Fálkinn


Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 13

Fálkinn - 17.04.1959, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 hjá frú Kelvey. Hvers vegna hringið þér ekki til þeirra? Julian pírði augunum. — Nei, hún hefir farið niður að sjó, sagði hann hægt. Ég fann á mér að hún ætlaði að gera það, en þegar þér sögðuð að hún hefði farið með Amy ... Hann lauk ekki setningunni. Hann fór fram í forstofuna og hljóp upp stigann, þrjú þrep í hverju spori. Eftir augnablik var hann kom- inn ofan aftur með regnkápu á handleggnum. Hann sagði ekki eitt orð. Útihurðin skelltist eftir honum. Á SlÐUSTU STUNDU. Elisabeth vaknaði við drunur í þungum öldum, sem iömdu klettana. Á þessari einu stundu hafði hún sofið vel eftir allar and- vökunæturnar undanfarið, en nú glaðvakn- aði hún og settist upp inni í skútanum og horfði með skelfingu á hvernig vatnið fossaði inn í hellismunnann og skall með ærandi drunum á klettunum og varð að hvítu löðri, sem byrgði algerlega fyrir skútaopið. Á milli tveggja þessara öldufalda gat hún grillt í sjó- inn fyrir utan. Hann var stálgrár eins og loft- ið og eins og sjóðandi gígur. Hún gat varla trúað sínum eigin augum. Allt hafði verið svo rólegt og friðsamlegt þegar hún klöngraðist yfir klettana og leitaði forsælunnar inni í hellisskútanum. Hún hafði setið í kalksandnium innst í skútanum og reynt að lesa í bókinni, sem hún hafði tekið með sér. En hugsanir hennar létu hana ekki í friði. Aftur og aftur skaut þessari hugsun upp: — Hvað á ég að gera? Hvað á ég að gera við mig? Hún fann ekkert svar við þeirri spurningu. Hún gat látið sem hún þyldi ekki lofslagið og fengið sir Henry til að fallast á að hún færi heim til Englands, en það voru ömurleg úrræði. Starf hennar í Englandi hafði hvorki verið skemmtilegt né lærdómsríkt, en hvernig gat hún nokkurn tíma fyllt tómið, sem kæmi eftir Julian? Það var undarlegt að hann skyldi skipta svona miklu máli fyrir hana, án þess að hafa hugmynd um það sjálfur. Hún reyndi að gera sér í hugarlund hvernig það yrði að eiga að kveðja þau öll — sir Henry, Amy og Peter og allt hitt fólkið. Julian var „allt hitt fólkið“. Hún sá í huganum litla hópinn standa og veifa til sín — og í miðjum hópnum stóð Julian með Celiu við hliðina á sér. Hún hugsaði til baka — til fyrsta skiptisins sem hún hafði hitt hann, og í öll skiptin, sem þau höfðu verið ein saman. Hún mundi hið rólega heillandi látbragð hans, djúpu röddina og rannsakandi augun ... og svo hin skyndi- legu viðbrigði þegar hann fékk að vita að hún væri ekki Amy. Hann var kurteis og nær- Þrír jólasveinar voru komnir á undan þess- um. Hvar eru þeir? gætinn við hana áfram, en einhver kuldi og stirfni var orðin í framkomu hans, eins og hann væri hættur að treysta henni. Elisabeth var þreytt og innantóm. Hún teygði úr sér í mjúkum sandinum og starði upp í rakt hvolfið í skútanum. Og innan skamms var hún steinsofnuð. Það var eins og martröð að vakna í ver- öld, þar sem náttúruöflin höfðu allt í einu gert uppreisn. Hún stóð upp og gekk fram í hellismunnann, og nú fyrst fann hún vind- hviðurnar og sá hinn óganandi himin, þar sem eldingarnar leiftruðu með jöfnu millibili. Þrumurnar gat hún ekki heyrt fyrir látun- um í briminu. Hún var ekki orðin hrædd ennþá. Hún sá að sjórinn var að falla að og vissi að hún yrði að flýta sér úr skútanum áður en flóðið hækkaði meira og fyllti hann. Sælöðrið var kælandi og hugur hennar skýrðist. Það var ekki viðlit að taka nestiskörfuna með sér til baka. Hattinum, bókinni og körf- unni mundi skola burt, en það varð að hafa það. Hún mundi eiga fullt í fangi með að halda jafnvæginu sjálf í þessu afspyrnuroki. Hún óskaði að hún hefði verið í stuttbux- um. Það stóð svo mikið í pilsið hennar þeg- ar hún hreyfði fæturna. Hún hélt sér með báðum höndum í nybb- ur á klettinum og reyndi að gægjast út úr skútanum en þá kom stormurinn eins og högg í andlitið á henni. Hún tók andann á lofti og þrýsti brjóstinu að klettinum og barðist við að halda jafnvæginu. Það var óhugnanlegt að standa þarna í hálf- dimmu með sjóinn freyðandi fyrir neðan fæt- urna á sér. Regnið streymdi yfir höfuð henn- ar og handleggi, öldurnar ultu upp með klett- inum eins og þær ætluðu að soga hana í sig og stormurinn klemmdi hana upp að klett inum. Skútinn var talsvert hátt yfir sjávarborð- inu. Hún vissi að ef hún reyndi að skríða of- urlítinn spöl mundi hún komast út á gras- blettinn og að kjarrinu þar. Og úr því gæti hún skriðið áfram og í afdrep fyrir vesta ó- veðrinu. Bara að hún gæti komist þennan stutta spöl? 1 leiftrunum frá eldingum sá hún að nú var sjórinn kominn upp á mjóa stíginn, sem hann hafði gengið fyrir aðeins tveimur tím- um. Og þá var eina úrræðið að reyna að klifra upp klettinn — beint upp. Vott hárið klesstist í andlitið á henni og hana verkjaði í allan kroppinn, en hún varð að hreyfa sig — annars mundi hún stirðna. Hún þreifaði varlega eftir stalli til vinstri við sig og tókst að fikra sig upp á hann. Og svo kom að næsta stalli . . . og næsta. Fingur hennar runnu af steinunum en þó tókst henni að standa upprétt. En þetta var unnið fyrir gýg. Grasblettur- inn var enn alveg jafn langt frá henni og hún vogaði ekki að hugsa til þess að eiga að klifra upp brattan hamarinn áfram, með freyðandi sjóinn fyrir neðan fæturna á sér. Henni fannst hún vera marga klukkutíma að fikra sig áfram þarna í hömrunum. Augun höfðu vanist myrkrinu og hún gat séð hvernig fuglar og fiskar slengdust upp í klettana og rotuðust. I huganum þóttist hún sjá sjálfa sig liggja bjargarvana í sjónum og bíða eftir að næsta alda kastaði henni upp í klettana og bryti í henni hvert bein. Hún gerði sér Ijóst að það var vindurinn sem þrýsti henni upp að klettinum, ef hann hefði ekki verið svona mikill mundi hún hafa hrapað fyrir löngu. Það var líkast og hjartað í henni hætti að slá þegar hún kom auga á Julian. Hún var uppvæg og með svima af hræðslunni og lok- aði augunum og þrýsti andlitinu að klettin- um. Á næsta augnabliki fann hún að tekið var um mittið á henni og heyrði djúpan and- ardrátt hans við eyrað á sér. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Beykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—G. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stj.: Svavar Hjaltested. — Sími 12210. HERBERTSprenl. ADAMSON Adamson flytur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.