Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN geymslunni síðdegis á laugardag. Flestum varð starsýnt á Rillu, sem stóð á stökkbrettinu hátt yfir tæru, bláu vatninu. Hún teygði upp báða handlegg- ina og steypti sér fimlega í boga gegnum loftið. Þegar henni skaut upp lyfti hún brúnum handleggn- um og veifaði til Tonys, sem synti í áttina til hennar. —Þetta væri fyrir sig ef hún væri heimsk, sagði Marjorie Bell- man við hliðina á mér. — En hún getur allt. Það segir hann Harry að minnsta kosti. — Hefur þú kynnst henni líka? spurði ég. — Ekki fyrr en í dag. Harry kynntist henni í blaðinu. Hún var þar með auglýsingu fyrir verslun- ina sína. Svo bætti Marjorie þurr- lega við: ¦— En hún hefur ekkert saman við hann að sælda nema við- skiftamál. Ég sé ekki betur en það sé maðurinn þinn, sem hún leggur sig eftir. — Hann hefur ekki þekkt hana nema nokkra daga.- —¦ Hahn hefur þekkt hana nógu lengi. Ég reyni ekki að gera úlfalda úr mýflugu, Jane. Tony fór með hana hingað í gærkvöldi, eða hefur hann ekki sagt þér það? — Nei, sagði ég þurrlega. — Hon- um hefur sjálfsagt ekki fundist það svo merkilegt að orð væri hafandi á því. Marjorie leit þannig á mig að ég sá að það var ekki til neins að reyna neina uppgerð. Tony hafði komið seint heim í gærkvöldi, en ég vissi ekki um ástæðuna. Og ég skildi að ef þetta hefði í raun réttri verið jafn einskisvert og ég vildi vera láta, mundi hann eflaust hafa sagt mér frá því. — Jæja, hvað ætlarðu að gera, sagði Marjorie lágt. — Ekkert. Það er þýðingarlaust. Hún andvarpaði. — Heldurðu nú það? Ég hef tekið eftir augnaráð- inu hennar þegar hún er að tala við Tony. Og hún er svo slyng að hún kemst það sem hún vill. Hún hefur fengið Harry til að fallast á að auglýsa fyrir hana tískusýningu — í sambandi við sundkeppni. Hann segir að það geti orðið góð auglýs- ing fyrir klúbbinn, og hann hefur lagt peninga í hann. Ég fór að busla með krökkunum í öfuga endanum á lauginni. Hugs- aði um það, sem Marjorie hafði sagt, og kvaldist af angist. Hugsum okkur að hún hefði rétt fyrir sér — hvað átti ég þá að gera. Hvernig gat ég keppt við mann- eskju eins og Rillu? Ég hafði aldrei lent í svona vanda í hjónabandinu, og vissi ekki mitt rjúkandi ráð — hvað ég ætti að taka fyrir. Það var langt þangað til Tony kom til að sækja okkur. — Er hún ekki dæmalaus? sagði hann. — Þú ættir að læra að synda, gullið mitt. Komið þið nú krakkar, nú skuluð þið fá rjómaís. — Ég hef lofað Rillu að spila tennis við hana, sagði hann meðan við vorum að drekka teið. — Það er kominn tími fyrir börnin til að fara heim. — Far þú með þeim, Jane. Við komum seinna. — Við? Þegar ég var að hátta börnin um kvöldið, gat ég ekki annað en hugs- að um hve síngjarnir menn gætu orðið eftir marga ára hjónaband, þegar þeir sæu allt í einu lokkandi ljós. Ég hugsaði um vopnin, sem ég hafði — heimilið, börnm og ár- in sem við höfðum lifað saman. Rilla gat borið klæði á þau voph með einu augnatilliti, sem sagði: Ég krefst einskis, Tony. Mér er frjálst að vera með þér. Ég mæði þig ekki með barnagráti og öllum leiðinlegu hversdagsskyldunum. Ég fór í nýjan kjól og gekk niður. Tony kom inn með Rillu hangandi á handleggnum á sér. — Þessi maður yðar er dásam- legur, frú Lucas. Það munaði minnstu að hann sneri á mig í tennis. Við vorum að tala um tískusýninguna okkar. Við getum haft