Nei, liann kom á kvöldin en að morgni fór hann oftast út i skóg til að leita að nöðrum. Hann dvaldi hérna til þess að kynna sér líf skrið- dýra og ætlaði að skrifa vísindarit um þetta, eins og þér vitið. — Hafið þér nokkurn tima heyrt ákærða liafa í liótunum við Labbish? Sarroway yppti breiðum öxlunum og gaut hornauga til ?iturrays. — Ekki beinlínis. Hann gat auðvitað reiðst stundum, en hann var aldrei lang- rækinn. Það var aðeins einu sinni .. . Hann hikaði og dómarinn herti á honum að halda áfram. — Einu sinni, sagði hann með semingi, — lagði Labbish kobraslöngu á svalirnar. Það kann að vera að hann liafi tekið úr henni eiturtenn- urnar fyrst, en það veit ég ekkert um. Svo mikið er víst að konan mín varð afar hrædd. Allir renndu hluttekningaraugum til Madenu, en enginn vöðvi bærðist i andliti hennar. Hún var svo óhreyf- anleg að hún hefði getað sýnst vera goðmynd i musteri. — Það var aðdáunarlireimur í rödd Sarroways er hann hélt áfram. — Hann gerði það sem ég hefði ekki I þorað að gera þótt mér liefðu verið boðin milljón pund. Hann beygði sig, tók í skottið á nöðrunni, veifaði henni eins og keyri og liryggbraut hana. Eg hefi einhvern tíma lieyrt ávæning af að þeir innfæddu dræpi nöðrur svona, en ég hefi aldrei séð það gert fyrr. Maður verður að vera ótrúlega snar í snúningunum ef það á að takast. Dómarinn leit til Murrays og það var bæði aðdáun og vorkunnsemi í augnaráðinu. — Og hvað sagði ákærði við Labbish? — Það sama sem ég hefði átt að segja, ef ég liefði ekki verið of rag- ur og látið mér fallast hendur. Ég held að ég hafi verið liræddari en konan mín. Gil Murray lamdi dauðu nöðrunni í andlitið á Labbish og sagðist mundu hýða hann ef liann gerði þetta oftar. Dómaranum virtist falla þetta vel. — Sættust þeir svo á eftir? — Já, ekki veit ég annað. — Var Labbish liefnigjarn? Er hugsanlegt að hatur geti hafa falist undir vinsamlegu látbragði, og að hann hafi beðið eftir tækifæri til að hefna sín? Allir skildu þetta svo að dómarinn væri að opna srnugu fyrir Murray. Ef liann hefði drepið Labbish vcgna þess að hann átti hendur sínar að verja ... — Það held ég ckki, svaraði Sarr- oway hægt. — En ég vildi óska að ég hefði ekki hvatt Labbish til að heim- sækja okkur svona oft. Nú var honum sýnd einkennilega löguð skammbyssa. — Þekkið þér þessa skammbyssu? Það kom eymdarsvipur á Sarroway er hann sá vopnið, en hann varð að viðurkenna að hann hefði oft séð liana í fórum Gils Murray. Skamm- byssan bafði fundist nokkra metra frá liki Labbisli í skóginum, og Labbish hafði verið drepinn með kúlu úr þessari byssu. Það var sjáanlegt að Sarroway var að bugast, því að allt sem liann sagði styrkti líkurnar gegn vini hans. Rödd dómarans varð vingjarnlegri. — Þess- ir tveir menn höfðu hitst á lieimili yðar kvöldið áður en morðið var framið? — Já, og það varð ekki annað séð en að þeir væru bestu vinir. — Voru þeir allsgáðir? — ÞaS kann að vera að Murray hafi drukkið meira en honum var hollt, en hann var óvenjulega skemmti- legur þetta kvöld. — Og þeir fóru frá yður samtímis, báðir ríðandi? Sarroway kinkaði kolli. Illjótt var í réttarsalnum. Loks rétti Sarroway úr sér og sagðist vera fús til, ef hægt væri, að senda soldáninum beiðni um að málið yrði tekið upp að nýju i Englandi. Hann vildi gjarnan verja aleigu sinni til þess. Þá bærði Murray á sér i fyrsta skipti. — Nei, sagði hann, — það vil ég ekki. Madena var ekki beðin um aS bera vitni — liún gat ekki haft neitt að leggja til málanna, og þaS var ljóst, að þessi atburður hafði fengið mikið á hana. Hún hafði komið hingað ung, nýkomin úr skóla, og ekki haft nema þrjá hvíta menn að umgangast, auk mannsins síns. Og nú var einn þeirra dáinn og annar sakaður um morð. Loks úrskurðaði kviðdómurinn að Gil Murray væri sekur um manndráp og refsingin varð þriggja ára fangelsi. Það var lægsta refsing, sem liægt var að dæma í. Murray hafði kynokað sér við að svara öllum spurningum, það var hvorki hægt að fá neitun né játn- ingu, — hann steinþagði. Hann var beinn í baki er liann hlýddi á dóminn, en yfir höfuðin á áheyrendunum renndi liann augunum lil Madenu og brosti. Það hefði verið hægt að pexa um þennan dóm eftir á, það liefði verið liægt að segja, að ekkert liefði sann- ast á Gil, en enginn gerði það. Sagan um nöðruna á svölunum liafði vakið andúð á Labbish, þótt hann væri dauður. Enski læknirinn, Swanson, sem hafði komið vegna málaferlanna, varð þarna í viku. Sarroway kvartaði undan kvölum í höfðinu, og það var ekki um að villast, að Madena hafði líka þörf fyrir læknishjálp. Hún var föl og þögul, og þá sjaldan luin leit framan í þann, sem liún var að tala við, skein þjáningin úr andlitinu. — Madena hefir tekið sér þetta ákaflega nærri, sagði Sarroway. — Ilún er svo viðkvæm. Ég vildi óska að ég gæti sell minn hlut í plantekr- unni og farið lieim. En það er ekki liægt ennþá. Læknirinn sagði ekki neitt. Hann var gestur Sarroways og féll vel við hann. Auðsjáanlega tóku bæði lijónin sér þetta ákaflega nærri. En það var engin skýring á höfuðverk Sarro- ways né örvæntingu Madenu. Allt í einu lirökk Sarroway við. — Hvað er þetta? spurði læknir- inn. Sarroway hló. — Ég er liklega far- inn að fá ofskynjar. Merkilegt! Með- an cinhver lifir hirðir maður ekkert um allar fjarstæðurnar sem liann seg- ir, en þegar liann er dauður skýtur jiessu upp í hugá manns og maður tekur það alvarlega. Ég hefði getað svarið að Labbish horfði á mig frá angsenatrénu þarna. Yitanlega er það fjarstæða! Hann yppti öxlunum og saup á viskíglasinu. — Þetta hefir far- ið i taugarnir á mér. Maður er lika farinn að eldast. Ég hefi i rauninni aldrei fengið að vera ungur — ég H3RMS3C3__________ ÚR HITABELTINU

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.