Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN 4? 4? 4? tÞ 4? Jranihaidiía^a H? H? H? *b 4? GRAFIN LIFANDI? % 4* 4* 4* 4* «/ dófa o9 llindri dit 4* 4* 4* 4* Framh. Joe var að jafnaði heldur fár við ókunnuga. En áminning frú Snow um að skemmta sér um hátíðina vakti hjá honum löngun til að upphfa eitthvað spennandi. Og þetta þarna gat maður kallað að skemmta sér — hitta á óvart viðfeldn- asta mann, og heyra hávaðann þarna inni og allar þessar rymjandi raddir og finna bragðið að bjórnum. Og svo þurfti maður ekki að vera í vanda með að tala við Danny, því að hann hafði alltaf orðið sjálfur — sagði frá dóttur sinni og hvílík ljómandi kona hún væri. Og svo frá manninum hennar, þessum líka fyrirmynd- ar manni, og að hjúkrunarkonurnar í fæðingar- stofnuninni höfðu sagt, að þær hefðu aldrei séð jafn efnilegt nýfætt barn! Joe drakk glasið í botn og lét Danny bjóða annað. Nú fór að birta yfir honum. Þessi Danny var gull af manni. Hann hafði átt skemmtilega ævi, með öll blessuð börnin sín, og nú átti hann barnabarn líka .... Nú mundi Joe allt í einu eftir Minnu og leit á klukkuna. Æ, hver fjár- inn, nú hafði hann slugsað þarna í hálftíma. Og nú hafði Danny aftur tekið handleggnum um axlirnar á honum. — Þó mér þyki það skrambi leiðinlegt þá verð ég samt að fara. Ég á að sækja bónvél fyr- ir konuna mína, annars yrði helvítið heitt heima. — Helvítið heitt! Danny urraði af hlátri. — Heyrðuð þið hvað hann sagði? kallaði hann til hinna gestanna, — hérna situr maður, sem er skíthræddur við konuna sína, svo hræddur að nú verður hann að fara til að ná í bónvél! Enginn virtist taka eftir því, sem hann sagði. En byrlarinn, sem stóð beint fyrir framan þá, setti upp meðaumkvunarbros. Joe fann að hann roðnaði af reiði og blygðun. Vitanlega hlógu þeir allir að honum. Var nema sjálfsagt að þeir gerðu það? Þetta voru karlar í krapinu, sem komu hingað. Þeir létu ekki kerlingarnar sínar segja sér fyrir verkum. Þeir gátu drukkið og skemmt sér eins og þeim sýndist. Skemmt sér! Þessi orð — og svo þessi tvö glös, sem hann hafði drukkið, nægðu til þess að vekja í honum metnaðinn. Minna með þetta eilífa: — og svo kemur þú beina leið heim og ferð ekki að flækjast neitt. Hvað hélt hún að hann væri? Mús, ha? Fari bónvélin í helvíti! Hann gat sótt hana þegar honum sjálfum leist. Hann sneri sér að Danny og klappaði kumpánlega á bakið á hon- um. Það var eins og hlýr sjálfstæðisstraumur færi um hann allan. — Drekktu úr glasinu, lagsi. Nú býð ég nýtt glas! Klukkan var orðin yfir tólf. Frú Snow stóð beint undir lampanum í loftinu og þrýsti hend- inni að munninum til að æpa ekki. Með hverj- um tímanum sem leið, og vonin þvarr um að Joe kæmi, náði angistin meira og meira valdi á henni. Hún fanm hvernig hún óx, þumlung eftir þumlung, hún hafði yfirgnæft kvalirnar, sem sulturinn bakaði henni, og hún var enn sterkari en brennandi þorstinn, sem nú var far- inn að kvelja hana. Angistin hafði náð valdi á henni. Hún hafði aldrei vitað fyrr, að svona angist væri til. Hún var eins og hræðilegt, við- bjóðslegt skordýr, sem hafði etið sig inn í hana, eins og kolkrabbi, sem hafði læst öngunum um hana og var að krerryja í henni hjartað, smaug eftir mænunni í henni og nagaði heilann. Joe kom þá ekki. Honum hafði ekki seinkað vegna þess að hann hafði komist seint af stað eða misst af jarðbrautinni, eins og hún hafði hugsað sér fyrst. Hann kom blátt áfram