Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Forsjáll hundur. „Þetta er þá Bill!" Framh. af bls. 9. dansa, var Súsanna jafn annarleg. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að eina ráðið væri að leysa alveg frá skjóðunni, og sagði: — Heyrðu, Súsanna — gætum við gengið á einhvern afvikinn stað — og talað dálítið saman? - Hún horfði á mig og kinkaði kolli, raunaleg. — Já, mér finnst að við ættum að gera það, Bill. Við skulum koma hérna út á svalir. Þar stóðum við hlið við hlið og störðum út í myrkrið. Gegnum opna gluggana heyrðum við hljóm- sveitina spila angurblíðan vals. — Bill, sagði Súsanna lágt, — mér þykir þetta svo leitt — allt Þegar ég bauð þér að búa hjá okk- ur gerði ég mér ekki ljóst, að allir mundu misskilja hvernig á stóð. — Þú átt þá við, sagði ég var- lega, — að fólk misskilji hvernig á stendur, ef það heldur að við sé- um ástfangin hvort af öðru? Nú varð þögn. Ég horfði á hana og hún var niðurlút. — Ég veit það ekki, nú orðið, Bill, sagði hún skjálfrödduð. — Ég veit það ekki. Allt var svo yndislegt í London, þegar við vor- um tvö ein. En nú eru of margir í leiknum — og mikið af spurning- um og vafningum..... Hún lyfti hendinni til að þurrka tár af auganu. Allt í einu stóðst ég ekki lengur að sjá hana standa þarna og gráta. Ég varð að faðma hana að mér og kyssa tárin af henni. Hún hjúfraði sig að mér og munnur hennar var mjúkur og heitur. Og á þessari stundu fundum við aftur undrið, sem við höfðum upplifað saman í London. Ég var ástfanginn af henni og hún af mér. Okkur hafði þá ekki skjátlast, er við héldum að við ættum saman. Það var aðeins hversdagurinn, sem hafði blindað okkur um stund. En nú var allt komið í samt lag aftur. Við gengum inn í salinn og nú mátti fólkið horfa eins mikið á okkur og það vildi, og brjóta heil- ann um hvenær brúðkaupið yrði. Því að nú var ég einmitt að hugsa um það sama. ¦ínV — Læknirinn sagði mér að ég yrði að slíta öllu sambandi við unnustuna mína. — Hvað er þetta? Er hún veik? — Nei. En hún er gift lækninum. • Og svo var það stúlkan, sem náði í bílinn og~ sagði við bílstjórann: — Akið þér í fæðingardeildina, en þér þurfið ekki að flýta yður, því að ég er bara starfsstúlka þar. —xm ii/e f HISSA ELIZABETH TAYLOR, hin fagra ekkja Mike Todd hafnaði lengi vel öllum tilboðum, sem henni bárust um að leika, en það hafði vitanlega þau áhrif að boðiri í hana hækkuðu. 1 dag fær hún hærri borgun en nokk- ur önnur filmdís. Fyrir nýjustu myndina sína fær hún 270 þúsund dollara og 10% af sýningartekjun- um að auk. • JOHN TAYLOR, amerískur prest- ur, sem verið hafði í prédikunarferð í Englandi, sagði blaðamönnum frá því, er heim kom, að bæði biblíunni og bænabókinni hefði verið stolið af sér í Englandi. Og svo spennti hann greipar og sagði: „Hamingjusöm er sú þjóð, sem stelur biblíum!" • PALUDANUS hét vínkaupmaður í Friedrichsstandt í Þýzkalandi. Hann setti tvö lásahandföng á all- ar dyr heima hjá sér, svo að drukkn- ir vinir, sem heimsóttu hann, skyldu kunna betur við sig hjá hon- um. GEORGE BRUCE ameríski rithöf- undurinn, sem hefur samið hand- ritið að kvikmyndinni „Salómon konungur og drottningin af Saba'', var nýlega kvaddur til Madrid til að breyta nokkrum setningum í