Fálkinn


Fálkinn - 13.03.1959, Side 11

Fálkinn - 13.03.1959, Side 11
FÁLKINN 11 ★ Tískumgnrfir ★ ÞÖKK FYRIR, ÍTALÍA. — Luca í Florens hefir gert þennan kjól úr silkijersey, með fallegum fellingum. Leggst hann um herðarnar og niður um mittið. Mittið er hútt og slaufa að framan. LITLA SAGAN. f (fokunni Brandur Breiðfjörð var ekki fœdd- ur í hepþilegu stjörnumerki. Honum liætti við 'hrakföllum svo að segja á öllum svæSum tilverunnar. Ef nokk- ur hálkuvottur var á gangstétt, var óhætt að liengja sig upp á að fregnin um að Breiðfjörð hefði fótbrotnað, stæði í Vísi. Þess vegna vakti það ekki smáveg- is furðu, er j)að vitnaðist, að Brandur Breiðfjörð hefði unnið aðalvinning- inn í haþpdrætti og væri orðinn eig- andi að ijómandi fallegum mótorbát. Breiðfjörð — sem hafði lært ])að í skóla lífsins, að maður eigi aldrei að gleðjast of snemma — tók atburði þessum með mikilli stillingú. Hann játaði að liafa unnið aðalvinninginn, og hann viðurkenndi sömuleiðis, að það væri ofboð þægileg tilfinning, að vita sig orðinn báteiganda, en svo lét hann þar við sitja. Hann jróttist viss um, að eitthvað mundi bjáta á, sem gerspillti ánægjunni af þessum vinn- ingi fyrir sér. Og sú varð líka raunin á! Einstaklega fallegan sunnudag í júni afréð Breiðfjörð, að reyna far- kostinn úti á vikinni. Hann liafði lengi gluggað í allskonar fræðibók' menntir um þetta samgöngutæki, og mátti heita sérfræðingur i hátadrælti, ljóskerum og þess háttar, og margt bafði hann lært um tvígengis-, glóð- arhausa- og fjórgengishreyfla. Var hann orðinn svo vel undirbúinn, sem frekast gat, er hann hélt i siglinguna þennan umrædda sunnudagsmorg- unn. Brandur Breiðfjörð var ekki i)cin- linis sú manntegund, sem manni dett ur straks i hug, í sambandi við sjávar- seltu og strekkings landsynning. Hann var langur, mjór og hengilmænuiegur, og af því að hann var rneð hornspang- argleraugu var hanrt ekki ósvipaður presti í sveit. Sem sagt, veðrið var hið ákjósan- legasta, og nýja báteigandanum gekk vei að koma hreýflinum i gang. Hann losnaði slysalaust frá landi og stefndi út í víkurmynnið. Hreyfillinn niurraði góðlátlega undir hlífinni, sólin bakaði og Breiðfjörð fór að verða bjartsýnn á að ailt nnindi fara vel. En varia var liann fyrr kominn á ])essa skoðun, en hrygla og hósti fór að lieyrast í hreyflinum. Breiðfjörð ryfjaði í snatri upp fyrir sér allt, sem hann kunni um hreyfla seni hósta, og afréð að rannsaka málið nánar. Hann batt stýrið, þrýsti gleraugunum niður á nefið, og opnaði iilífina yfir hreyfl- inum. Hreýfiliinn hélt áfram að hósta, og Breiðfjörð ])ukklaði varlega á ein- hverjum skrúfuhöldum til að kæfa hóstann. Það bar slæman ávöxt. — Hreyfillinn spýtti og Brciðfjörð stóð i reyk og damp, eins og Kong Christ- ian ved höj en mast! En Breiðfjörð vár ekki tré, sem fellur við fyrsta högg. Hann beitti allri sinni visku, og eftir hálftíma var lireyfillinn farinn að murra, eins og hre.yflar eiga að murra. Breiðfjörð rétti úr sér. En nú var þokubakki kominn á loft í allar átt- ir, grágul þoka, svo að livcrgi sá til lands. — Vissi ég ekki, tautaði Breiðfjörð og greip stýrið og góndi út í þokuna, tii að reyna að finna rifu í henni. Það tókst ekki. Nærri má geta hve mikil andleg áreynsla það var fyrir hinn óreynda stýrimann að lenda í þokunni. Breið- fjörð lét hreyfilinn fara hálfa ferð í þá áttina, sem hann hélt að væri réttust inn í víkina. Og svo fór hann að hlusta, ef ske kynni að þokulúður heyrðist. Þegar slysið varð kom báteigand- anum það alls ekki á óvart. Við á- reksturinn lu’ataði hann fram, rakst á hlífina og lá þar, og hlustaði á sjó- inn streyma inn um stórt gat við stefnið. En hann komst á fætur og hljóp á land, vitandi það að hann væri miög lélegur sundmaður. Á þessu augnabliki gerði hann tvær uppgötvanir. í fyrsta lagi að hann liafði misst gleraugun sin, og i öðru lagi, að hvergi var þoku að sjá.. Him- inninn var heiður og glaða sólskin. Hann beygði sig til að ná í gleraug- un og setti þau upp — og nú var þok- an jafn svört og áður. Nú tók liann af sér gleraugun og þurrkaði af þeim, grágula olíuhimnu, sem liafði sest á þau, þegar hann var að laga hreyfil- inn. Breiðfjörð á engan bát núna. Sigl- ingaáhuginn hvarf þannan júnídag — í þokunni miklu! VELKLÆDD HVERSDAGS. — Þessi hálfsíði frakki frá Antonelli með stórum kraga og stórum vösum er úr rauð og svart teinóttu tveed, einnig pilsið, en bolurinn er einlitur. Ann- ars tíðkast nú orðið heilkjólar undir svona frakka. En pilsanna söknum við og þess að geta skipt blússum. Viftið þér...? vo ae i að liílaakstur getur verið miklu hættulegri en flug? Bílaárekstrar valda flestum slysum og næstflestum banaslysum lijá starfs- mönnum ameríska flughersins. Og það er eftirtektarvert, að fleiri flugkenn- arar farast í bil til flugvallarins og frá, en í sjálfu fluginu. vo a l að brunaliðsvagnar geta séð um grænt ljós á leið sinni? 1 Ameríku er farið að útbúa radio- sendara á brunavagna og sjúkravagna og geta þeir verkað á tæki, sem eru i sambandi við merkjaljósin á götu- ihornunum. Þegar slökkviliðsvagnar nálgast gatnamót lætur senditæki hans skifta um ljós, ef það er ekki grænt, svo að slökkvivagninn kemst óhindrað leiðar sinnar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.