Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 9
FÁLKIN N 9 lega fallegt, og nota eitthvað af þessu ilmvatni, sem þú varst að tala um. Og svo skaltu ganga hægt fyrir framan sjónvarpstækið meðan hann horfir á það. Og sjáðu svo hvað skeður. — Ætli hann biðji mig ekki um að fara frá, sagði Lucy, en féllst þó á að rétt væri að reyna þetta. FRAMAN af kvöldinu gekk allt eins og venja var til. Nikulás sat óbifanlegur fyrir framan sjónvarpið. Lucy þvoði upp og las kvöldblöðin og fór svo inn og horfði á fáeina sjónvarpsþætti. Svo afréð hún að leggja til atlögu. — Við skulum fara að hátta, góði, sagði hún og brosti lokkandi. — Hátta — svona snemma? Hann horfði forviða á hana. — Við skul- um að minnsta kosti sjá þessa dag- skrá .... Eitt augnablik barðist hún við freistinguna — hvort hún ætti að sparka svo duglega í hann, að hann gæti ekki horft á sjónvarp í heila viku. En hana grunaði, að ef hún gerði það, mundi hann flytja sóf- ann til, þannig, að hann gæti horft á sjónvarpið, þó hann lægi. Hún stillti sig um það, með erfið- ismunum þó. Svo datt henni í hug það, sem móðir hennar hafði sagt. Þetta var svo sem ekki frumleg aðferð, en Lucy var farin að ör- vænta. Hún fór inn í svefnherberg- ið og í bláa náttkjólinn, sem var eins og nýr. Hún farðaði sig vand- lega og nuddaði ilmvatni bak við eyrun. Henni fannst hún vera eins konar blendingur af Mata Hari og Salome, er hún fór inn í stofuna aftur til að hefja atlöguna gegn Lása sínum. Henni lá við að hugfallast, — en svo andaði hún djúpt og sveif fyrir framan sjónvarpstækið. Hann leit til hennar. Hún beit á vörina og fékk hjartslátt, en leit til hans á móti. — Lucy, sagði hann mildilega, — þú ert fyrir mér. Ég get ekki séð skrífuna, þegar þú stendur þarna. Hún stóð grafkyrr nokkrar sek- úndur. — Þú verður að afsaka, sagði hún með erfiðismunum, og röddin var köld eins og norðangjóla. En Nikulák tók ekkert eftir því. Hann teygði sig bara til hliðar, til þess að sjá betur. Lucy nötraði af reiði. Þetta hafði verið úrslitatilraunin, og hún hafði brugðist. Hvað stoðaði að sjóða mat og stoppa sokka og klæða sig fallega og stjórna skapsmunum sinum’ Þetta hjónaband hafði orðið hrapa- legt lánleysi. Hún strunsaði inn í svefnherberg- ið, snaraði sér úr náttkjólnum og fleygði honum á gólfið. Svo fór hún í baðmullarnáttkjólinn, sem hún var vön að nota og óð inn í svefnher- bergið, þar sem aðeins var beddi og nokkur koffort og töskur. Þarna gat hún þó að minnsta kosti verið út af fyrir sig, og það var einmitt það, sem hún þurfti núna. Hún var handviss um, að hún mundi ekki geta sofnað. Líklega mundi hún verða andvaka í alla nótt og hata Nikulás og óska að hún væri steindauð. En það fór samt svo, að hún sofnaði áður en dag- skrá sjónvarpsins var á enda. Hún vaknaði við, að kveikt var í herberginu. Nikulás stóð í dyrun- um og starði á hana. — Hvað ertu að gera hérna inni? spurði hann. Hún hafði lengi tamið sér að stilla sig og það munaði minnstu að hún færi að afsaka sig með því að hún væri kvefuð. En þá fór Niku- lás að tala aftur. — Ertu reið út af einhverju? spurði hann forviða. — Hef ég gert eitthvað fyrir mér? Nú brast eitthvað í henni. Öll still- ingin, sem hún hafði tamið