Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 14

Fálkinn - 19.06.1959, Blaðsíða 14
Ifœttulegur heppinuutur — Framh. af bls. 9. úr henni aftur. — Ég skil ekki hvernig þú hefur þolað að vera mað mér eina viku, hvað þá meira, úr því að þér er illa við allt, sem snert- ir mig .. . — Ekki þig, eins og þú ert í raun og veru, sagði hann og nú var rödd- in mild og þýð. — Ekki þig sjálfa, væna mín. Áður en hún varaði sig á, hafði hann dregið hana að sér og kyssti hana svo ákaft, að hún náði ekki andanum. Allir fyrri kossar hans höfðu verið eins og blávatn á móti þessu. Hún barðist við að losa sig, en hann kyssti hana ákafar og ákafar. Hún lyppaðist niður í rúmið og lok- aði augunum. — Svona nú, sagði Nikulás og sleppti henni. — Nú höfum við rif- izt svo um munar. Nú fyrst finnst mér, að við séum fyllilega gift. Lucy opnaði augun og horfði á hann. Hún notaði ósjálfrátt tæki- færið og spurði: — Viltu þá loka sjónvarpinu við og við, ef ég bið þig verulega vel um það? — Áttu við að við eigum alls ekki að horfa á sjónvarp? spurði hann. — Nei, en ég á við að við sitjum ekki yfir því fram á nótt. Ég á við, að við eigum stundum að fara að hátta þegar ég vil. Og loka stund- um, þegar við þurfum að tala sam- an. Nikulás brosti. — Ekki fleiri stoppaða sokka? sagði hann. — Hvað á ég að gera við þá, þeg- ar þeir verða götóttir? spurði hún. — Fleygja þeim, sagði hann. — Jæja ... Lucy stóð upp úr rúminu. — Salat og grænmeti í staðinn fyrir ket og kartöflur? Hún brosti. — Allt í lagi. Salat. — Og svo snarpa rimmu við og við? — Ef þú vilt, sagði hún auðsveip. — Við skulum gera okkar bezta, bæði tvö, sagði hann. — Ég skal að minnsta kosti lofa þér að sitja ekki alltaf við sjónvarpið. Hún tók um hálsinn á honum og kyssti hann. Henni fannst hún vera komin í örugga höfn úr ofviðri og stórsjó. Kannske var því þannig farið, að virkileg rimma þurfti við og við til að hreinsa loftið. Og allt batna þegar þau höfðu ausið úr sér því, sem þau þögðu yfir að jafnaði. Við skulum fá okkur kaffibolla, sagði Nikulás. Og svo skulum við fara að hátta. Hann fór út og hún kom á eftir. Um leið og þau gengu gegnum stof- una rétti hann ósjálfrátt út hönd- ina og opnaði sjónvarpið. — Það er eins gott að fá kvöld- fréttirnar um leið, sagði hann og leit um öxl og brosti. ■ ■■■^■■■s léUxent bourg— Framh. af bls. 6. andi hlutleysi, en eigi að síður tóku Þjóðverjar landið í fyrri heims- styrjöldinni. Þegar sú síðari hófst var enginn í vafa um hvorumegin hugur landsmanna væri. Þjóðverj- ar lögðu enn undir sig landið, og gerðu landsmenn herskylda, en andstöðuhreyfingin var öflug og fjöldi fólks lenti í fangabúðum. Tíundi hver landsbúi týndi lífi í styrjöldinni og skemmdir urðu miklar, en eigi að síður var flest komið í lag tveim ái'um eftir stríðs- lok. Og þó hafði fimmti hluti allra íbúðarhúsa eyðilagst. — — í Luxembourg er þing- bundin stjórn, en stjórnmáladeilur eru þar svo litlar að dæmalaust má heita, sem marka má af því, að í landinu hefur sami forsætisráð- herrann setið í yfir 30 ár og