ekki. í gertrufluðum huga frú Snow var Bruce orð- inn yfirnáttúrleg vera, lævíst illmenni. Og hann hafði beitt brögðum við Joe, lagt á hann, alveg eins og hann hafði lagt á Lornu og Arlene. Nú var öll von úti. Engin von! Engin von! Orðin voru eins og hamarshögg í brjósti hennar, bergmál þungra hjartaslaganna. Nú fannst henni loftið fara að hreyfast yfir höfðinu á sér, það var að síga, fannst henni, og veggirnir hreyfðust og mjök- uðust nær og nær henni. Gljáandi silfurbikar- arnir ,sem Arlene var svo iðin við að fægja, höfðu verið henni til huggunar fyrst í stað, en nú voru þeir eins og martröð, — þeir voru sjóð- urinn, sem lagður var í gröf með hinum látna. Því að þetta var gröf. Og sjálf var hún grafin lifandi. Hún átti að deyja! Henni fannst hún vera að drukkna, hræðslan var eins og alda á ólgandi hafi. .. alda! í neyð sinni hélt frú Snow dauðahaldi í myndina af öldunni, þetta var alls ekki hræðsla, það var vatn sem skolaðist yfir hana. Hún var stödd á seglabáti, hún hafði lent í landnyrðingi. En storm úti á sjó var hægt að berjast við, já- kvætt, með því að beita þrekinu... og hug- rekkinu . .. það var hægt að berjast þar .... Frú Snow tókst með mestu erfiðismunum að einbeita huganum og búast til árásar gegn þessari mögnuðu hræðslu, og það var líkast og hún hefði betur um sinn. Fyrst hjaðnaði ópið, sem hafði búið um sig í kverkunum á henni, svo linuðust krampakikkirnir í líkamanum, og nú stóð hún á miðju gólfinu, stynjandi og vot af svita. Magnþrota, en fyllilega með sjálfri sér. En þetta var alveg ný manneskja, rænd öll- um tálvonum. Manneskjan, sem hafði fengið styrk með afsali allra vona. Svo að ég á þá að deyja, hugsaði hún með sér. Ég á að deyja. Og eiginlega er það ekki hræðilegt, þó að kona komin um sextugt eigi að deyja. Þetta gerist á hverjum degi .... Og þegar hún hafði fallist á tilhugsunina um dauðann, tók hún eftir að nú gat hún farið að vona og hughreysta sig á alveg nýjum grund- velli. Alltaf gat eitthvað viljað til. Það gat t. d. hugsast að Lorna kæmi, einhverra hluta vegna, fyrr heim en hún hafði ætlað sér. Og svo var það blessunín hann Hilary gamli Prynne. Sem gamall vinur Gordons var hann vanur að koma skálmandi á hverjum laugardegi og sækja Adelaide í hádegisverð á Plaze. Henni hafði dottið Hilary í hug fyrr um daginn, en þá hafði hún treyst Joe svo vel, að hún hugsaði ekki frek- ar um Hilary. Hann mundi vafalaust koma á morgun. Hann mundi hringja dyrabjöllunni, því að þessi hádegisverður var orðinn svo föst regla, órjúfanleg venja þeirra beggja, að hann mundi undireins gruna að eitthvað væri að þegar eng- inn svaraði hringingunni. Jú, fljótlega gat eitthvað orðið til að bjarga henni. En nú var fyrir mestu að hún færi spar- lega með kraftana. Hún varð að reyna að sofna. Frú Snow leit á lampann í loftinu. Hve lengi gat svona lampi logað? Hún hafði ekki hug- mynd um það. Það væri hræðilegt að eiga að liggja í þessari loftillu kompu í þreifandi myrkri, en enn verri væri þó tilhugsunin um að lampinn væri brunninn út. Hún rétti upp hend- ina og skrúfaði peruna frá. Og nú lagðist myrkr- ið yfir hana eins og vot ullarvoð. Hún beygði sig og lagðist endilöng á stein- gólfið. Reyndi að ímynda sér að hún lægi í klefanum um borð í bátnum hjá Gordon. Það var eina litla vistarveran, sem hún hafði aldrei verið hrædd í. Já, hún lá í klefanum og báturinn ruggaði og — já, Gordon lá í hinni rekkjunni. En