Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 7

Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 7
FÁLKINN Gullsmiðurinn Ahmed Naguib Elgwahiry, sem náði í Narriman handa konunginum. lega hissa, er hann sá konunginn sjálfan andspænis sér. Hann hneigði sig og heilsaði hæversklega. Narri- man hafði aldrei séð hann áður, og það hlýtur að hafa verið einkenni- legt fyrir hana að heyra konunginh segja: — Þér hafið töfrandi við- skiptavini, Ahmed Algwahiry .... Framferði konungsins var satt að segja ótrúlegt. Þarna sá hann stúlk- una í fyrsta sinn klukkan 10 mín- útur yfir fimm. Eftir tvær mínútur var hann kominn að henni til að skoða hana betur. Kortér yfir fimm var hann staðráðinn í að giftasi; henni. Hann spurSi: — Hverskonar hring er hún með á fingrinum? — Það er trúlofunai'hringurinn hennar, svaraði bróðir minn. — Finnið strax eitthvað, sem er betra! skipaði konungur. Gullsmiðurinn kom samstundis með ljómandi fallegan hring með dýrindis steini. Hann vissi, að Farúk var ekki gefinn fyrir að bíða, og áður en Narriman eða faðir hennar gátu sagt nokkurt orð, sagði Ahmed: — Ég óska yður til hamingju, Huss- ein Bey! Konungurinn hefur lagt fyrir mig að tala við yður síðar um áríðandi málefni .... Vilji forlaganna. Ahmed Elgwahiry og Hussein Sa- dek áttu tal saman í skrifstofu bróð- ur míns í ráðuneytinu, sem hann var skrifstofustjóri í. Þegar Hussein skyldi hvað á spýtunni hékk, nötr- aði hann af hræðslu. Hann spurði í öngum sínum: — Herra minn trúr .... vill konung- urinn eiga dóttur mína? Hún er trú- lofuð og í þann veginn að giftast! Hussein elskaði dóttur sína út af lífinu, einkabarn sitt, og eins og allir aðrir Egyptar hafði hann heyrt margar kvennafarssögur af konung- inum. Var það nema eðlilegt, að hann óttaðist, að dóttir hans yrði nýr leiksoppur, sem munaðarseggur- inn svalaði girndum sinum á og sparkaði svo burt síðar? Ahmed Elgwahiry skildi þennan ótta og sagði: — Konungurinn ætlar að giftast dóttur yðar og gera hana að drottningu. Og svo bað hann Hussein að slíta trúlofun þeirra dr. Zaki sem bráð- ast. Allt gerðist í snatri, og það var ósk Farúks, að hringurinn, sem hann hafði gefið Narriman, yrði trúloí- unarhringur hennar. En þó átti trú- lofunin að fara leyntfyrst um sinn. Ef satt skal segja, efaðist bróðir minn um að Farúk væri alvara, að gera Narriman að drottningu. Hann gat ekki skilið, hversvegna Farúk hélt ákvörðun sinni leyndri, og taldi að þetta væri allt loddaraskapur og Narriman væri í hættu. Og svo hafði hann líka áhyggjur af, hvernig hann ætti að útskýra það fyrir dr. Zaki að slíta trúlofuninni og endurkalla öll boðsbréfin, sem send höfðu verið í tilefni af brúðkaupinu. Bróðir minn bað um frest til að íhuga þetta, en Farúk heimtaði, að hann gerði það tafarlaust, sem hann hafði lagt fyrir. Hussein varð að bíta í súra eplið og sagði Zaki Hashem, hvernig í öllu lá. Með tárin í augunum sagði hann við unga lögfræðinginn: „Kon- ungurinn hefur beðið mig að segja þér, að þú verðir að gleyma, að þú hafir nokkurn tíma verið trúlofaður Narriman Sadek!" Zaki varð orðlaus. Hann hafði ekki neinn grun um þetta fyrirfram, og hafði búið