Fálkinn - 13.03.1959, Qupperneq 12
12 FÁLKINN
r r frTmhal^dssaga^^^SÍ^Í^'J^ ’
ÁSTIR í feluleib
16.
>^*^*^*^* FRAMHALDSSAGA
£-~ — — — —— ------—— ------,j
Bíllinn nam staðar við dyrnar og Julian og
Elisabeth fóru til hinna þriggja, sem biðu
eftir þeim.
Amy sagði áköf: — Þetta er gaman — get-
um við ekki haldið almennilega móttöku-
veislu fyrir hann pabba — með honum sem
gestgjafa? Við gætum sent boðsbréfin strax.
—Faðir yðar þarf að hvíla sig, tók Julian
fram í. — Þér verðið að komast af án sam-
kvæma en gleðjast yfir að hann skuli vera
kominn heim.
— Veislan getur biðið, væna mín, sagði
landstjórinn. — Komið þér inn, Julian og
borðið hádegisverð með okkur.
— Því miður held ég varla að ég geti það,
sir Henry. Ég fer heim og hefi fataskipti og
fer svo í skrifstofuna. Það hefir sjálfsagt
safnast mikið fyrir handa mér að gera, með-
an ég var fjarverandi.
— Sleppið þér því. Þeir litu hvor á ann-
an og augun voru full af skilningi og samúð.
— Þér megið ekki vera of kappsamur, Julian.
Jafnvel þér getið gengið fram af yður.
Julian kvaddi og fór inn í bílinn.
Sir Henry borðaði hádegisverðinn með
imgu stúlkunum einum. Amy var sískrafandi
og sagði frá ferðinni austur og öllum sam-
kvæmunum, sem þær höfðu verið í þarna á
Bolani, og faðir hennar brosti vorkunnsam-
lega. Elisabeth tók eftir að hann borðaði
mjög lítið, og þegar þau fengu kaffið út á
stéttina fékk hún að vita um ástæðuna til
þess. Amy svaraði við spurningu föður síns:
— Já, þetta hefir allt gengið vel. Okkur hefir
stundum gramist við Julian, því að hann er
talsverður harðstjóri, en við höfum ekki átt
í illu við hann. Hann berst ekki með ærlegu
móti. Hann gerir áætlanir og fylgir þeim
fram — og það getur gert mann fokvondan.
Það er alveg eins og hann ráði öllu hér á
eyjunni.
— Julian Stanville, sagði faðir hennar með
áherslu, er þarfasti maðurinn, sem til er á
Tunac-eyjum. Ég er alltaf að kvíða fyrir því
að hann verði tekinn frá okkur og settur í
æðri stöðu á öðrum stað. Ég mundi ekki
sitja hérna núna, ef ekki hefði verið Julian.
Mér er illa við að þetta líti út eins og sorg-
arleikur, en sannast að segja var ég í slæmri
klípu, og Julian bjargaði mér.
— Heyrðu, pabbi — í klípu. Hvað gerðist?
hrópaði Amy.
HÆTTULEGA KOMINN.
Sir Henry drakk út úr kaffibollanum og
tók vindil úr kassanum, sem hafði verið sett-
ur á borðið hjá honum. Hann skar oddinn
af vindlinum og lagði hann hjá bollanum. —
Mér sýndist fyrst í stað réttast að minnast
ekki neitt á þetta við ykkur, byrjaði hann.
— En þið munduð vafalaust heyra orðasveim
um það, og þá er betra að þið vitið söguna
eins og hún gekk. Julian hefir alltaf verið
mótfallinn því að ég ferðaðist um eyjarnar
sama sem einn. Hann hefir alltaf verið að
telja mig á að hafa með mér hervörð, en ég
hefi haft gamla siðinn af því að ég tel að
alltaf sé betra að vekja traust en breiða út
ótta. Þegar ég fór til Villuna hafði ég aðeins
með mér þjón og ritara. Ritarinn var ung-
ur maður og nýr af nálinni hérna, og eigin-
lega hafði ég hann aðallega með mér til þess
að láta hann kynnast störfum mínum. Vit-
anlega hefði ég haft með mér reyndari mann
ef mig hefði grunað að nokkrir erfiðleikar
mundu koma fyrir.
— Gerðu eyjaskeggjarnir uppreisn? spurði
Amy.
Sir Henry brosti þreytulega til hennar og
kveikti á eldspýtu. Hann var nokkrar sek-
úndur að kveikja í vindlinum og hallaði sér
svo aftur í stólnum og horfði viðutan út í
garðinn.
— Fyrst í stað gekk allt vel, sagði hann.
— Þið hafið eflaust heyrt um ástæðuna til
þess að ég varð að fara til Villuna. Ein af
þessum venjulegu ættardeilum um erfða-
réttinn að tigninni. Jæja, ég komst að því
að gamli konungurinn hafði dáið á talsvert
grunsamlegan hátt, en fólkið var hrætt og
bað mig um að grennslast ekki frekar um
það mál, en samþykkja nýja konunginn við-
stöðulaust. Ég afréð að gera eins og ég var
beðinn um og komst að þeirri niðurstöðu
að sonur gamla konungsins væri réttur erf-
ingi að tigninni — ekki frændi hans, sem
gerði kröfu til ríkis. Ég lýsti yfir því að son-
urinn væri réttur konungur. Hann var krýnd-
ur og svo hófust hátíðahöldin. Ailt gekk að
óskum enn.