gleðskap í lauginni um kvöldið. Það verður ljómandi skemmtilegt. Rilla sat hjá okkur kvöldið og Tony fylgdi henni heim. Ég vissi orðið hvernig dagskráin var. Rilla hafði alltaf eitthvað handa honum til að gera við í húsinu, og sjálf gat hún ekki lagfært neitt. Þegar hann koma heim um kvöldið var vararoði á hökunni á honum. MÖRGUM dögum síðar minnti ég hann á að afmælisdagur Dinu væri daginn eftir. — Þú mátt ekki gleyma að þú hefur lofað hénni að róa með hana út á ána, þegar þú kemur heim úr skrifstofunni. Hann horfði á mig með uppgerð- ar vandræðasvip. — Hef ég lofað nokkru fleiru? — Að við borðum kvöldmat í Báthússkálanum. Hún hefur hlakk- að til þess alla vikuna. — Allt í lagi. Hann brosti. — Ég skal koma snemma heim. Dina stóð og beið hans við hliðið daginn eftir. Þegar klukkan var orðin sjö fór mér að verða órótt. Góði, láttu ekki neitt eyðileggja þetta kvöld fyrir okkur, bað ég. Það er okkar kvöld — við eigum það, öll fjögur. Klukkan hálfátta sagði Dina dauf í dálkinn: — Pabbi kemur ekki snemma heim, samt. — Ég skal fara út með ykkur, væna mín. Kannske hefur hann pabbi þinn orðið að vinna yfir- vinnu í skrifstofunni. — Já, en — hann lofaði.... Dina var sofnuð þegar Tony kom heim kringum klukkan níu. — Af- sakaðu að ég kem svona seint, elsk- an mín. Ég skrapp inn í búðina til Rillu til þess að kaupa plast-önd handa Dinu. Rilla er að innrétta íbúðina á loftinu yfir búðinni og ætlar að leigja hana út. Ég hjálpaði henni. Ég horfði á hann. — Afmælis- dagur Dinu. Bátsferð á ánni. Þú gleymdir öllu. — Jane! Þessu var alveg stolið úr mér — afsakaðu. Hann strauk á sér hárið. — Tók hún sér þetta mjög nærri? Ég skal fara út með henni á morgun. Mér var léttir að verða reið án þess að fara dult með það. — Á morgun er um seinan, þegar maður er orðinn sjö ára og treystir því, sem fullorðna fólkið lofar manni. Þú mátt gjarnan gera þig að at- hlægi og láta allan bæinn hlæja að þér, hvernig þú eltir Rillu þína á röndum, en þú mátt ekki bregð- ast börnunum þínum. — Þegi þú! hrópaði hann reiður. — Ég sagði að ég tæki mér þetta nærri. Ég skal bæta henni það upp á morgun. — Þú hefðir aldrei átt að hafa gleymt því! Og mér leiðist að sitja og biða eftir þér, þangað til henni þóknast að láta þig fara. — Þér hefur aldrei fallið við hana, Jane. Hún veit það — hún er mjög tilfinninganæm viðvíkjandi þessháttar. Ég gat ekki annað en farið að hlæja, þó tárin rynnu niður kinn- arnar á mér. Tony æddi út og skellti hurðinni eftir sér. Það var ekki rétta leiðin að taka þessu svona, og ég vissi það. Tár og ásakanir voru einmitt það, sem rak eiginmanninn í faðm annarar konu. En ég hugsaði til sáru von- brigðanna á andlitinu á Dinu, og til Rillu hangandi á handleggnum á honum, og ég hef aldrei verið reið- ari á æfi minni. Það var ísköld þögn yfir morgun- verðinum daginn eftir. Ég var að þvo upp þegar Marjorie kom og heimsótti mig. Ég hitaði nýtt kaffi handa henni og sagði henni hvað gerst hefði kvöldið áður. Hún horfði hugsandi á mig. — Mér er farinn að leiðast lesturinn í Harry, þegar hann er að dásama þetta kvendi, sagði hún. — Og það leggst í mig, að við tökum þetta ekki réttum tökum. Ég hef boðið Rillu í miðdegisverð á þriðjudag- inn, með Miltonshjónunum og þér og Tony. — Þú skalt ekki gera ráð fyrir mér, sagði ég beisk. Hún hristi höfuðið. — Þú verður að koma! Hlustaðu nú