Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN að í mér hamaðist eins og strokk- bulla. — Sæl, Súsanna, sagði ég. — Ég var farinn að halda að ég kæm- ist aldrei heim til þín. Þú átt heima fyrir utan alla aðgæzlu. Ég ætlaði mér alls ekki að kvarta en ég var bara svo órólegur. En Súsanna svaraði óstinnt: Það er ekki mér að kenna. Ætlarðu ekki að koma inn? Það var alls ekki að sjá, sem ég væri velkomin gestur. Ég tók eftir að roðablettir voru í kinnunum á henni, og ég fór að brjóta heilann um hversvegna hún væri svona reið? Hafði ég gert eitthvað fyrir mér? Eg elti hana upp garðstíginn og inn í húsið. í fordyrunum rákumst við á stelpukrakka, á að gizka fimmtán ára, sem stóð fyrir neðan stigann í býsna tilgerðarlegum stellingum. Hún studdi annari hend- inni hátíðlega á handritið, en hinni hélt hún um ennið, eins og hún væri að leika. Þegar hún kom auga á okkur leið hún hægt út á gólfið. — Svo að þetta er þá Bill, sagði hún. — Komdu sæll, Bill. Það er ég sem er Miranda. Þú verður að afsaka hvað ég er viðutan, en ég er að æfa hlutverk, skilurðu. Ég leik aðalhlutverkið í leikritinu, sem við ætlum að sýna í skólanum. Ég ætla að verða leikkona. Hefur þú gaman af ...... — Miranda! sagði Súsanna. — Gættu nú að þér .... Miranda leit kuldalega á eldri systur sína en hlýlega til mín og dró sig virðulega í hlé. — Það er viðfeldin systir sem þú átt, sagði ég hikandi. — Nei, sagði Súsanna stutt. Hún hagaði sér enn eins og ókunnug manneskja . Nú tók ég eftir að hár- ið á henni var öðruvísi en áður — það var í stuttum, stinnum liðum, eins og hún væri nýkomin frá hár- greiðslukonunni. Og kjóllinn henn- ar var fullmikið skreyttur, eins og hún ætlaði í samkvæmi eða eitt- hvað þessháttar. Ég varð skelkaður í svip, því að nú datt mér í hug, að hún mundi kannske ætla eitthvað út um kvöldið, og skilja mig eftir hjá fjölskyldunni. En svo skildist mér að bæði hárgreiðslan og kjóll- inn mundi verða mér til heiðurs. Lítill strákur birtist er ég setti frá mér töskuna mína. Það var sami peyinn, sem hafði gengið afturábak og grett sig framan í mig. Hann pírði á mig augunum og sagði með biðbjóði í röddinni: — Svo að það varst þá þú! — Tim! sagði Súsanna aðvarandi, og Tim hvarf jafn skjótlega og hann hafði komið, en gretti sig þó aftur á sama hátt og áður. — Viltu — viltu ekki koma inn og heilsa pabba og mömmu? sagði Súsanna hikandi og færði sig nær stofudyrunum. En áður en húri komst lengra opnaðist hurðin, og hnellin, brosandi kona kom fram í forstofuna og rétti fram báðar hendurnar. — Svo að þetta er þá Bill! sagði hún. — Það var gaman að fá að sjá þig. Hún Súsanna hefur talað svo mikið um þig. Mér fannst flibbinn minn vera að hengja mig. Ég muldraði eitt- hvað og tók í höndina á frú Parkes. í sömu svifum kom herra Parkes fram með dagblaðið í hendinni. Hann var hár maður og geðslegur, en augnaráðið var óþægilega hvasst. — Ég er faðir hennar Súsönnu, sagði hann. — Svo að þetta er þá Bill. Viltu ekki koma inn og fá eitthvað að drekka? — Já, sagði móðir Súsönnu, — þér megið til að koma inn! Ég horfði á Súsönnu, en hún sagði ekki eitt einasta orð. Ég gat ekki betur séð en hún væri reið út af einhverju ennþá. Þegar ég kom inn í stofuna var ég settur í hægindastól og svo settust þau hin líka og horfðu á mig. Mér fannst ég vera fyrir rétti. Súsanna sat eins og á nálum á stólbrún skammt frá mér. Nú varð leiðindaþögn þangað til Park- es ræskti sig. — Jæja, svo að þetta er þá Bill. Nú, hvað rná ég bjóða þér? — Æ, það er alveg sama, þökk