Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Við göngum í land á San Blaseyjum í Caribahafi. A Cocos - frægustu fjársjóðaeyju veraldar Skáldið Robert L. Stevenson gerði Cocos-ey fræga með sög- unni um „Fjársjóðaeíyjuna“, sem er ein víðlesnasta bók veraldar. Til Cocoseyjar hefir fjöldi manns farið í fjársjóðaleit, en þýsku hjónin Hans og Lotte Haas fóru þangað tií að taka myndir — þau eru bæði kafarar og hafa tekið fjölda mynda á hafsbotni. Grein- in, sem fer hér á eftir, er kafl- inn um Cocosey, úr bókinni „Wir kommen aus dem Meer“, sem er saga leiðangurs þess, sem þau hjónin fóru um Kyrrahaf á skip- inu „Xarifa“, ásamt nokkrum fleiri, í leit að ævintýrum. VI» HITTTJM HAMARSHÁKARL.. Það er sagt að fjársjóðir, sem nema 40—G0 milljón dollurum, séu fólgnir á hinni frægu Cocosey. En það er ekki auðhlaupið að því að finná eyjuna sjálfa, hvað þá fjársjóðina. Cocosey er um 300 mílur norðaustur af Gal- apagos, og er lítil um sig og nærri því alltaf i skýjakafi og þoku. Þegar skip nálgast bratta ströndina, sem er vaxin þéttum frumskógi, sést eyjan ekki í þokunni fyrr en á síð- ustu stundu — henni skýtur þá allt í einu upp eins og Hollendingnum Hjiigandi . . . En við á „Xarifa“ voru svo heppin að koma lmngað í glaða sólskini. Við sáum eyjuna álengdar, iðjagræna og hvítlöðrandi hrimgarð við strönd- ina. Við lögðumst fyrir festum i Chat- hamvík á norðurströndinni, milli liárra klettastranda og i vari af smá- hólma, og mér fannst undir eins á mér, að hérna mundum við upplifa eittlivað skrítið. Við skutum lit báti, og eftir tæpar tíu mínútur vorum við farin að kafa — Jimmy Hodges, Hirschel, Lotte og ég. Það fyrsta sem við rákum augun í voru 3—4 hamars- hákarlar! Þeir komu í áttina til okkar, skammt frá yfirborði sjávar. Við föld- um okkur á 12 metra dýpi milli hárra kórallagreina, og ég náði i langa kvik- myndaræmu af þeim, þar sem þeir sveimuðu yfir hausnum á okkur eins og stóreflis sprengjuflugvélar. Það var ekki fyrr en þeir voru horfnir, sem við fengum tækifæri til að svipast um: Hafsbotninn var al- þakinn kóröllum, sem sums staðar mynduðu 2—3 metra háa stofna frá botni . . . Ekki sást mikið af fiskum þarna á milli kóralladrönglanna. En þeim mun fleiri hákarlar. Lotte benti mér uppvæg: — þarna voru hamars- hákarlarnir rétt bak við mig! Þeir hlutu að hafa synt í hring, því að þeir komu úr söniu átt og þeir höfðu gert áður. Ég þekkti að þau voru sömu hákarlarnir, því að einn þeirra var liróflaður utan á vanganum. Ég synti skáhalt upp á við og áfram með myndavélina, beint á móti hon- um. Þegar hann varð mín var hrökk hann við og synti úr leið og liélt áfram. Hákarlarnir þrir komu aftur i þriðja skiptið. Ég notaði alla kvik- myndaræmuna og svo fórum við úr kafi í besta skapi. Það kom fram sem mig grunaði: Lotte hafði tekið mynd- ir og ég Iiafði kvikmyndað fyrirbæri, sem ég hafði jjráð í fimmtán ár. „Xarifa“ valt mikið í sjávarrótinu þarna. Þess vegna fluttum við okkur i Wafer-vík, sem er fræg fyrir nátt- úrufegurð. Við stóðum öll hugfangin á þilfarinu og liorfðum þrjú hundruð metra háa flauelsgræna hlíðina til hægri, með silfurglitrandi fossum. Alls staðar var frumskógurinn, en á flatri ströndinni fyrir neðan var þykkni af cocospálmum. FJÁRSJÓÐALEIT. Við sáum í kíki leifarnar af kofa Giesslers kapteins, sem bjó þarna einn sins liðs í tuttugu ár. Hann hafði fengið einkaleyfi hjá rikisstjórninni í Costa Rica til jjess að leita fjársjóða í eyjunni, en samt sem áður kom þangað fjöldi leitarleiðangra — og fór aftur. Undir eins og við liöfðum varpað báðum akkerunum fórum við öll i land, vitanlega jafn eftirvæntingar- full og allir aðrir, sem stíga fæti á Cocoseyju í fyrsta sinn. Eyjan er ekki fullar 5 mílur á breidd, svo mað- ur skyldi halda að liað væri lítill vandi að finna fjársjóðina. En þegar maður sér staðinn skilur maður að þetta er enginn hægðarleikur. Margar bækur hafa vei'ið skrifaðar um Cocosey og margir uppdrættir gerðir af stöðunum, sem sjóðirnar eiga að vera fólgnir á. Þann elsta á Edward Davis skipstjóri að hafa falið þar á 17. öld. Hann átti stóran flota sjóræningjaskipa og hafði um þúsund Við komumst í færi við tígrishákarl . . . Hans og Lotte Haas í sundfötunum á tali við Indiána á San Blas.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.