Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 15

Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 15
FÁLKINN 15 -Al vec^ HISSA Ed Brown 1 London varð að fara á læknavarðstöðina í skyndi, til . þess að losna við fiskbein, sem hafði lent þversum í kokinu á honum. Það er nú engin nýlunda, þó fisk- bein standi í fólki, en þetta tilfelli vakti samt athygli. Því að Ed Brown er — sverðagleypir! ★ Þegar Bob Hope frétti, að Elsa Maxwell, ein af fjórum frægustu kjaftakerlingum í Hollywood, hefði verið flutt í spítala og hefði veikzt af blóðeitrun, sagði hann: ,,Blóð- eitrun? Hvað er að heyra þetta! Hefur hún bitið sig í tunguna?" ★ Þegar Marina hertogafrú af Kent dansaði við dr. Krumah forsætis- ráðherra Ghana á ríkisstofnunarhá- tíðinni þar, steig hann aldrei á tærnar á henni. Þetta þykir í frá- sögur færandi og er þakkað konu Louis Ármstrongs, sem á nokkrum klukkutímum kenndi ráðherranum bæði vals og foxtrott, en þeir dans- ar eru alls ekki tíðkaðir í Ghana. ★ Tvítugur, enskur hermaður af norskum ættum, sem gegnt hefur herþjónustu í Malaya, losnaði úr herþjónustunni í apríl og hélt heim- leiðis. En hann tók ekki í mál að fara með skipi, heldur vildi hann endilega fara gangandi. Hann er nú á leiðinni og áætlar að hann muni verða 18 mánuði að ganga frá Mal- aya til London. ★ Kínverjar hafa nú lögleitt fóstur- eyðingar og að kvenfólk megi gera ófrjótt, til þess að draga úr mann- fjölguninni. Kínverjar eru kringum 600 milljónir og fjölgar um 15 mill- jónir á ári. ★ STUNDUM BORGAR SIG AÐ KAUPA MÁLVERK. — Fyrir 18 árum rakst frú Evelyn Bart- lett inn í skranbúð og keypti 'þar mynd, sem henni fannst ansi lagleg. Hún borgaði einn shill- ing og sex pence fyrir „skiliríið“. Nýlega sá list fræðingur þessa mynd af tilviljun, og sá þegar að hún var eftir Cornelius Krieghoff. Og nú var myndin sett á uppboð og hér sést það há- tíðlega augnablik, en hún var slegin — fyrir 2110 sterlingspund! Vonandi verður eigandinn fyrrverandi ekki að greiða mestan hluta upphæðarinnar í verðhækkunarskatt! ^ SKRITLDR — Hvers vegna eruð þið farin að læra frönsku? spurði maðurinn ungu hjónin. — Við höfum tekið okkur franskt kjörbarn, og langar'svo til að skilja hvað það segir, þegar það byrjar að tala. ★ — Jú, það er slitnað uppúr trú- lofuninni okkar, sagði stúlkan. — Okkur lenti saman í rimmu og loksins sagði hann að hann hefði fengið sig fullsaddan á þessari svo- kölluðu ást minni. — Og hvað sagðir þú? — Ég henti í hann hringnum og sagði að ég hefði fengið mig ánægða af þessum svokallaða demanti. ★ Spákonan heimtaði tíu krónur fyrirfram áður en hún færi að spá, og sagði við frúna: — Þér fáið svar við tveimur spurningum fyrir þetta. — Er það ekki nokkuð mikið fyr- ir tvær spurningar? — Ojú, frú mín góð. Og hver er svo hin spurningin? ★ TJÖLD SÓLSKVLI margir litir, margar stærðir. Tjöldin eru með vönduðum rennilás. Svefnpokar Bakpokar Vindsængur Propangas suðuáhöld Spritttöflur Tjaldsúlur Tjaldbotnar Tjaldhælar Sport- og ferðafatnaður alls konar, í mjög fjölbreyttu úrvali. GEVSIR H.F. Teppa- og dreglagerðin. Natura morte. Snemmbœra brúðurin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.