utan- ríkisráðherrann litlu skemur. Á þingi sítja 55 menn, kosnir til sex ára af öllum landsbúum eldri en 21 árs. En auk þess hefur landið ríkisráð, skipað 15 mönnum. Er það einskonar efri deild, en tekur jafnframt þátt í framkvæmdum. — Þó að mikil stóriðja sé í Luxem- bourg (stáliðnaður) hefur engin ör- eigastétt myndast þar, fátækt er lítil og auðsafn fátítt og bændurn- ir eru burðarásinn í þjóðfélaginu. Luxembourgarar framleiða um 3.000.000 smálestir af stáli á ári — tíu smálestir á hvern landsbúa, og síðan Schuman-áætlunin kom til framkvæmda er þessum atvinnu- vegi betur borgið en áður, því að nú er samvinna milli þeirra sem eiga kolin og hinna. Þetta litla land er 7. í röðinni af stálframleiðend- um veraldar, svo að ekki er furða þó að það sé ríkt. Um 20.000 manns vinna við stálframleiðslu. En 60% landsbúa lifa á landbúnaði, nær allt smábændur, sem búa á sinni eigin jörð — 40.000 sjálfseignar- bændur — og rækta rúg, hafra, hveiti og bygg. Auk þess er all- HrcMcjáta JálkanA Lóðrétt skýring: 1. Brák, 5. Hjakk, 10. Dreki, 11. Ófullnægjandi, 13 íþróttafélag, 14. Dýr, 16. Bleyta, 17. Upphafsst., 19. Orsök, 21. Vitskerðing, 22 Steinn, 23. Hestnafn (ef.), 26. Beitt, 27. Meiðsli, 28. Beigla, 30. Hljóðst., 31. ílátið, 32. Kvenheiti, 33. Sam- tenging, 34. Fangamark, 36. Lag- virkar, 38. Guð, 41. ílát, 43. Glað- kampalegur, 45. Gælunafn, 47. Karlmannsnafn, 48. Kærar, 49. Málhelta, 50. Þakhæð, 53. Greinir, 54. Samhljóðar, 55. Tuska, 57. Kjáni, 60 Samhljóðar, 61. Ljósop, 63. Tóbaksílát, 65. Glas, 66. Mjólk- urafurðir. Lárétt skýring: 1. Samhljóðar, 2. Ambátt, 3. Þverslár, 4. Sambandsheiti, 6 Stilt- ur, 7. Hamingju, 8. Dýrsungi, 9. Krakka, 12. Gæfa, 13. Meyrt, 15. Stöðuvatn, 16. Barefli, 18. Sár, 20. Griðung, 21. Hafs, 23. Snjódrif, 24. Upphafsst., 25. Ódrukkinn, 28. Fugl, 29. Framkvæmir, 35. Óþverri, 36. Lof, 37. Festa, 38. Fyrr, 39. Tafningi, 40. Liðugur, 42. Átroðn- ingur, 44. Fangamark, 46. Fiskur, 51. Tré, 52. Viðbót, 55. Rusl, 56. Sambandsheiti, 58. Þakbrún, 59. Greinir, 62. Fangamark, 64. Sam- hljóðar. LAUSN SlÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt ráðning: 1. obo, 4. skjóttu, 10. bók, 13. Kana, 15. útþrá, 16. liða, 17. andköf, 19. reitur, 21. kurf, 22. Leó, 24. ið- ur, 26. laugardagur, 28. ýsa, 30. gró, 31. tvö, 33. Li, 34. ídó, 36. kná, 38. ek, 39. Uppsala, 40. þagnaðu, 41. np, 42. íri, 44. lin, 45. um, 46. DAS, 48. Ufa, 50. dró, 51. kleppsvinna, 54. nían, 55. stó, 56. ióna, 58. Þór- unn, 60. innsta, 62. Ólaf, 63. eikin, 66. Akab, 67. rór, 68. atvinna, 69, art. Lóðrétt ráðning: 1. Oka, 2. bank, 3. Ondula, 5. kúf, 6. JT, 7. óþverri, 8. TR, 9. tár, 10. biturt, 11. óður, 12. kar, 14. akra, 16. liðu, 18. öfundarmenn, 20. eigin- girnin, 22. lag, 23. ódó, 25. nýlunda, 27. kökumót, 29. sippa, 32. veður, 34. ÍSÍ, 35. Óli, 36. kal, 37. ánn, 43. ofstæki, 47. skírar, 48. ups, 49. avó, 50. danska, 52. lauf, 53. nóna, 54. nóló, 57. atar, 58. Þór, 59. net, 60. inn, 61. Abt, 64. I.V., 65. in.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.