Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 4
FALKINN HAIVDEL: 3Maöurinn9 sem samdi .MESSIAS' og .LARGO' Þann 11. f.m. voru 200 ár liðin frá dauða tónskáldsins Georgs Friedrichs Hándel. Um allan siðaðan heim hefur hans verið minnst, sem eins af jöfrum þýskrar tónlistar, því að þó sumt af verkum hans sé nú gleymt, lifir það sem mest er um vert góðu lífi, svo sem oratoríur hans. Og lag úr einni af óperum hans þekkja allir -—¦ Largo! Georg Hándel skurðlæknir í Halle og síðar líflæknir Augusts hertoga af Weissenfels hafði lítið álit á tón- list sem atvinnugrein. Honum fannst blátt áfram lítilsvirðandi að stunda þá list, og það sagði hann óspart Georg Friedrich syni sínum, þegar hann ympraði á að fá að læra á hljóðfæri. Undireins og hann hefði lokið undirbúningsnámi átti hann að læra lögfræði í háskólanum í Halle og verða mikilsmetinn stjórn- málamaður. NÁTTÚRAN ER NÁMINU RÍKARI. En litli Handel var með allan hugann við tónlistina. Og hæfileik- ana hafði hann, það kom fram í barnaskólanum og í drengjakórnum í kirkjunni. Móðir hans og frænka vildu láta undan drengnum og lofa honum að fá að gegna köllun sinni, en pabbinn sagði alltaf þvert nei. Sagt er að þær hafi laumað clavi- kordi — píanói þeirra tíma — upp á háloft í húsinu, eitt sinn er lækn- irinn var ekki heima, svo að litli Hándel gæti æft sig þar á laun. Og að hann hafi stolist þangað um miðjar nætur til að æfa sig. En vitanlega komst þetta upp von bráðar. Það komst brátt á allra varir í Halle að litli Hándel væri frábær- lega músíkalskt barn. Og einn góð- an veðurdag fékk hann tækifæri til að sýna það í kirkjunni. Eftir messu var honum hleypt að orgelinu og þar lék hann upp úr sér útgöngu- lag, sem hreif alla viðstadda, þ. á. m. August hertoga. Hann kynnti sér málið og sýndi líflækni sínum fram á, að það væri syndsamlegt að ætla að kæfa svona listgáfu í fæðing- unni. Þá lét gamli Handel tilleiðast að leyfa syni sínum að læra tónlist með öðru námi, og útvegaði honum ágætan kennara: tónskáldið Zach- ow. Seytján ára var Hándel orðinn organisti í mótmælendakirkjunni í Halle og lék jafnframt á cembalo í leikhúshljómsveitinni. Þar lenti honum í brýnu við tónskáldið Matheson, sem stjórnaði óperu eftir sig, sem „Cleopatra" hét, og söng jafnframt hlutverk Antomusar, en Hándel hafði stjórnað meðan Matheson var á sviðinu. Antonius fyrirfer sér hálftíma áður en sýn- ingunni lýkur og ætlaði Matheson að taka við hljómsveitarstjórninni undireins og hann hafði lokið leik- hlutverkinu. En Hándel neitaði að víkja. Um leið og Hándel fór út rak Matheson honum löðrung fyrir ósvífnina, en ekki vildi Handel þola það bótalaust. Þegar kom út á leik- hústorgið dró hann korðann úr slíðrum og lagði til Mathesons. — Háðu þeir einvígi þarna á torginu að viðstöddu miklu fjölmenni, en voru skildir áður en til blóðsúthell- inga kæmi. Sagan sýnir að Hándel var skapmaður. Önnur saga sýnir hvílíkur krafta- maður hann var. Eftir að hann var orðinn hljómsveitarstjóri í London stjórnaði hann þar óperunni „Ott- one" sem hann hafði sjálfur samið og hagað aðalkvenhlutverkinu í samræmi við sönghæfileika ítölsku söngkonunnar Cuzzoni, sem ráðin yar í þetta hlutverk. Hún var söng- kona, 22 ára, og hafði verið ráðin til árs til London með 200 punda launum, auk allra tekna af einni sýningu, en afar Ijót og „prima vandræðagripur". Þegar æfingarn- ar byrjuðu á „Ottone" þverneitaði hún að syngja eina aríuna, einmitt þá, sem Hándel hafði ætlast til að væri best við hennar hæfi. Þá reiddist Hándel, þreif söngkonuna milli handanna og rétti hana út um glugga og hélt henni þar góða stund með útréttum handleggjum og kvaðst láta hana detta niður á göt- una ef hún syngi ekki