Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 11
FALKINN 11 TÍBETBÚAR BIÐJA NEHRU UM HJÁLP. — Áður en Dalai Lama komst til Indlands var komin þangað 150 manna sendinefnd frá Tíbet undir forustu fyrrv. forsætisráðherra Lokongwa Tsweongrounten (sem sést t. h. á myndinni) til þess að biðja Pandit Nehru forsætisráðherra að miðla málum milli Tíbet og Kína. Nehru á úr vöndu að ráða, — hann veit að flestir Indverj- ar hafa fulla samúð með Tíbet, en þorir ekki að ganga í berhögg við Kínverja, og hefur tví- skinnungsháttur hans orðið enn ljósari en fyrr síðan Dalai Lama kom til Indlands með fylgd- arliði sínu. *** LITLA SABAN ☆ ☆☆ ^NÁTTFÖTIN ☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆☆ Þetta var merkisdagur í lífi Hróðólfs. í fyrsta lagi var hann þrítugur í dag, í öðru lagi fyrsti af- mælisdagur hans í hjónabandinu. Og þetta var ekki síður minnisverð- ur dagur hjá Lily, elsku blessaðri konunni hans. Hún hafði mánuðum saman klipið af matarpeningunum til að geta látið eitthvað rætast af þeim mörgu óskum, sem skráðar voru á óskalista Hróðólfs hennar. Þegar þau höfðu etið afmælismat- inn og Hróðólfur hafði þríkysst hana fyrir matinn og þrýst henni óvenjulega fast að sér, rann stund- in mikla upp: — Nú átti Hróðólfur að fá afmælisgjafirnar. — Nei-nei! hrópaði hann glaður, er Lily kom með þá fyrstu — skelf- ing er þetta stór askja! Hvað skyldi nú vera í henni? Lily átti bágt með að stilla sig um að segja það. — Það er . .. nei-nei . .. stöðvaðu mig áður en það gusast út úr mér. Og Hróðólfur stakk upp í hana með því að kyssa hana. Og svo tók hann umbúðirnar af bögglinum. — Hattur! hrópaði hann, — stór og hressilegur karlmannshattur. — Þú ert orðinn of gamall til að ganga með alpahúfu, hún fer þér ekki vel, nú orðið. Hróðólfur prófaði hattinn. Hann var að minnsta kosti sjö númerum og stór, og gleypti eyrun á honum, hvað þá annað. — Hjálp! hrópaði hann, — það slokknaði á ljósinu. Lily lyfti hattinum af kollinum á honum. — Hann er líklega í stærra lagi, sagði hún. — Það gerir ekkert til, það er hægast að hafa skipti. Hróðólfur hafði rifið umbúðirn- ar af næstu gjöfinni. — Skyrta! Flunkuný línskyrta með lausum flibbum. Ég verð að prófa hana strax! Hann snaraðist úr jakkanum og peysunni og prófaði einn lausa flibbann. Hann náði nærri því tvis- var um hálsinn á honum. — Hann er líklega í stærsta lagi, ætli það ekki? sagði hann hálf hvumsa — en hver veit nema hann hlaupi í þvottinum. Svo fór hann í skyrtuna. Hún var langtum of stór á hann. — Gerir ekkert til, ég get haft skipti á henni, sagði hann og reif pappírinn utanaf þriðja og síðasta bögglinum. — Náttföt! Ekti silkináttföt með röndum. Þau hafa líklega kostað skildinginn? Hann flýtti sér að fara í náttföt- in. Buxurnar voru að minnsta kosti einni alin of langur og hann villtist í jakkanum. Hendurnar á honum voru einhvers staðar uppi í miðjum ermum og löfðu niður á hné á hon- um. — Þau eru of stór sagði hann daufur í dálkinn — þetta allt er langtum of stórt, bæði hatturinn, skyrtan og náttfötin. Hvers vegna keyptirðu svona stórt handa mér, Lily mín? Þú veizt, að ég þarf ekki nema nr. 38 af náttfötum, en þessi eru að minnsta kosti nr. 44. Lily fór að gráta. Hún fleygði sér í faðminn á manninum sínum og grét beisklega. Hann dró upp skálmarnar á náttbuxunum og lyfti andlitinu á henni upp, til að fá skýringu. — Það var svoleiðis, kjökraði hún, — að ég fór inn í Herrabúð- ina, og þar afgreiddi hann Eiríkur mig þú manst eftir honum — stóri myndarlegi maðurinn, sem ég var lítils háttar trúlofuð einu sinni, áð- ur en ég kynntist þér . . . og svo . . . Nú gat Lily ekki sagt meira fyrir gráti. — Og hvað svo? spurði Hróð- ólfur. — Jú, og svo . .. ég vildi ekki láta hann vita, að ég væri gift jafnlitlum manni og þér . . . HAGSÝNN MAÐUR MAC Tweed, sem rekur ofurlitla matvöruverzlun í úthverfi stór- borgar í Skotlandi, er einn þeirra hógværu í þjóðfélaginu. Hann stundar verzlunina sína með trú og tryggð, og vill aldrei vísvitandi gera ketti mein, hvað þá manni. Hins vegar munu allir sem þekkja hann, ljúka upp einum munni um hve sparsamur hann sé, og sýnt um að snúa öllu á betri veg. Einn daginn, þegar hann var í þann veginh að loka búðinni, kem- ur prúðbúinn herra vaðandi inn í búðina, og fer að' brúka kjaft út af einhverjum vörum, sem hann hafði keypt daginn áður. Þær höfðu nú í fyrsta lagi komið tveimur tím- um seinna en lofað var, og svo hafði það komið á daginn, að stol- ið hafði verið af viktinni. Þegar maðurinn endaði við að ausa úr sér, segir hann, að aldrei skuli hann framar verzla við þessa ómerkilegu verzlun, og svo slengir hann nafnspjaldinu sínu á diskinn og strunsar út. Mac Tweed fylgdi manninum út á götu, og þegar hann kemur inn aftur verður honum litið á nafn- spjaldið. Þar stendur: „R. H. Weenfield. Forstjóri Þjóð- lcikhússins“. Mac Tweed hugsar sig um augna- blik, og man að þrír mánuðir eru síðan hann bauð konunni sinni í leikhúsið. Hann tekur upp penn- ann sinn og skrifar: „Vinsamlegast afhendið þeim, sem afhendir spjaldið tvo aðgöngu- miða — góð sæti — að sýningunni í kvöld!“ — Og Mac Tweed og konan hans skemmtu sér ágætlega í leikhúsinu um kvöldið. ★ Skoti kom til nágrannans og bað hann um að ljá sér þvottavindu. — Jæja, hefur konan þín verið að þvo í dag? spurði konan. — Nei, ég ætlaði bara að ná því sem eftir er í tannkremstúpunni. * GÓÐIR VINIR. — Hin fræga söng- dís Mary Preston, (sem líklega skýtur upp kollinum á einhverj- um veitingastaðnum í Reykjavík eða austur á Selfossi von bráðar), á engan vin betri en fílinn Rusty, sem er frægur íbúi dýragarðsins í London. Alltaf þegar hún kemur heim úr sínum mörgu söngferðum, lætur hún það verða sitt fyrsta verk að heimsækja Rusty. Og hann kann vel að meta þann sóma. Fallega, nýgifta frúin við mann- inn sinn: — Það getur verið, að ég hafi marga galla, elskan mín, en þú verður þó að játa, að ég ber þá ekki utan á mér.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.