það var erfitt að halda í þessa ímyndun. Nú kvaldi þorstinn hana aftur. En hún gat af- borið hann. Hann var í rauninni ekki verri en venjuleg tannpína. Og svo fór hún að vona aft- ur. Hún endurtók með sjálfri sér, að ómögu- lega hefði Bruce getað vitað neitt um það, sem hún hafði talað við Joe viðvíkjandi bónvélinni. Það hlaut að vera önnur skýring á því að Joe kom ekki. Hver veit nema hann hefði fengið gesti. En hvað svo sem fyrir hafði komið mundi frú Polansky sjá um að gólfin hennar yrðu bón- uð um hvítasunnuna. Jú, áreiðanlega. Joe mundi koma í fyrramál- ið. Hún rétti höndina út í myrkrið og þreifaði eftir bikarnum, sem hún hafði sett á gólfið. Hann hlaut að vera skammt frá henni. Hún varð að vera tilbúin að berja í loftrörið til að ná í Joe. Skömmu eftir klukkan þrjú um nóttina stóð Joe Polansky á efsta þrepinu niður að jarð- brautinni og horfði á eftir Danny, sem var á leiðinni niður, slagandi. — Blessaður, Danny. Við sjáumst á morgun. Blessaður! Aldrei um ævina hafði verið léttara yfir Joe. Danny og hann höfðu húsvitjað hverja einustu krá þarna á næstu grösum, og Danny hafði boð- ið honum til Jersey á morgun og þá ætluðu þeir að halda afmæli barnabarnsins hátíðlegt llan daginn. Joe hafði eignast veruiega góðan vin. Hann hafði eignast stað, sem hann var allt- af velkominn á. Allt var dásamlegt og rósrautt. En meðan Joe stóð þarna riðandi varð honum hugsað til frú Snow. Nú var hún alein í stóra húsinu. Það var óvarlegt. Hugsum okkur ef innbrotsþjófar kæmi? Og það var ekki nema eðlilegt, jafn mikið verðmæti og var í því húsi. Það fór hlýr straumur um hann hvenær sem hann hugsaði til frú Snow. Hún talaði eidrei við hann í skipunartón. Hún las aldrei yfir hon- um að hann ætti að gera þetta og þetta, ónei. Farið þér bara og skemmtið yður vel um hvíta- sunnuna. Hann varð gagntekinn af hlýhug sínuh til frú Snow og áhyggjum sínum af henni, einmitt þessa stundina. Hún þurfti að hafa karlmann í húsinu — verndara. Og sá maður var hann sjálfur — Joe! Hann var réttur maður á rétt- um stað. Tilhugsunin um litlu kompuna í kjall- aranum var svo lokkandi einmitt núna. Þar var engin Minna til að ráða og rexa. Hann var þreyttur á Minnu. Hann fór niður í jarðbrautarstöðina og að þrönga hliðinu, sem fargjaldið var greitt við. Þuklaði á öðrum vasanum — nei. Svo á hinum. Og fumandi þuklaði hann á fyrri vasanum aft- ur. Svo skildi hann: hann átti ekki eitt einasta cent. Hver gat búist við að skitnir fimm doll- arar sæu svo langt, úr því að maður fór út til að skemmta sér? Nei, hann átti ekki eitt cent! Ekkert hægt að gera við því. Aumingja frú Snow. Þá varð hún að vera ein í alla nótt. Ojæja. Og hann varð að snauta heim. Heim til Minnu. Hann var þungstígur upp þrepin tilbaka, en honum hafði ekki fallist hugur. Kannske var réttast að fara heim. Það var mál til komið að hann léti Minnu sjá, að hann var húsbóndi á sínu heimili. Það var ekki of snemmt. Honum gekk illa að stinga lyklinum í skráar- gatið. Hann var að bisa við það þegar hurðin hrökk upp. Þar stóð Minna í náttkjólnum, stór og virkjamikil og eldrauð í framan. — Joe Polansky! Þú ert þá fullur! Hvað er að sjá þetta? Dauðadrukkinn. Og hvar er bón- vélin, sem þú ætlaðir að sækja? Joe þrammaði virðulega framhjá henni. Minna snerist á hæli og þreif í öxlina á hon- um. — Þú ættir að kunna að skammast þín. Og

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.