Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Sviðsmynd úr 2, þætti. „BETLISTÚDENTINN" ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sýnir um þess- ar mundir óperettuna „Betlistúd- entinn“ eftir austuríska tónskáld- ið Karl Millöcker undir leikstjórn landa hans, prófessors Adolf Rotts, forstjóra Burgtheater í Vínarborg og yfirleikstjóra Ríkisóperunnar í Vín. Leikurinn gerist í Krakau í Pól- landi 1704. Ágúst kjörfursti í Sax- landi hefur flæmt hinn réttborna þjóðhöfðingja, Adam Kasimir her- toga (Sverrir Kjartansson) í út- legð og setzt sjálfur að völdum. Einn af foringjum kjörfurstans, Ollendorf ofursti (Guðmundur Jónsson) hefur fellt ástarhug til Láru (Þuríður Pálsdóttir), eldri dóttur Novölsku greifynju (Sólveig Hjaltested), sem er fátæk en stolt, en Lára vildi ekki líta við svo gömlum manni. Ollendorf hyggur á hefndir og fær betlistúdentinn Symon (Guðmundur Guðjónsson), sem er fangi, til að búast gerfi auð- ugs fursta og ætlar honum að kvæn- ast Láru. En á meðan Ollendorf er í fangelsinu tekst öðrum fanga að strjúka, og það er engipn annar en Kasimir hertogi s-jálfur. Hann þekk- ist ekki og gerist þjónn hjá greifa- frúnni, móður Láru. Ollendorf sér um, að Symon, sem nú læzt vera auðugur fursti, kynnist Láru. Og hvort sem það hefur verið titill hans og auður eða glæsimennska, sem réði gerðum Láru þá er það víst, að hún tók bónorði hans umsvifalaust. Symon er þessi leikur þó ekki ljúfur, því að hann fellir þegar ást- arhug til Láru og vill ekki blekkja hana. Ákveður hann að Ijóstra upp leyndarmálinu fyrir brúðkaupið, en Ollendorf kom í veg fyrir það, og brúðurin og móðir hennar kom- ast fyrst að hinu sanna, þegar fang- ar koma til þess að óska brúðhjón- unum heilla. Meðan á veizlunni stendur fær Ollendorf þau boð að Kasimir sé meðal gestanna og er honum skip- að að komast að því, hver hann er og handtaka hann. Ekki grunar hann samt þjóninn um græzku og biður hann um að finna fyrir sig hertogann. Kasimir kveðst fús til þess fái hann 200 þús. dali fyrir, en það fé ætlar hann að ncta til að múta varðliðsforingja borgarinnar til þess að gefa honum virkið í hendur, þegar uppreisnin hefjist. Symon er aftur orðinn betlistúd- ent, sem reikar um göturnar, en Kasimir kemur þá til hans og segir honum hver hann raunverulega sé. Hann getur ekki gefið sig sjálfur á vald óvinunum til þess að fá mútuféð og biður Symon um að lát- ast vera Kasimir, en hertoginn heldur áfram þjónshlutverkinu. — Þegar Ollendorf fær Symon í hend- ur og álítur það Kasimir, skipar hann strax svo fyrir að aftakan skuli fara fram hið bráðasta. En áður en af því verður hefur upp- reisnin hafizt og virkið er frelsað. Þegar Kasimir hefur aftur náð ríki sínu aðlar hann Symon svo Lára þarf ekki að taka niður fyr- ir sig. Sjálfur gengur hann að eiga Bronislövu yngri systur hennar (Nanna Egils Björnsson) og Ollen- dorf hlýtur „lífstíðarfangelsi“ við hlið Novölsku greifafrúar. Með hlutverk liðsforingja fara Kristinn Hallsson, Rúrik Haralds- son, Bessi Bjarnason og Dóra Reyn- dal. Evar Kvaran leikur fangelsis- stjórann og Klemenz Jónsson og Baldvin Halldórsson fangaverði. Öll er sýningin hin glæsilegasta og sennilega hin vandaðasta, sem hér hefur sézt, enda taka þátt í henni og aðstoða við hana á annað hundrað manns. Hringsvið Þjóð- leikhússins er óspart notað á hinn skemmtilegasta hátt. Söngvararnir eru allir íslenzkir, en þrír útlendingar eiga samt sinn