Fálkinn


Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 10

Fálkinn - 22.05.1959, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN BANGSI KLUMPITB 3€andasaga fyrir böm 144. — Mig svimar, Klumpur, og ég er með velgju. Ég verð að kasta upp, eða líkast til kast- ast ég niður. Ég þori ekki að horfa kringum mig. — Jæja, þá skal ég hugsa mig um, hvernig við eigum að lenda. Æ, mig verkjar svo mik- ið í handleggina. .. — Við skulum reyna að komast niður, Klumpur, — mig gildir einu hvernig. Ég ætla að loka augunum og hrapa. — Skelfing var gott að kom ast niður á jörðina aftur; þó hún hefði helzt átt að vera mýkri. — Viltu losa mig við það, sem eftir er af vængjunum, Klumpur? Ég ætla aldrei að fljúga framar á ævi minni. — Það var leitt, því að nú er ég bú- inn að læra að lenda. — Heyrðu, Peli. Fyrst gekk allt vel, en svo fékk Strútur svima og mig fór að verkja í handleggina og þá gekk allt illa. Svo lentum við og þá gekk allt vel aftur. — Það var heppilegt, að Mogens pró- fessor hefur ekki fundið mausangúsa enn- þá. Nú skulum við hjálpa honum; við höfum líklega meira vit á því en fluginu. — Sjáum til, það er þá ennþá fjör í prófessornum. Heyrðu, - bíddu svolítið, Mogens minn. Þetta er ekki mausangúsi, heldur hann Soðhlaups-Ólsen, sem þú ert að elta. — Þú munt ekki hafa séð hann Skegg nýlega, Króka gamla? — Jú, hann situr þarna við tréð og lít- ur eftir kökunum. Það er sú sjötta, sem hann lítur eftir í dag. — Jú, þarna sitja þeir. Skeggur hefur gát á kökunni og Díll hefur gát á Skegg, og ég hef gát á sjálfum mér, og þá er allt í lagi. -jc Skrítlur ^c — Wt — Jú, við fórum til Feneyja í sumarfríinu, konan mín og ég. Heilbrigðisfulltrúinn er í eftirlits- ferð í herbúðunum og spyr meðal annars: — Hvaða varúðarráðstafan- ir hafið þið gert gegn því að ekki sé notað óhollt vatn? — Við sjóðum vatnið, svaraði deildarstjórinn. — Alveg rétt. — Og svo síjum við það. — Alveg rétt. — Og svo drekkum við bjór. '~K — Þú ert orðin svo kuldaleg upp á síðkastið. Svaraðu mér hreinskiln- islega: Elskarðu nokkurn annan mann? — Nei, síðan ég giftist þér, hef ég ekki elskað nokkurn mann. Andvarp þeirrar ljóshærðu: — Stúlkan í snyrtivörubúðinni sagði, að þetta ilmvatn mundi koma hon- um til að opna hjarta sitt. En svo opnaði hann bara gluggann í stað- inn, durturinn sá! Bóndinn hafði keypt hænuunga frá hænsnabúi og voru þeir sendir honum í lélegum rimlalaup. Hann sendi hænsnabúinu klögubréf: „Það voru aumu umbúðirnar, sem þér senduð ungana í. Rimlarnir höfðu Iosnað og ungarnir sluppu hver í sína áttina. Loksins hefur mér tekist að hafa upp á ellefu af þeim." Hann fékk þetta svar: „Þér hafið verið heppinn. Við sendum yður ekki nema sex unga.'' Fjölskyldan í skemmtiferð. Og svo var það sjómannsfrúin, sem sagði á skilnaðarstundinni: — Þú verður að lofa mér því, að vera aðeins með karlmönnum þar sem þú kemur í höfn. Þá skal ég lofa þér því sama!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.