fyrir, sagði ég. Hann starði á mig. Ég gat séð að hann var að velta fyrir sér hvort Súsanna hefði lent í klónum á manni, sem væri svo drykkfelldur að hann gleypti við hverju sem væri. Hann hellti sjerríi í glas handa mér, og frú Parkes sagði glaðlega: — Nú verður þú að hvíla þig og láta eins og þú værir heima hjá þér, Bill. Ég vona að það fari vel um þig hérna. í kvöld ætlar Súsanna að sýna þér eina veitinga- staðinn í bænum — það er alltaf dansað þar á laugardögum. — En hvað það var gaman, sagði ég. — Við höfum líka ágætan golf- völl hérna, sagði faðir Súsönnu. — Spilar þú golf? — Nei, því miður ekki, svaraði ég. — Jæja, það verður «kki við því gert, sagði hann og horfði með fýlusvip á pípuna sína. — Má ég koma inn? sagði glað- leg rödd frammi í dyrunum. — Ég kom með kökuna. — Æ, fyrir- gefið þið. Ég vissi ekki að þið höfð- uð gesti. Brosandi dama kom inn í stof- una. — Þetta er frú Reynolds, frænka Súsönnu, sagði frúin. — Og þetta er Bill. Ég stóð upp og heilsaði og frú Reynolds sagði: — Svo að þetta er þá Bill! Eg fór að velta fyrir mér hve oft ég mundi eiga að heyra þessa setningu. Mér fór að líða illa. Hvað var orðið úr þessari heimsókn, sem mig hafði dreymt um og ég hafði hlakkað svo mikið til? Þarna sat Súsanna eins og á glóðum og vildi auðsjáanlega ekki hafa neitt saman við mig að sælda, en fjölskyldan suðaði kringum mig, eins og ég hefði fengið verðlaun á gripasýn- ingu. Það lagðist illilega í mig, að bráðum mundi heimilisfaðirinn fara að spyrja mig um, hvort ég væri þess umkominn að geta unnið fyrir dóttur hans. Og í sömu andránni ræksti Parkes sig og sagði: — Ég heyri að þú sért áuglýsingamaður? Nú rann kalt vatn niður eftir hrygglengjunni á mér. — Svo er það kallað, sagði ég. — En ég hef vitanlega ekki nema undirtyllu- stöðu. — Já, sagði hann hugsandi. — Já, skiljanlega. En það munu vera góðar framtíðarhorfur í þessu starfi? Súsanna tók svo snöggt fram í að allir hrukku við: — Pabbi, það er líklega best að ég fylgi Bill upp í gestaherbergið, svo að hann geti þvegið sér og svoleiðis. Ég meina .... hann hefur ferðast langa leið. Ég leit þakkaraugum til hennar, en hún forðaðist vandlega að líta á mig. Hún var mjög rauð í kinn- um, og munnurinn herptur saman. Hún var svo gerólík stúlkunni, sem ég hafði orðið ástfanginn af í Lon- don. Allur sætleikinn og hitinn var horfinn. Þegar ég elti hana upp stigann með töskuna í hendinni, hugsaði ég vondaufur með mér: Þetta er allt misskilningur, hræði- legur misskilningur! í London var hún í fríi, nú er hún heima hjá sér — þetta er sú virkilega Súsanna. Og ég er ekki einu sinni ástfang- inn af henni, engan veginn. Ég ætti að fara heim aftur með fyrstu lest. En vitanlega var orðið of seint að gera það núna. Hún fór með mér inn í gestaher- bergið og hypjaði sig sem skjótast fram að dyrunum aftur. — Ef þig langar að fara í veitingahúsið og dansa, sagði hún hálfvegis úrill, ¦— verðurðu að flýta þér. Það fer að verða áliðið. Hún lokaði dyrunum eftir sér og þarna stóð ég og starði útí bláinn. Sú Súsanna, sem ég þekkti frá Lon- don, hefði aldrei getað talað svona við mig. Henni hafði áreiðanlega snúist hugur líka. Það var ekki hátt á mér risið þegar ég fór að þvo mér og hafa fataskifti. Þegar ég loksins kom niður aft- ur hafði fólkinu fjölgað þar. í and- dyrinu stóðu piltur og stúlka og voru að tala við Súsönnu. Hún kynnti mig fyrir þeim með sama kuldalega hættinum og hún hafði tamið sér. Ég heyrði ekki nöfnin á þeim. Og áður en stúlkan hafði opnað munninn, vissi ég hvað