allt undir brúðkaupið. Eftir nokkra stund jafnaði hann sig og sagði rólega: — Þetta er mjög erfitt viðfangs, og ég held að hvorki þú eða ég getum spyrnt á móti broddunum. Zaki Hashem afréð að haga sér eins og dánumaður og hverfa á burt í kyrrþey. Bróðir minn fór að gráta, er hann kvaddi Zaki og sagði: — Ég bið þig fyrirgefningar á að ég hef orðið að hlýða skipun konungsins. Þetta er vilji forlaganna! Hussein kiknar. Mig setti hljóðan, er ég heyrði fréttina. Innan skammt átti ég að verða föðurbróðir Egyptadrottning- ar, og ég skal fúslega játa, að mér féll sú hugsun ekkert illa. En bróðir minn var óhuggandi: — Þú veist, Mústafa, að Narriman er það dýrmætasta sem ég á. Ég er hræddur um að konungurinn sé með fölsk spil á hendinni. Hann eyðilegg- ur hana — og okkur! Ég reyndi að hugga hann, en hann hélt áfram: — Þetta er alvarlegra en þú held- ur, Mústafa. Við verðum að gera sameiginlegt átak til að bjarga okk- ur úr þessum voða. Ég verð að flýja með Narriman úr Egyptalandi, eitt- hvað þangað, sem Farúk getur ekki náð til okkar. En Assila, móðir Narriman, var á annari skoðun. Hún sá sig í anda sem drottningarmóður og tengda- móður konungsins, og nú hafði hún allt aðra skoðun á Zaki Hashem en áður. Narriman hagaði sér eins og krakki Hún breyttist við allt drottn- ingarhjal móður sinnar, sem sífellt kliðaði í hlustunum á henni. Hún fór að líta niður á fólkið kringum sig, og móðir henriar gerði sitt til að ala upp í henni gikksháttinn. Hussein var í stöðugu sambandi við Ahmed gullsmið, sem aldrei svaraði ákveðið, þegar Hussein spurði: — Hvenær ætlar konungur- inn að birta trúlofunina? — Það ákveður hann sjálfur, þeg- ar tími er tíl kominn. Þetta sama svar fékk Hussein í næstu þrjá mánuði, og síðan skildi ég hversvegna konungur frestaði trúlofunartilkynningunni. Hann vildi sem sé fyrst afla sér ítarlegra upplýsinga um Norriman og allt hennar fólk, og það gerði hann ítar- lega. Leyniþjónusta hans útvegaði honum nákvæmar upplýsingar um hverja einustu manneskju í fjöl- skyldunni. Hugarvíl og taugaveiklum Huss- eins ágerðist með hverjum degi. Hann gat ekki um annað hugsað en Narrirman og örlög hennar. Hann fékk sig lausan úr ráðuneytinu um tíma, en veiklunin ágerðist, og loks dó hann af -hjartaslagi. Aður en hann dó, koirí það oft fyrir, að hann fékk martröð og æðisköst og hljóp fram úr rúminu um miðja nótt og æddi um húsið. Ef Narriman reyndi að róa hann, hrópaði hann: — Farðu burt! Farðu burt! Hann vildi ekki láta hana sjá, hve mikið hann kvald- ist hennar vegna. Það er lítill vafi á, að það var kvíðinn fyrir örlögum hennar, sem flýtti fyrir dauða hans. Ég vissi ekki um allar refjarnar við hirðina, en Hussein mun hafa vitað talsvert um það, sem gerðist bak við tjöldin. Nokkrum mínútum áður en hann dó, hvíslaði hann að mér: — Mustafa, láttu þér annt um Narriman. Verndaðu hana! Og hann endurtók nafnið hennar hvað eftir annað fram í andlátið!. Og ég einsetti mér að standa við hlið Narriman frá þeirri stundu og reyna að vernda hana eins og faðir hennar mundi hafa ger-t. ^?2r annáíum m. IMorðlendingar hef na Jóns Arasonar Ur biskupsannálum J. Egilssonar Svo líður