stóra þátt í því, hve vel þessi sýn- ing hefur tekizt. Fyrst og fremst er það að sjálfsögðu leikstjórinn, prófessor Rott, sem er einn þekkt- asti og eftirsóttasti leikstjóri í Ev- rópu, enda stjórnað óperum og leik- sýningum í fjölda löndum. Tón- listarstjórinn er Hans Antolitsch, Vínarbúi, sem hefur verið stjórn- andi hljómsveitar Ríkisútvarpsins síðan í haust. Þá hefur danski ball- ettmeistarinn Svend Bunch samið dansana, æft þá og stjórnað þeim. Leiktjöld og búningar eru mjög skrautlegir, en þeir eru að mestu fengnir frá Stokkhólmsóperunni, en prófessor Rott sá um uppfærslu Betlistúdentsins þar. Egill Bjarnason hefur þýtt texta óperunnar. Betlistúdentinn er síðasta við- fangsefni Þjóðleikhússins á þessu starfsári. Er ekki ósennilegt, að kveikja verði á rauðu lukt leikhúss- ins hvert það kvöld, sem óperettan er sýnd þar. Symon (Guðm. Guðjónsson). Hvert er feröinni heitiö - 3 ^cgA^cAAar Hringferðin Hellisheiði — Ölfus — Grafningur — um Hagavík og Nesjavelli — Mosfellsheiði er alls ekki eins tíðfarin og maður skyldi ætla, en er skammt liðið síðan greiðfært varð sunnan Þingvalla- vatns. Og þó maður hafi komið austur að Sogi áður þá er það svo um það vatnsfall og umhverfi þess, að maður vill gjarnan sjá það aft- ur, því að fegurri á er varla til á landinu. Laxá í Þingéyjarsýslu er einna svipuðust. Og svo bætist það við, að í Sog- inu eru mestu virkjunarmannvirki landsins. Við írafoss, Kistufoss, Ljósafoss og loks undir Dráttarhlíð- inni nýja stöðin, sem bráðum er fullgerð og bætir úr tilfinnanlegri orkuþörf um sinn. Öll þessi mann- virki er fróðlegt að skoða, ekki sízt það nýjasta. En fleira ber fyrir augað meðfram Soginu. Þegar kom- ið er austur yfir Sogsbrún, er kom- ið í Þrastaskóg, sem eflaust á fyrir sér að aukast og fríkka á næstu ár- um. Þá blasir næst við „Álftavatn- ið bjarta“, sem Steingrímur kveð- ur um, en þegar kemur inn að Kistufossi fer hallinn að gera vart við sig. Eru nú samfelldir fossar og strengir í Soginu alla leið upp að Úlfljótsvatni, sem kennt er við fyrsta lögsögumanninn á íslandi. Á hægri hönd gnæfir Búrfell í Gríms- nesi, en skammt fyrir ofan Kistu- foss er Axarhólmi 1 Soginu. Eru ýmsar þjóðsögur til um hann, og Sogið hefur friðað hann fyrir á- gangi sauðfjár, og varðveitt skóg- argróður þar. Ofanvert við Úlfljótsvatn blasir nýjasta rafstöðin í Soginu við. — Heimleiðin liggur meðfram Þing- vallavatni suðvestanverðu um Hagavík, Nesjar og Hestvík, en á hægri hönd sjást hverirnir í Hengl- inum, sem einhvern tíma munu verða heilsulind gigtveikra manna. Síðan liggur leiðin upp Jórukleyf, en Jórutindur blasir við á vinstri hönd áður en haldið er á brattan. Er undurfagurt meðfram vatninu. í Hagavík er mikill skóggræðsla, sem dr. Helgi heitinn Tómasson hóf eftir að hann keypti jörðina. Gróð- ursetti hann í landi sinu fleiri skóg- arplöntur en nokkur einstakur mað- ur á landinu hefur gert. Úr Hestvíkinni liggur leiðin norð- ur með Þingvallavatni austan í Svínahlíð, unz komið er að Heið- arbæ. Þar sveigir vegurinn vestur á Þingvallaveginn, og er þá kom- ið á slóðir, sem öllum eru kunnar. — Ferðafélagið fer þessa hringferð á sunnudaginn kemur. Góða ferð! Ameríkumenn drekka ónýtara kaffi en þeir hafa gert áður, segir „The Pan-American Coffee Bureau"7 sem segir að ameríkanska húsmóð- irin fái nú 64,6 bolla af kaffi úr pundinu, í stað 45,9 bolla árið 1949.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.