hún mundi segja. — Svo að þetta er þá Bill, sagði hún og leit glettnislega til mín. — Og þú hefur komið þessa löngu leið frá London til að hitta hana Súsönnu! Það er svo rómantískt, finnst mér. En ungi maðurinn horfði yfirlæt- islega á mig og sagði ekkert. — Það er líklega best að komast á stað, sagði Susanna. Það var helst að heyra að hún ætlaði að fara að gráta. Við f órum út og settumst í bílinn unga mannsins. Hann og vinkona hans sátu fram í, ég hjá Súsönnu í aftursætinu. Hún færði sig eins langt frá mér og hægt var og horfði í gaupnir sér án þess að segja nokkurt orð. En stúlkan í framsætinu var sí- malandi. Hún spurði mig um Lond- on og um starfið mitt, og svo sneri hún sér og andvarpaði ánægjulega og sagði: — Þetta er svo róman- tiskt! Að hugsa sér að þið skylduð kynnast svona, og nú .... Hvar ætlið þið annars að búa? í London? Eg góndi bara á hana. Súsanna sagði hátt og óeðligea: — Dorothy, þú veist svo ósköp vel að .... Taktu nú eftir: Bill kom hingað bara í venjulega laugardagsheim- sókn, og þar með er allt sagt — ég segi þér það satt. Loks leit hún á mig, í fyrsta skifti þetta kvöld. Ég" sá að augun í henni voru tárvot. — Mér þykir sárt að það skyldi fara svona, sagði hún lágt. Ég fullvissaði hana um að það skifti engu máli. Hvað gat ég gert annað? En við vissum nú samt bæði, að það skifti miklu máli. Og við vissum bæði, að ég hefði aldrei átt að koma. Það' þurfti mikið til að ást, sem varð til í frí, gæti haldist þegar virku dagarnir kæmu. Það var allt og sumt. í London hafði hún verið frjáls og glöð, og ég hafði verið töfraður, eins og í álfheimum. En jafnvel í London hefði sú ást ekki getað haldist áfram. Nú vorum við þarna, og sáum hvort annað eins og við vorum í raun og veru. Það var allt og sumt. Og það sem gerði allt enn verra — að maður ekki segi óbærilegt — var að þarna var annað fólk að sletta sér fram í. Það sá um allt fyrir okkur, — furða að það skyldi ekki ákveða brúðkaupsdaginn. Ég skyldi vel hvað gerst hafði. Bærinn var lítill og á slíkum stað þótti það fjarri öllum sanni, að ungur maður gerði sér ferð langar leiðir, nema honum væri alvara. Svo að þegar það fréttist að ungur maður frá London væri kominn til að heimsækja Súsönnu, var þegar farið að tala um brúðkaupið. Mig sárlangaði til að hoppa úr bílnum og hlaupa burt. í veitingahúsinu var þó kannske enn verra. Þar var miklu fleira fólk en ég hafði búist við, og allir virtust vera komnir þangað til að skoða vin Súsönnu frá London. Þarna var maður, sem hét Daniel og eitthvað meira, og horfði á mig, eins og hann langaði til að sópa gólfið með andlitinu á mér. Hann bauð Súsönnu í dans, og meðan þau voru að dansa sá ég að hann hvíslaði einhverju að henni og hvessti augun á mig á meðan. Keppinautur, hugsaði ég með mér. Hann hafði líklega verið að biðla til hennar í mörg ár, og nú hafði ég spillt öllu fyrir honum. Ég vorkenndi honum, en þrátt fyrir allt varð ég að verða þar sem ég var kominn, um þessa helgi. Eftir mánudag skyldu þau aldrei sjá mig aftur .....;• Jafnvel meðan við vorum að Framh. á bls. 14. HUNDA-STÆÐI. Það er Bonn, bráðabirgðahöfuðborg V.-Þýzka- lands, sem hefur tekið upp þann sið að setja upp staura á götunum til að binda hunda við. Þetta getur komið sér vel fyrir þá, sem þurfa að bregða sér inn í hús. Það er tek- ið fram á skiltinu, að barna sé vel- komið að binda hvaða hundateg- und sem er, og óneitanlega eru þeir talsvert ólíkir sepparnir tveir, sem sjást á myndinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.