fram til Pálsmessu um veturinn; þrim nóttum þar fyrir þá komu LX menn að norðan, sendir til að hefna þeirra feðga á dönsk- um, en 300 voru alls þeir sem suð- ur rérii. Um þetta leyti reið Christ- ján (skrifari) suður á Nes, til þeirra jarða sem Viðey hafði átt, að skikka niður skipum og mönnum; hann ríð- ur suður hjá Görðum og finnur föður minn, og talast við um Norð- línga, því Christján spurði að þeim, en hinn sagðist ekki grand til þeirra vita en vissi þó, og sagði Christ- jáni, að sér þætti ráð hann riði hvergi, af því hann vissi til hinna og þóttist sjá á honum feigðina; með það skildu þeir. Hann reið suð- ur til Kirkjubóls; hinir komu þar, og voru allir með hettum og höku- stalli fyrir andliti, svo þeir skyldu ekki þekkjast, og spurðu, hvort þar væri sá maður sem héti síra Jón, og væri Bárðarson, hann skyldi ganga út, því þeir vildu honum ekkert vont; hann gerði svo. Þá kom að ungur maður, gildur og kaskur, XX ára, og spurði, hvort þar væri og ekki sá maður, er Sveinn héti, og hefði verið kallaður síra Sveinn, — hann hefði orðið manni að skaða fyrir norðan, og var kominn til Bessastaða, meistara-maður uppá skrif og latínu; — þeir sögðu hann væri þar. Hann sagði hann skyldi skríða út, ef hann vildi halda líf- inu. Prestur gekk seint, en hinn seildist eptir honum inn í dyrnar, kippti honum út og kastaði fram á hlaðið, og sagði hann skyldi þar liggja, „skarn"! — hann nyti þess að hann væri sér skyldur, að hann dræpi hann ekki. Þeir báðu bónd- ann leyfis að rjúfa bæinn; hann sagði þeir mætti brjóta ef þeir bætti aftur, og fyrir það var hann af tekinn, að hann bannaði þeim ekki. Síðan veittu þeir þeim að- göngu og drápu þá; sumir segja þeir hafi verið VII en sumir IX. — Christján komst út lifandi, utan höggvinn nokkuð, því hann var í treyju, sem járnin bitu ekki á. Þá kom að maður átján vetra, stór, sveinn Þórunnar á Grund, og hafði lenzu í hendi. „Ég skal skjótt finna á honum lagið", — og lagði fyrir neðan treyjuna og upp í smáþarm- ana á honum, svo hinn rak þá upp hljóð og lýsti hann sinn banamann. Hann sá síðan hvar grár hestur stóð, er Ari heitinn (sonur Jóns biskups) hafði átt, hann tók hann strax, og reið norður í Eyjafjörð á iij dögum, að sagt var. Engra þeirra nöfn man ég, sem þar voru að. — Þaðan fóru þeir til Mársbúða, og drápu þar annan, er þar lá, en annar slapp, því hann skaut einn af þeim til dauða meður einni baun, er hann lét fyrir byssuna, og svo komst hann í Skálholt. — Þeir fóru þá um öll Nes, og drápu hvern og einn eptirlegumann, og tóku allt það þeir áttu, og líka það þeir Dönsku höfðu með sér, og einn Danskur átti bú inn á Bústöðum; þar tóku þeir allt það þar var, en vildu drepa börnin, en þó varð ekki af því. Þá Danska á Kirkjubóli dysjuðu þeir fyrir norðan garð; tveir af þeim hétu Sefrínar: Sefrín Kock og Sef- rín Ama; en strax þegar húmaði þá gengu báðir aptur; þeir tóku það ráð, sem þá höfðu slegið, að þeir hjuggu af þeim öllum höfuðin og stungu nefni þeirra( með leyfi að segja) til saurbæjar, og sú svívirð- ing gramdist kóngsvaldinu mest, að vori, þá Danskir komu út. -

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.