Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 3

Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 3
FALKINN 3 SélritiM'- SllllltlS' ENGIN þjóð byggir afkomu sína í éins ríkum mæli á sjávarútvegi og vi'ð íslendingar — og þess vegna er ekki nema eðlilegt að allur al- menningur fylgist vel með afla- brögðum og gleðjist, þegar vel gengur. Með engri veiði mun þó fylzt af jafnmiklum áhuga og síldveiðun- um fyrir Norðurlandi á bverju sumri. A árunum fyrir stríð og fyrstu stríðsárunum var hér um hárvissan atvinnurekstur að ræða, sem fleytti útgerðinni að miklu leyti yfir þá erfiðleika, sem á vegi hennar voru. En síldin reyndist duttlungarfull, og hætti að ganga á íslandsmið nema að mjög litlu leyti. í verksmiðjubæjunum, sem risið höfðu upp gnæfðu steingráir skorsteinarnir við himin eins og minnismerki um forna frægð. Að sjálfsögðu urðu þessir bæir harð- ast úti vegna aflaleysisins þótt það væri þjóðinni allri hið mesta tjón. En þrátt fyrir þetta mótlæti hef- ír bátaflotinn verið búinn til síld-- veiða á hverju sumri í von um að úr rættist. „Hún hlýtur að koma,“ sögðu menn. Að sjálfsögðu var trú manna farin að dofna efúr marg- endurtekin vonbrigði, en árar hafa ekki verið lagðar í bát. Og nú loksins gerðist það — það er að segja við vonum að það hafi gerzt. Því reynsla okkar af síldinni er sú, að þótt góð veiði hafi verið í gær, þarf ekki bein að fást úr sjó í dag — og engan annan dag á þessu sumri.En við höfum samt á- stæðu til að vona að síldin bregð- ist okkur ekki að þessu sinni. Afli hefur þegar verið meiri en mörg undanfarin ár, og bátarnir hafa komið inn drekkhlaðnir hver af öðrum, og jafnvel tvíhlaðið á sama sólarhringnum. „Þetta minn- ir á hina gömlu góðu daga,“ segja Siglfirðingar, og anda að sér „ilm- inum“ frá vei’ksmiðjum og síldar- plönum. Lyktarinnar þeirrar vildu þeir fá að njóta sem lengst. Engin framleiðsla á íslandi er stórvirkari en síldveiðin, þegar vel gengur. Ef svo reynist að síldarár verði að þessu sinni, vonum við að þau vefði að minnsta kosti eins mörg og aflaleysisárin. Það gæti hjálpað til þess að bæta úr þeim gjaldeyriserfiðleikum, sem við höf- um átt við að búa. Hér er saltað með hröðum en öruggum handtökum. Þessi mynd er frá síldarleitarflugi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.