Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 4

Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN t,(fxembcupg er auðugt land og á sér merka sögu Eftir sex ár heldur stórhertoga- dæmið Luxemburg hátíðlegt þús- und ára ríkisafmæli sitt. Það hefur að vísu verið undir aðra gefið ann- að veifið, þessi þúsund ár, er ríkið telst stofnað árið 963. Og byggt hefur landið verið framan úr forn- eskju. Fyrst voru þar Ligurar, en hálfri sjöttu öld fyrir Krists burð hröktu Keltar þá burt og sátu þar í 500 ár, uns hersveitir Cáesars lögðu þá undir sig kringum 50 árum f. Kr. Sigefroid Ardenna greifi er talinn stofnandi ríkisins og höfuðborgar- innar. Hann átti góða menn að og fékk afsal fyrir jarðarskika, þar sem nú stendur höfuðborgin, 12. apríl 936, á Bockhamri. Greifinn af Trier var seljandinn og staðurinn hét Lucilinourhue, en Sigefroid skírði staðinn Lutzelburg (Litla- höll). Þarna á hamrinum voru rúst- ir af rómversku virki frá 3. öld, eins og víðar þar, sem Rómverjar höfðu haft bækistöð. Sagan segir að Sigefroid greifi hafi lofað djöflinum sál sinni, ef hann byggði fyrir sig kastala á Bockhamri á einni nóttu. Þar stend- ur enn hálffallinn turn, sem kvað vera hluti af þessu virki, og heitir „Brotna tönnin“. En önnur þjóð- saga er sú, að einn dag reið Sige- froid um Alzette-dal. Sá hann þá hvar fögur kona sat uppi á hamrin- um og greiddi hár sitt. Hann bað konunnar og kvæntist henni. Þetta var afgyðja og hélt Melusina. Hún töfraði fram höllina á einni nóttu og gaf manni sínum. En hún lagði ríkt á við hann, að hann mætti ald- rei spyrja um uppruna hennar, og alla laugardaga vildi hún vera ein, og mátti hann þá aldrei hnýsast um hana. Þetta hélt hann í mörg ár, en loks kom að því, að hann í af- brýði veitti henni eftirför í laumi einn laugardagsmorguninn. Hún stakk sér í ána, en varð að samri stundu að hafmeyju. Þá brá Sige- froid svo að rann rak upp vein. Er Melusina heyrði það, leit hún rauna lega til hans og hvarf inn í hamar- inn. Sigefroid sá hana aldrei síðan, en 7. hvert ár vaknar hún aftur til mannlífsins og sést þá, ýmist sem undurfögur kona, eða sem naðra með lykil í munninum. Sá sem þor- ir að kyssa þessa konu eða hrifsa lykilinn úr kjafti nöðrunnar, eign- ast alla fjársjóði Luxembourg og frelsar Melusinu úr álögunum. En Luxembourg — höfuðborgin. Gamall kastali. hún situr enn í hamrinum og saum- ar kjól — stingur eitt nálarspor 7. hvert ár. Og verði kjóllinn fullgerð- ur áður en hún leysist úr álögun- um, mun hamarinn gleypa alla Luxembourgbúa! ------En svo vikið sé að veru- leikanum, er það af höllinni á Blockhamri að segja, að hún var stækkuð og fullkomnuð fyrstu ald- irnar, en á 15. öld fór henni að hnigna og er nú í rústum. En í hamrinum undir henni eru jarð- göng og grafhýsi, um 25 km. löng og mundu allir íbúar borgarinnar rúmast þar, svo eigi er skortur á loftvarnarbyrgjum í höfuðstaðnum. í loftárásunum í síðari heimsstyrj- öldinni voru oft um 40.000 manns í þessum gömlu jarðgöngum í hamr- inum. Það voru Spánverjar, sem grófu þessi göng, er þeir ætluðu að fara að endurbæta virkið, árið 1632, en það féll þó í hlut virkjameistara Lúðvíks 14. — Sébastien de Vau- ban greifa (1633—1707) — að full- komna virkin á Bockhamri svo, að þau voru talin óvinnandi. Ná- grannastórveldin réðu því að þau voru lögð niður á árunum 1867— 80, en síðan 1933 hefur almenningur átt aðgang að rústunum og hellis- göngunum. Og nú draga þessi gömlu mannvirki fjölda skemmtiferðafólks að, og margir líkja þeim við kata- komburnar í Róm. — En höfuðstaðurinn hefur fleira að sýna en gamla virkið í Bock- hamri. Þar er dómkirkja Notre Dame, upprunalega reist af Jesúít- um og með stórmerkilegu orgeli, og skammt frá henni stórhertogahöll- in, en elsti hluti hennar er byggður af Spánverjum á 17. öld. En St. Quirinus-kapellan, höggin inn í klett, er elsta mannvirkið í Luxem- bourg, og eitt af elstu mannvirkjum kristninnar. Einn er sá staður, sem Luxem- bourgurum er helgur, og þeir sýna útlendingum með miklum fjálgleik. Það er bletturinn fyrir framan gamla stórhýsið Ditsch, sem Jóhann blindi stóð á, er lýðurinn hyllti hann, snemma á 14. öld. Hann var greifi af Luxembourg og konungur í Bæheimi, og þó blindur væri tók hann þátt 1 orustunni við Crecy 1346 með Philippe II. Frakkakon- ungi gegn „svarta prinsinum“, rík- iserfingja Englands. Þar féll Jó- hann blindi. „Orustan var ekki dauða þessa manns virði“, sagði svarti prinsinn og tók þrjár strúts- fjaðrir úr hjálmi Jóhanns og' tók upp Turn Notre Dame í Luxembourg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.