Fálkinn


Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 29.05.1959, Blaðsíða 5
FÁLKINN gera það. En hvernig fer um það, ef Jean-Pierre kemur kröíum sín- um fram? Margt bendir til þess að Dom- enica og bróðir hennar hafi ekki hreint mél í pokanum, en vitan- lega er ákærandinn og aðalvitni hans gallagripir. Jean-Pierre hljóp kornungur að heiman í fússi og skellti eftir sér hurðinni. Hann kom fyrir sig fótum sem ljósmyndari í París, en var svo kvaddur í her- þjónustu og sendur til Marocco. Vottorð hans úr hernum eru lof- samleg, og meðan hann var þar sendi móðurbróðir hans, sem þá var yfirmaður Shell í allri Norð- ur-Afríku, honum peninga við og_ við. En það hrökk ekki til og þeg- ar Jean^Pierre var í leyfum drakk hann út hvern eyri á kránum í Marokko og síðan ,,upp á krít" og lét senda frændanum eða Zell- idjanámuskrifstofunni reikningana. Nú víkur sögunni aftur til Maite. Hún gekk að 2 milljóna tilboðinu, en bað um forgreiðslu á upphæð- inni. Varð samkomulag um að hún skyldi koma á ákveðinn stað. Það gerði hún en samtímis -henni kom bíll og sat kona við stýrið, og um leið kom önnur kona út úr porti. Nærstöddum lögregluþjóni varð starsýnt á þessar þrjár konur, en er þær uppgötvuðu það hurfu tvær inn í bílinn. Þetta er vottfast og ennfremur hefur vitnast að konan í bílnum var einkaritari Jean Lacaze, Irene Richards, en hún er gift málaflutningsmanni hans. Hins vegar er sagan um manninn sem vék sér að Maite á götunni og fékk henni símanúmerið, helber upp- spuni. Maite fór sjálf á fundu móð- urbróður Jean-Pierre, sem hefur borið fyrir rétti að hún hafi sagt sér að hún þekkti systurson hans vel, og að hann væri í svelti. Lac- aze skildist að hún ætlaði að þvinga af honum fé, eftir að hún vissi hve Maite, aðalvitni Jean-Pierre, vændisdrós og vart trúandi. gífurleg auðæfi Domenica átti. Gátan er óráðin — og margar gátur. T. d. það hvort Jean-Pierre hefur lifað á hórfé Maite, en það mundi nægja til þess að svifta hann kjörsonarréttinum. Önnur gáta: Er hugsanlegt að Jean-Pierre sé sonur Domenicu, þó hann sé ekki sonur Paul Guillaume? Hver er þá faðir hans. Það er dómarinn Bat- igne, sem hefur rannsókn málsins með höndum. Hann á úr vöndu að ráða. Og enn hafa ný gífurtíðindi bæst við: nafn amerísku dollara- drottningarinnar Margaret Thom- son-Biddle hefur bendlast við mál- ið. Frú Biddle var aðalhluthafi í „Newmont Mining Corporation" — blý og zinknámur — og margfald- ur milrjónamæringur. Hún erfði feikna auð eftir föður sinn, giftist svo pólskum fursta, hjónabandið sprakk og þá giftist hún aftur ame- ríska sendiherranum í Varsjá, Anthony Drexel Biddle. Skildi við hann líka og settist svo að í París Framh. á bls. 15. MAÐURINN, SEM - hafði nia augað 51 1) Tónskáldið Jacques Offenbach, sem fæddist 20. júní 1819 fékk tón- listina með móðurmjólkinni. Hann var látinn sofna í vöggunni við „Zimmers Vals", og tónlistin hreif hann svo snemma að hann var ekki nema 14 ára þegar hann fékk stöðu sem cellisti í hljómsveit frönsku óperunnar. 2) Árið 1855 fékk hann leikhús sjálfur í París, og þar sýndi hann óperettur sínar, með öllum fallegu lögunum, sem fólk lærði og raulaði Hann varð afar vinsæll og græddi of fjár. En fólk pískraði um ýmislegt dularfullt, sem fylgdi þessum manni. Var því haldið fram að hann hefði „illt auga", og maðurinn sem Offanbach hafði keypt „Gaité"-leikhúsið af, dó skömmu eftir að kaupin voru gerð. Það þótti ekki einleikið: 3) í sýningarferðum Offanbachs gerðist alltaf eitthvað kynlegt. í einni Ameríku- ferðihni varð leikflokkur hans fyrir járn- brautarslysi. Einu sinni er hann var á siglingu á Rín, kviknaði í skipinu. Og síðar kviknaði í gistihúsinu sem hann bjó í. Oft dóu ýmsir leikendur hans sviplega. Og fólk var beinlínis hrætt við þennan mann — höfund hinnar dásamlegu óperettu „Helenu fögru". 4) Þegar Offenbach var að semja frægasta verk sitt „Æfintýri Hoffmans" var hann orð- inn sjúklingur og átti ekki langt eftir óhfað. Hann var í hitavímu allan tímann og fannst alltaf draugar vera kringum sig, eins og þeir sem koma fyrir í óperunni. Hinn 3. október 1880 datt hann út af dauður við hljóðfærið sitt. 5) Við frumsýninguna á „Hoffmans-æfintýrinu" í Ring-leikhúsinu í Vín 7. des. 1881 varð bruni sem kostaði fleiri mannslíf en nokkur leikhúsbruni í sögunni. Sprittlampi á leiksviðinu valt, og eldurinn breiddist svo fljótt út, að aðeins 20 manns á svölunum, af 600 áhorfendum þar, tókst að bjarga sér út. — Hjátrúarfullt fólk kenndi þetta „illa auganu", sem gat haldið áfram að vinna tjón jafnvel eftir að Offenbach var dauður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.