Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 Höfum opnað nýja verzlun á Hverfísgötu 49 (á horni á Vatnsstíg og Hverfisgötu) Bjóðum viðskiptamönnum okkar eins og áður aðeins 1. flokks vörur. JUpÍnOL og TERVAL úrin í f jölbreyttu úrvali. ^y^^ciAtisi klukkur. Ht £itt ajf kíetju* Var hann 168 ára? Pálmasunnudag 1958 dó í Mont- eria, Columbia, maður sem talið er að hafi verið sé elsti í heimi. Hann hét Javier Pereira og var fullyrt að hann hefði orðið 168 ára. Pereira var Indíáni og mjög lítill vexti, aðeins 136 sentimetrar. Fæð- ingarvottorð átti hann ekkert, af skiljanlegum ástæðum, því að kirkjubækur Indíána hafa líklega ekki verið skráðar um aldamótin 1800. En þeir sem best þekktu til hans fullyrtu, að hann væri fæddur kringum 1790. Og hann mundi vel frelsisbaráttuna á dögum Simonar Bolivar, en hann dó árið 1830. Fyrir tveimur árum gerði hann sér ferð til New York til þess að láta lækna skoða sig og skera úr hvort hann væri eins gamall og hann var sagður vera. Læknarnir gátu ekki gefið honum vottorð um þetta, en sögðu að hann væri mjög gamall, líklega 150 ára, og alls ekki yngri en 120. Hann giftist fimm sinnum á æf- inni, og þegar hann var í New York fyrir tveimur árum átti hann enga ósk heitari en að ná sér í sjöttu konuna þó gamall væri. Ekki er vitað hve mörg börn hann átti með þessum konum, en síðasta barnabarn hans dó fyrir 17 árum og var þá áttrætt. -------í Sambandi við þennan öld- ung má geta þess, að í fyrra dó í Kassakstan í Rússlandi kósakki einn, sem talinn var 143 ára. — Englendíngurinn Thomas Parr frá Alderbury í Shropshire var, að því er stendur á legsteini hans, fæddur 1483 og dó árið 1635, 152 ára. Hann giftist ekki fyrr en hann var.orðinn áttræður, en hefur þó verið mikið upp á kvenhöndina, að minnsta kosti eftir að hann fór að eldast, því að þegar hann var 105 ára var hann látinn gera iðrun og yfirbót, stand- andi á kirkjugólfi í náttskyrtunni einni, fyrir að hafa gerst nærgöng- ull við ungfrú eina, sem hét Kath- erine Milton. Hann giftist í annað sinn er hann var 122 ára. Þegar fréttist um áletrunina á steini Parrs vildu Ameríkumenn ekki vera slakari. Og fóru að rýna í gamla legsteina hjá sér. Og í Bo- ston fundu þeir legstein Harry Jenkins, sem dó 1670 og var talinn hafa orðið 169 ára. — Býður nokkur betur? ALI KHAN sem er fulltrúi Pakistans á þingi UNO, sagði nýlega er hann var staddur í París: „Meðan stjórnmála- ástandið er svona tvísýnt í heimin- um hef ég svo mikið að gera, að ég sef í buxunum eins og brunavörð- ur." — Daginn eftir að þetta komst á prent kom auglýsing frá einum klæðskeranum í París: „Ég hef saumað buxurnar, sem Ali Khan sefur í." Innskoísborð danskur stíU kr. 2.300,- Sanmaborð sérstaklega falleg kr. 1.685,— Kommóðnr ný gerð, mjög smekklegar kr. 1.520,- Sendum um land allt. 0pL5TpLIN LAUGA VEG58 (Bak við Drangey) Sími/3896 SA HEIMSKI VAR HYGGNASTUR. Ameríkanskur gárungi setti fyrir nokkru bréf á póst, með þessari á- ritun: „Til heimskasta málaflutn- ingsmannsins í Gulfport." í bænum voru 11 málaflutningsmenn og póst- stofan var í vanda. Hún lét bréf- berannn ganga á milli málaflutn- ingsmannanna og sýna þeim bréfið. En tíu þeirra neituðu að taka á móti. Sá ellefti tók hinsvegar á móti bréfinu, og sagði að það mundi vera til sín. Þegar hann opnaði það fann hann 100 dollara seðil í bréfinu og miða með þessum línum: „Ég óska yður til hamingju. Þér eruð alls ekki eins heimskur og stéttabræður yðar halda."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.