kvikmyndinni, sem ekki var hægt að nota eftir að Yul Brynner hafði tekið við aðalhlutverkinu, við frá- fall Tyrone Powers. Þessi biblíu- mynd mun kosta tæpa 6 milljón doll- ara, og yfir 20.000 manns hafa starf- að við hana. • HAILE SELASSIE Eþíuópíukeis- ari, „ljón Júða og keisari keisar- anna", hefur pantað í Englandi hús úr aluminium, sem hægt er að leggja saman og flytja á milli. Ætl- ar hann að nota þetta hús á ferða- lögum sínum um landið. Það eru mörg herbergi og skrifstofur, og húsið kostar 60 þúsund pund. • AMUR-TÍGRISDÝRID í Austur- Síberíu er að verða aldauða. Blað- ið „Isvestija" segir, að ekki muni vera nema 25—30 af þessum stofni á lífi, og hvetur stjórnarvöldin til að friða þau. Þetta eru stærstu tígr- isdýr í heimi, vega yfir 300 kíló og verða 4 metra löng. Þau eru talin gæf — af tígrisdýrum að vera — og ráðast ekki á menn nema þau séu reitt til reiði. HrcMfáta JálkanA Lárétt skýring: 1. hljóðfæri, 4. hleyptu af, 10. rit, 13. brúðkaupsstaður, 15. ferðalöng- un, 16. sveita, 17. öndunarerfiðleik- ar, 19. svæði, 21. durg, 22. manns- nafn, 24.blóðmörskeppur, 26. þvotta dagur, 28. fiskur, 30. einskonar fræ, 31. tala, 33. málmur, 34. gerfimál, 36. rösk, 38. keyri, 39. háskólabær, 40, hættu að pípa, 41. samhljóðar, 42. Dýblinarbúi, 44. slöpp, 45. for- setning, 46. félagsskapur, 48. kvik- myndafélag, 50. togaði, 51. óvinn- andi verk, 54. spilið, 55. hlóð, 56. fareind (efnafr.), 58. kvenrithöf- undur, 60. næsta við miðju, 62. stjórnmálaskörung, 63. tréð, 66. kon- ungur í ísrael, 67. stilltur, 68. starf, 69. ræktarsemi. Lóðrétt skýring: 1. fljót í Rússlandi, 2. högg, 3. hárgreiðslustofa, 5. bungu, 6. höf. pilts og stúlku, 7. sorp, 8. samhljóð- ar, 9. dropi, 10. egghvasst, 11. gal- inn, 12. ílát, 14. ræktað land (þf.), 16. svifu, 18. þeir, sem sjá ofsjónir yfir velgengni annarra, 20. sjálfs- elskan, 22. söngur, 23. ókind, 24. óvenjulegur viðburður, 27. áhald við bakstur á. jólaköku, 29. hoppa, 32. tíðarfar, 34. íþróttasamband, 35. mannsnafn, 36. skella, 37. erfiði, 43. trúarofsi, 47. hreinar, 48. þak- skegg, 49. lögregla í járntjaldsríki, 50. mál, 52. blöð, 53. messa, 54. sögn í spilum, 57. óhreinkar, 58. ás, 59. veiðitæki, 60. forsetning, 61. tón- skáld útl., 64. fjórir, 65. greinir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGATU Lárétt ráðning: 1. kam, 4. goshver, 10. met, 13. Ómar, 15. dropi, 16. póló, 17. ker- ald, 19. kúalím, 21. niða, 22. gró, 24. tro, 26. Nauthólsvík, 28. ofn, 30. iða, 31. kar, 33. rr, 34. var, 36. æra, 38. re, 39. Nigeria, 40. upplagt, 41. HT, 42. idó, 44. ASÍ, 45. at, 46. útá, 48. auk, 50. frá, 51. gullgrafari, 54. neru, 55. Níl, 56. gapa, 58. lengra, 60. takast, 62. orga, 63. gaufa, 66. asni, 67. sót, 68. einræði, 69. tak. Lóðrétt ráðning: 1. Kók, 2. amen, 3. marinn, 5. odd, 6. S.R., 7. hofróða, 8. V.P., 9. eik, 10. Mólokk, 11. Elís, 12. tóm, 14. raða, 16. parí, 18. Laugardalur, 20. útvarpssaga, 22. ghi, 23. Óla, 25. hornhús, 27. þrettán, 29. frítt, 32. argar, 34. vei, 35. Rió, 36. æpa, 37. Alí, 43. Þuríður, 47. ágengt, 48. agn, 49. kal, 50. fipast, 52. urga, 53. raka, 54. Neró, 57. asna, 58. los, 59. agi, 60. tað, 61. til, 64. an, 65. fæ.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.