aríuna orða- laust og bætti við: „Ég veit, frú, að þér eruð ósvikinn kvendjöfull, en það skuluð þér vita, að ég er sjálfur Belsebub, yfirdjöfsi allra djöfla!" Þá varð hún eins og lamb, óperan vakti hrifningu og þó mesta hin umrædda aría, „Falsa imagine", sem síðar varð eitt mesta „bravó- númer" Cuzzoni. HÁNDEL í ENGLA*NDI. Ástæðan til þess að Hándel komst til London og ílentist þar var sú, að í Venezia hafði hann kynnst enska sendiherranum þar, sem gerði honum góð boð. En fleiri voru um boðið. Ernst August prins af Hann- over bauð honum til sín og það varð að ráði að Hándel fór þangað og réðst hirðhljómsveitarstjóri fyrir 1000 dala árslaun. Þetta var árið 1710, er Hándel var 25 ára. Hann- overfursti gaf honum leyfi til að fara stutta ferð til London um haustið og það gerði hann og stjórn- aði þar nýrri óperu eftir sig, sem „Rinaldo" hét. Og honum féll vel í London. — Hvergi hafði hann kunnið betur við sig, enda bar fólk hann á hönd- um sér. Burlington lávarður hýsti hann og sælkeranum Hándel fannst hann fá betri mat og vín í London en hann hafið fengið annarsstaðar. Á kvöldin sat hann öllum stundum á „Queens Ann's Inn" og skemmti sér, og engum fannst hann vera trú- hneigður alvörumaður, þó hann væri aðal tónlistarmaður St. Pauls- kirkjunnar. „Heiðingjann mikla" kölluðu vinir hans hann. Naut hann lífsins í ríkum mæli og drakk mikið, en af kvennamálum hans fara litlar sögur og aldrei giftist hann. Það varð langt frí, sem hann fékk frá starfi sínu í Hannover. Hann kom nefnilega aldrei aftur. — Gleymdi kjörfurstanum og hirð- hljómsveitarstjórastarfinu. En eftir 4 ára dvöl í London gerðust þau tíðindi að Anna drottning dó, 1714, en arftaki hennar varð enginn ann- ar en — kjörfurstinn af Hannover, sem tók konungsnafnið Georg I. Og vitanlega var Handel í ónáð hjá honum, fyrir gömul samningsrof. Konungurinn lét sem hann vissi ekki að Handel væri til. En Hándel átti áhrifamikla vini, og þeir fundu ráð til að koma á sættum. Handel samdi lagaflokk, sem nefndur hefur verið „Water music" og, einn dag, er konungur var á siglingu upp eftir „Thames" fylgdi annað skip eftir með hljóm- sveit um borð — það var Handel með „vatna-tónlist" sína. Konung- urinn hreifst og Hándel var tekinn í sátt og varð ómissandi við hirðina. MEÐLÆTI OG MÓTLÆTI. Sextán ára bjó Hándel sem út- lendingur í London, en 1726 varð hann enskur borgari og eignaðist húsið nr. 25 í Brook Street, þar sem hann bjó til dauðadags. Hann var orðinn fjáður maður og frægur. En valt er veraldarlánið. Óperur sínar hafði hann sýnt í Haymarket-leikhúsinu. En þar urðu forstjóraskifti og nýi stjórnandinn rúði Handel inn að skyrtunni. Um þessar mundir kom „The Beggars Opera" (Túskildingsóperan) fram í London, og nú vildi fólk ekki sjá óperur Handels og hann tapaði fé í samkeppninni. Þó tókst honum að stofna nýtt og frægt fyrirtæki: „London Opera Academi". Svo leið og beið til ársins 1737. Þegar Hándel vaknaði að morgni 11. apríl var þessi þrekvaxni krafta- maður orðinn máttlaus hægra meg- in. Ósjálfbjarga. Og hann. virtist hafa lamast á sálinni líka. Lækn- arnir töldu víst, að hann yrði aldrei starfandi framar. En þrekið var meira en þeir héldu. Eftir nokkrar vikur var hann farinn að stjákla, en þó með veikum burðum. Hann fór til Aachen og notaði þar heit böð, þrefalt lengri en læknarnir lögðu fyrir — og lömunin hvarf! Þetta áfall hefur eflaust orðið til þess, að Handel fór að lyfta huga sínum hærra en áður. í guðstrúar- áttina. Nú sneri hann hug sínum frá óperunni og tók að fást við það verk, sem hefur gert hann frægast- an: „Messías". Það gekk fljótt. Full- yrt er, að hann hafi lokið því á

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.