á. . . . Tony kom heim með rósir til merkis um að hann vildi semja frið, og ég sýndi honum kjólinn, sem ég hafði keypt vegna boðsins á þriðju- daginn. — Rilla kemur þangað líka, sagði ég. — Góði, mér leiðist svo að ég skyldi verða svona reið. Hún er svo útsjónasöm um margt, en það er leiðinlegt að hún skuli vera svona mikill klaufi við lagfæringar í húsinu. —¦ Já, það er nú meinið, Jane. Hún er alveg bjargarlaus í eldhús- inu. En það er ekki allt fengið með því að vera dugleg husmóðir. Þú ættir að koma oftar út. Þú hefur betra tækifæri til þess en áður, síðan börnin stækkuðu og efna- hagurinn okkar varð betri. Mig hafði ekki grunað að hann mundi gefa mér trompin á höndina. — Það segir þú satt, sagði ég glað- lega. Ég gæti byrjað að læra tennis og farið að synda. Ég ætla að tala um það við Rillu. Marjorie tók þráðinn upp aftur á þriðjudagskvöldið er við sátum yfir matnum. — Við erum allar of bundnar við heimilið, sagði hún. — Við þurfum eitthvað til að toga okkur út, er það ekki rétt, ungfrú Matth- ews? — Konan missir einstaklingseðlið þegar hún giftist, sagði Rilla með áherslu. — Hún verður leiðinleg og áhugalaus. Hún ætti að hafa áhugamál utan heimilisins til að halda sér við. ^ — Heyrirðu það, Harry? sagði Marjorie. — Nú ætla ég að fara að læra synda — að gagni. Kannske ungfrú Matthews vildi kenna mér? — Mig langar líka til að læra að synda, sagði ég við Rillu. — Tony álítur að ég hafi gott af því. Viljið þér kenna mér líka? — Ég hefði gaman af að læra tennis, sagði Sheila Milton. — Þér vilduð kannske æfa mig nokkra klukkutíma, ungfrú Matthew? — Hægan, hægan, sagði Tony. — Við ætum að ná í lærðan þjálf- ara. Það er ekki hægt að búast við að___ — Já,en hún segist hafa gaman af að gera það, sagði ég. — Og það væri líka góð auglýsing fyrir versl- unina yðar. Rilla leit hvössu hornauga á mig. Svo brosti hún ofur fallega. — Ég hef ekkert á móti að gera það, sagði hún. ÞEGAR við komum í klúbbinn síðdegis á laugardag, var Rilla í grunna laugarhelmingnum með höndina undir hökunni á Marjorie. Tony var að ráfa kringum stökk- pallinn og leiddist. Þegar við höfð- um drukkið te kom að því að leið- beina mér á tennivellinum. Ég hef aldrei verið fim með spaðann, og Rilla hafði nóg að hugsa. Þegar við ókum heim á eftir sagði ég hrifinn: —- Er hún ekki dæma- laus? Ég vildi óska að ég væri jafn fim og hún. — Ég er alls ekki neinn klaufi heldur, sagði Tony súr á svipinn. — Að minnsta kosti fannst þér ég fimur hér einu sinni. — Jú, víst ertu duglegur, en þú ættir að fá þér nokkra tíma hjá Rillu. Þú hefur ekki spilað í mörg ár. Honum ofbauð. — Fá tíma hjá kvenmanni? Kemur ekki til mála! — En hún er afar leikin, og. . . . — Já, ég veit að hún er dugleg! orgaði hann. — En hættu að tala um hana eins og hún væri Olymp- íumeistari. Það var ergelsi í röddinni og ég fór að hugleiða, að kannske færi hann að þreytast á að heyra talað um Rillu. En ég vildi ekki gefast upp — ekki ennþá. Alla næstu viku skiftum við Marjorie, Sheila og ég Rillu á milli okkar og sungum henni lof og dýrð þegar við komum heim. Á laugar- daginn átti hátíðin mikla að fara fram. Yfir morgunverðinum sagði Tony' Framh. á bls. 14. — Heyrðu, ég held hún sé að bráðna. Síðustu dagana hefur hún skvett volgu vatni á mig þegar ég er að syngja fyrir hana.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.