Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN þrem vikum. Það var frumleikið og sungið í Dublin 11. apríl, sama mán- aðardag og Hándel veiktist, til á- góða fyrir líknarstarfsemi. Og vakti undrun og aðdáun áheyrenda, þótt lítið væri skrifað um það í blöðin. Árið 1743 er verkið var flutt í Lond- on, var konungur viðstaddur. Þegar Hallelújakórnum var sungin, stóð konungur upp og allir aðrir áheyr- endur. Síðan varð það föst regla í enskumælandi löndum, að áheyr- endur hlýddu á þessi orð standandi. Blindi tónsnillingurinn. Handel fékk slag aftur í maí 1743, og í ágúst 1745, en náði sér furðu fljótt. En alvarlegra var hitt, að sjón hans tók mjög að deprast. Þegar harin er að semja Jepta-oratoríuna, veturinn 1750—51 verður hann að vinna með hvíldum vegna sjón- depru, og í ágústlok um sumarið get- ur hann ekki skrifað vegna sjón- depru. í árslok er hann orðinn stein- blindur á vinstra auga og þrír upp- skurðir eru áranguraslausir, því að þann 30. jan. 1753 er hann orðinn blindur á báðum augum. En hann gafst ekki upp að held- ur. Æfði orgelkonserta sína, svo að hann gat leikið þá utanað á hljóm- leikum og hélt áfram að flytja ora- toríum, þrátt fyrir að lamanir ásóttu hann líka. Hann var fárveikur, er hann stjórnaði „Messías" í síðasta sinn, 'o. apríl 1759. Hafði hann hugsað sér að fara til Bath á eftir til lækninga, en hafði ekki mátt til þess. Hann hafði orð á því, að sig langaði til að deyja á föstudaginn langa „í von um að mega sameinast góðum Guði, náðúgum herra mínum og frelsara á upprisudegi hans". En degi síðar, laugardag 11. apríl, undir kl. 8 að morgni, dó hann. Hafði verið afráð- ið, að hann yrði grafinn í grafreit tökubarnaspítalans. En þá komu boð úr annari átt, frá konunginum sjálfum. Hándel skyldi, þótt þýzkur væri, hljóta legstað í Westminster Abbey, meðal frægustu og göfugustu sona Englands. Betra vottorð var ekki hægt að fá fyrir því, hve dáður og virtur Georg Friedrieh Handel var af sam- tíð sinni. Vincenzo Lannino í Palermo hef- ur sett heimsmet í „þolritun" á vél. Hann skrifaði samtals 120 klukku- stundir á sex sólarhringum. Eftir hvern klukkutíma tók hann sér 15 mínútna hvíld og át glóðað brauð og marmelaði og mýkti fingurna með því að spila á píanó. Ensku tryggingarfélögin, 'sem selja íþróttafélögum og útisam- komustjórnum veðurtryggingar, urðu að greiða meiri skaðabætur á undanförnu sumri, en nokkurn tíma áður. Hæstu bæturnar fékk cricket- klúbbur einn í London — 4.000 sterlingspund. BLÓMAKRANSINN. — Þegar Nehru var í heimsókn í Austurríki í fyrra fékk hann óvænta kveðju. Svo vildi til að indverskur dreng- ur var viðstaddur þar sem Nehru fór um, og hengdi drengurinn þá blómakrans um háls honum, en þannig fagna menn gestum í Ind- landi. so MAÐURINN, SEM - drap 14 úlfa með sverði á klukkutíma 1) Eitt vetrarkvöld 1902 sat kósakkinn Ivan Varlamoff með Wainimo, kunningja sínum, í kofa við Sodnkylá, nyrzt í Finnlandi. Ivan var korpórall í finnska varðhernum og ætlaði að leggja upp um miðnættið til þess að vera kom- inn í herbúðirnar klukkan 6 að morgni. Wainimo reyndi að fá Ivan til að gista um nóttina, því að stórhópar af úlfum höfðu verið á vakki í skógunum við vatnið. En við það var ekki komandi. Ivan benti á sverðið sitt og huggaði kunningja sinn með því, að það skyldi bíta frá sér, ef á lægi. 2) Fimmtán kílómetra leið var úr kofanum í herbúðirnar. Og leiðin lá um þéttan skóg og yfir stórt vatn, sem var undir ís. Ivan miðaði vel áfram. Hann var mjög ratvís og fór engar krókaleiðir. — Allt í einu heyrði hann úlfa ýlfra og tveir hópar komu fram úr skóginum niðri við vatnið. Ivan vissi, 'að dýrin myndu gera árás og var fljótur að draga sverð- ið úr slíðrum, og við bakið hafði hann stóran trjástofn. 3) Úlfarnir réðust strax á hann, en Ivan hjó með sverð- inu í ákafa og drap og særði hvern úlfinn eftir annan. Og í hvert skipti sem úlfur féll, réðust hinir á hræið. Loks réðst stór úlfur að Ivan og ætlaði að bíta hann á barkann. En Ivan díap hann líka. Þegar orustunni lauk, hafði hann drepið 14 úlfa. 4) Wainimo hafði orðið órótt út af Ivan og náð sambandi við herbúðirnar. Nú var hafin leit, og von bráðar fund- ust hræin af öllum úlfunumog sverð Ivans. Wainimo skoðaði sverðið og rétti foringjanum það: „Látið tvo menn reyna að toga í slíðrið og tvo í hjöltun, sagði hann. „Þeir geta ekki dregið sverðið úr slíðrunum. Og hversvegna ekki? Ivan hefur gleymt að þurrka blóðið af sverðinu og það hefur verið frosið í slíðrinu, þegar nýr úlfahópur réðst á hann. Þessvegna hefur hann ekki getað varið sig, en orðið varginum að bráð."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.