sér þessi ár, sem hún hafði verið gift, rauk út í veður og vind. — Gert eitthvað, öskraði hún og það hvein í röddinni, eins og í loft- varnarmerki. — Hvort þú hafir gert eitthvað? Þú gerir ekki annað en sitja og góna á þessa hræðilegu sjón- varpsdagskrá kvöld eftir kvöld. Kvöld eftir kvöld eftir kvöld! Lúcy þreif koddann sinn og þeytti hon- um á gólfið. Nú gapti Nikulás. — Er það nokk- ur glæpur? sagði hann. Lucy settist upp í rúminu. — Já, það er glæpur! hljóðaði hún. — Þú talar aldrei orð við mig og stendur alveg á sama um mig. Þú ert dá- leiddur af þessu bölvuðu sjónvarps- tæki. — Hvernig á ég að tala við þig, þegar þú vilt alltaf fara svo snemma að hátta? spurði Nikulás, og var nú farið að síga í hann. — Ef þú heldur, að ég nenni að hanga á fótum til að horfa á þessar fáránlegu dagskrár allt liðlangt kvöldið, þá skaltu vita, að þér skjátl- ast. — Þú hagar þér eins og torgsölu- kerling. — Ég haga mér eins og ég vil! NIKULÁS andaði djúpt. — Þetta er ekki annað en móðursýki, sagði hann og reyndi að brosa. — Við skulum setjast og tala skynsamlega um þetta. Tala rólega um það. Það er engin þörf á að hljóða og æpa. — Nei, æpti Lucy. — Ég vil ekki vera róleg. Ég hef verið róleg og stillt frá því fyrsta, og það hefur ekki komið að neinu haldi. Hvað hafði ég upp úr því? Ekkert. Ekki nokkra minnstu vitund! — Hvað var það, sem þú vildir hafa upp úr því? þrumaði Nikulás. — Ég vildi, að þú skyldir taka eftir mér, sagði Lucy skjálfandi. — Ég hef alltaf verið að taka eft- ir þér, sagði Nikulás. — Ekki síðustu fjórar vikurnar, sagði Lucy. — Ég kom inn í stof- una í kvöld og hafði farið í falleg- asta náttkjólinn, sem ég á, en þú leizt ekki einu sinni á mig. — Gerðir þú það? sagði Nikulás og sinnuleyissvipurinn á honum var svo mikill, að hún espaðist á ný. — Þarna sérðu! æpti hún. — Þarna sérðu. Þetta er hámarkið! Þú játar að þér sé alveg sama um mig. Þú játar, að þér sé alveg sama um mig nú orðið. Og ég sem hef lagt að mér til þess að reyna að láta hjónabandið okkar verða ham- ingjusamt. — Hefur þú lagt að þér? Þetta var eins og fleygja eldspýtu í púðurtunnu! Lucy fann, að hún sprakk í sautján áttir samtímis. Það eina, sem varnaði henni að tæta Nikulás í flygsur var, að hann var miklu stærri en hún. — Hver annar hefur lagt að sér til að gera það? spurði hún. — Ég. — Þú? Svei attan! Þú hefur ekki gert annað en háma i þig matinn, sem ég hef amstrað við að búa til, og slíta sokkunum, sem ég verð að stoppa. Og þú segir aldrei eitt ein- asta gott orð um matinn, og ert fljótari að slíta sokkunum en ég er að stoppa þá. — Já, og ég skal segja þér, að það er eins og maður gangi á stein- völum, þegar maður er í stoppuðu sokkunum. Svona er stoppið þitt! Ég'þoli ekki að ganga í stoppuðum sokkum. Ég hef aldrei þolað það, en vildi ekki segja neitt, af því að ég vildi ekki særa þig. — Mikið göfugmenni ertu! sagði Lucy nöpur. — Og ef maður á að minnast á matinn, skal ég segja þér, að þú býrð til of þungmeltan mat. Mamma var vön að hafa salat og grænmeti og svoleiðis, en þú hefur aldrei ann- að en sósur og kartöflumauk og aft- ur sósur, þangað til meltingarfærin í mér bila. Lucy starði á hann og varð orð- fátt. Það var fyrir sig, að