— Aumingja pabbi. Þetta hlýtur að hafa
verið skelfing leiðinlegt hjá þér. Hvað fékkstu
að borða?
Snekkjan lá fyrir akkerum úti fyrir Villuna
og við höfðum nóg af niðursuðu og frystum
mat um borð. Eyjaskeggjar létu mig fá
ávexti og egg. En þú segir kannske satt að
lífið hafi verið leiðinlegt. Ég vissi að þið
Elisabeth voruð komnar, og langaði til að
komast sem fyrst heim.
Elisabeth hallaði sér fram og spurði: —
Fór Julian til Villuna, sir Henry?
Hann kinkaði kolli. — Já, en ég kem að
því seinna. Segi ég ekki nógu skýrt frá?
— Jú, vitanlega, sagði hún. En hana lang-
aði til að komast lengra í sögunni.
Hann strauk granna hökuna. — Það kom
á daginn að ég hafði treyst þeim of vel. Eg
oftreysti hæfni flokksins sem tapaði, og hélt
að hann gæti sætt sig við að tapa. Einn dag-
inn er ég var einn ríðandi á ferð umkringdi
mig allt í einu hópur af liði frændans og
tók mig höndum og fór með mig upp í fjöll.
— Drottinn minn! hrópaði Amy. — Getur
þvilíkt og annað eins komið fyrir nú á dög-
um. Ég hélt að það væri hvergi til nema í
reyfurunum.
— Það var ekkert gaman, sagði hann.
— Villuna er lágstæð ey, og herbúðirnar voru
lélegar. Þeir fóru eins vel með mig og þeir
gátu, en ég var fangi og kunni því iila. Það
var gagnslaust að halda fram lögum og rétti,
af því að þessir menn voru allir sannfærðir
um að gamli konungurinn hefði komist til
valda með rangindum, eftir misklíð milli for*-
eldra sinna. Þeir héldu að ég mundi láta und-
an ef þeir hefðu mig nógu lengi í haldi. Mér
tókst að koma ofan í mig þessum vonda mat,
sem þeir gáfu mér, til að halda í mér líf-
tórunni.
— Það kalla ég vel gert.
— Það var ekkert þrekvirki, Amy. Hann
tók langan teyg úr vindlinum. — Fjórum
dögum eftir að ég var handtekinn gat þjónn-
inn minn snuðrað uppi hvar ég væri. Ég sá
að hann faldi sig í kjarrinu rétt við her-
búðirnar og mér tókst að skrifa á blað skila-
boð til ritarans, sem var enn í þorpinu. Og
svo komu langir endalausir dagar aftur. Eg
fann að það var farið að draga úr mér mátt,
en ef ég hefði komist nálægt hestunum mundi
ég samt hafa reynt að strjúka.
Tvö stór tár hrutu niður kinnarnar á Amy.
Hún snökti en sagði ekki neitt.
— Svo vissi ég eiginlega lítið meira þang-
að til Julian kom, hélt hann áfram ofur ró-
lega.
— Mennirnir sem handtóku mig höfðu
flutt herbúðirnar nokkrum sinnum til þess að
þeir skyldu síður finnast, og þarna eru engir
mannabústaðir og landið svo leitótt, að ég
var hræddur um að ég mundi aldrei finnast.
En þeir vöruðu sig ekki á Julian, því að hann
villti þeim sýn með því að skilja vélbátinn
sinn eftir í Yefuang og fara það sem eftir
var leiðarinnar í eintrjáningi. Hann brosti.
— Hann kom með talsvert einkennilegum
hætti. Hann var með hóp af eyjaskeggjum
og þegar fór að dimma skaut þeim upp bak
við klettana, allt kringum okkur. Og svo
skaut Julian skoti upp í loftið til að
sýna að þetta væri alvara, og innan skamms
höfðu þeir yfirbugað varðmennina mína
og ég var frjáls maður. Við fórum með vald-
sækna frændann til Bolani og nú situr hann
í ágætum, svölum klefa og er að hugsa um
um syndaregistrið sitt.
Það sem eftir var sögunnar snerist aðallega
um að ritarinn, sem sjálfur gat ekkert, hafði
sent þjón sir Henrys af stað með skilaboð til
umboðsmannsins. En snekkjan varð að liggja
kyr á höfninni og þjónninn að komast til Bol-
ani á eintrjáningi. Hann hafði verið lengi á
leiðinni.
Julian hafði fengið boðin kvöldið sem hann
hélt samkvæmið. Hann hafði ferðbúið sig
þegar í stað og látið vélbátinn vera ferðbú-
inn. Hann varð að fara fyrir dögun og gat
ekki gert nein skilaboð um hvað hann hefði
fyrir stafni. Það hefði verið óheppilegt að
láta spyrjast, að uppreisn væri hafin á
Villuna.
— Hvers vegna í ósköpunum fór Julian
ekki með hermenn með sér? spurði Elisabeth.
— Það var feigðarflan að fara einn. Hann
sem alltaf er vanur að vera svo forsjáll.
— Hermennirnir hefðu ekki komist óséðir
í land eins og Julian gerði. Þú verður að muna,
að ég var genginn í greipar ofstækismönnum.