hann skyldi þora að tala svona við hana, en hann tætti sundur allt, sem móð- ir hennar hafði kennt henni, og sem hún hafði trúað á, var meira en hún gat afborið. — Og svo er það annað, hélt Nikulás áfram og brýndi röddina, — Þú ert alltaf svo fín. Þú stássar þig eins og þú ætlaðir í samkvæmi á hverjum degi — þó að þú gerir ekki annað en hringsnúast hérna heima. Maður má ekki einu sinni taka af sér hálsbindið, til þess að líta ekki út ins og dóni við hliðina á þér. Hversvegna geturðu ekki gengið í vinnubuxum og svoleiðis, eins og aðrar konur? Hversvegna þarftu alltaf að vera eins og þú sért drottning eða eitthvað annað fínt? — Af því að hún mamma sagði mér að karlmennirnir vildu hafa þetta svona, sagði Lucy með grát- stafina í kverkunum. Nú var það Nikulás, sem sprakk. — Mamma þín? Hún stjórnar þér eins og óvita og þú tekur því með undirgefni. Ég hef ekki uppgötvað það fyrr en í kvöld, að það getur verið skap í þér. — Ef ég hefði alltaf verið að jag- ast við þig mundir þú hafa farið frá mér, sagði hún kjökrandi. — Ég hefði kannske flengt þig nokkrum sinnum, en ég hefði ekki farið frá þér. Ég elska þig nefni- lega, væna mín. ÞETTA hljómaði svo skringilega eftir allt öskrið og hávaðann. Lucy pírði á hann augunum. — Ég veit svona hér um bil hve mikið þú elsk- ar mig. Þegar þú situr fyrir fram- an sjónvarpstækið, sagði hún. — Hvað kemur það málinu við? sagði hann. — Talsvert mikið. Ég var að segja þér það. Þú lítur aldrei á mig og þú ert hættur að kyssa mig og talar aldrei við mig. Þú ert berg- numinn af þessu tæki. — Ég hef gaman af að horfa á sjónvarp, sagði hann þrár. — Já, það hef ég líka, sagði hún. — En ég vil helzt vera laus við að horfa á það sí og æ. Mér þykir gott að hvíla mig stundum. — Þú hefur aldrei minnzt á það, sagði hann. — Þú hefur heldur aldrei minnzt á hvort þér líkaði maturinn eða sokkarnir eða mamma og . . . Við tilhugsunina um allt, sem hann hafði sagt, gaus bræðin upp Framh. á bls. 14. £kritlur — Voruð þér að gelta, herra? Bílekillinn stóð fyrir rétti, sakað- ur um að hafa ekið á mann á reið- hjóli, sem krafðist 4200 króna skaða- bóta. — Þér komizt ekki hjá sekt held- ur, þó að hálkan væri mikil, sagði dómarinn, en vitanlega hefði þetta verið alvarlegra, ef þér hefðuð gert það viljandi, — en það gerðuð þér væntanlega ekki? — Ég þekkti ekki einu sinni manninn! svaraði ekillinn. Ritari málaflutningsmannsins fræga lítur fram á biðstofuna, og þar situr gamall maður, eins og full- komið minnismerki þolinmæðinnar. — Hafið þér mælt yður mót við málaflutningsmanninn? spyr ritar- inn. — Já, ég átti að tala við hann viðvíkjandi arfi. — Hann verður laus bráðum. Hafið þér beðið lengi? — Já, í 23 ár. Mamma var í bíó með vinkonu sinni, en pabbi var heima með drengnum sínum, sem var háttaður og átti að fara að sofa. — Viltu að ég segi þér sögu? segir pabbi við drenginn. — Æ-nei, ekki í kvöld. — Á ég þá að raula vísu fyrir þig? — Nei, pabbi ....... — Jú, þú getur farið inn til þín og látið mig í friði. Það var erfið- ur dagur hjá mér í skólanum í dag. — Ég held að hann Adolf sé að verða vitlaus. — Hvenær sem ég kaupi mér hatt kaupir hann sér hatt líka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.