Fálkinn


Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 5

Fálkinn - 31.07.1959, Blaðsíða 5
FALKINN henni. Hjúskapurinn fór brátt í hundana og Jane sneri heim. Hún þóttist mjög ættrækin og fékk þýzka eftirlitið til að leyfa sér að leggja leiðina um Danmörku, svo hún gæti hitt frændfólk sitt þar. í Stokkhólmi hélt hún áfram fyrra háttalagi og skemmtifíknin var óskert. Bráðlega kynntist hún nijósnurum og alþjóðlegum svindl- urum. Jane var brjóstgóð og jafn- an fús á að létta byrðar annarra án þess að hafa hagnað af því. Nú leitaði hún uppi góðvin sinn, Gilbert ritstjóra í Kaupmannahöfn. Hann var þýzkur og þau höfðu kynnst í Berlín. Danir töldu hann stórhættulegan andstöðuhreyfing- unni, og þegar þeir komust að raun um að Jane var kunnug Gilbert, fóru þeir að hafa gát á henni. Gilbert kynnti hana ýmsum ráð- andi mönnum í Gestapo. — Jane er okkur afar mikilsverð, sagði for- stjóri Gestapo í Khöfn. — Hún er bráðgáfuð og girnilega fögur. Síðustu mánuðina sem hún lifði var höfð gát á hverju skrefi hennar, bæði í Danmörku og Svíþjóð.Og þó hún þættist örugg hafði hún lagt örlög sín í hendur andstöðuhreyf- ingarmanna. Jane gat ekki lifað nema á hættu- svæði og í ævintýramennsku. Og þegar hún sá hvernig stríðinu mundi ljúka, gerði hún síðustu til- raunina til að bjarga sér undan dómnum, sem þegar hafði verið kveðinn upp yfir henni, og reyna að söðla um. Hún hjálpaði t. d. þýzkum Gyð- ingum til að flýja úr fangabúðum — og þegar hún hitti mann úr dönsku andstöðunni, í Stokkhólmi, í janúar 1945 slóst hún af frjálsum vilja í fylgd með honum. DRAMATISK JÁRNBRAUTARFERÐ. Þau hittust í vínstofu. Hann bauð henni glas og þau drukku og dufl- uðu allt kvöldið. Og síðan héldu þau áfram í íbúð, sem Daninn hafði fengið léða hjá kunningja sínum. — Ég er á ólöglegan hátt hér í Svíþjóð, sagði hann. — Bráðum fer ég til Danmerkur aftur. — Þá fer ég með þér, sagði Jane Horney. — Það er ekki hægt, sagði Dan- inn. — Kunningjum mínum mundi ekki líka það. Hefur þú komið til Danmerkur áður? — Nei, aldrei, laug hún. — En þú ættir að geta laumað mér þang- að án þess að nokkur frétti um það. Og síðan gætum við unnið saman. Daninn óttaðist að koma upp um sig. Honum hafði verið falið að ginna hana með sér, en hann mátti ekki láta sjá að honum væri um- hugað um þetta. Þau héldu áfram að svalla, og Daninn lét sem hann væri jafn ástfanginn af Jane og hún af honum. Þann 17. ijanúar keyptu þau sér farmiða til Málmeyjar. Þetta varð dramatisk ferð. Jane vildi ekki rjúfa tengslin við Þjóðverja alger- lega og hnippti í þýzka njósnafor- ingjann í Stokkhólmi. Hann fór sjálfur með sömu lestinni. Á leið- inni skildi Jane smásnepla eftir í náðhúsinu hvenær sem hún fór þangað. Sá þýzki hirti þá jafnóð- um. Jane og sá danski voru ein sér í klefa. Þýzki njósnaforinginn sat aftar í lestinni (hann er kallaður Horst í kvikmyndinni). í öðrum klefa sat dönsk stúlka og grúfði sig niður í dagblað. Hún var mjög lík Jane í sjón — og það varð mikils- vert atriði síðar. „Unnusti“ Jane hafði samið við þessa stúlku um að verða í lestinni til þess að snúa á eftirlitið, sem vænta mátti að yrði í Málmey. Og það kom líka fram. í Málmey kannaði sænska öryggislögreglan, danskir andstöðuhreyfingarmenn og þýzkir njósnarar farþegana sem ætluðu með ferjunni til Khafnar. Allir þessir aðilar höfðu fengið að- vörun um „komu rauðhærðu stúlk- unnar“. Þjóðverjarnir vildu ekki missa Jane, því að hún var þeim Framh. á 14. síðu. MAÐURINN, SEM var kallaður „milljón lykla töframaðurinn“ 1) Þegar Erich Weiss, fæddur í Wiscon var 14 ára, las hann endurminningar franska töframannsins Roberts Houdin. Og þegar i stað var hann ráðinn í því að verða honum fremri. Hann ætlaði sér að sýna heiminum, að hvorki handjárn, spennitreyja eða steyptir grjótveggir gæti hindrað sig. Houd- ini varð frægur fyrir það að losna úr handjárnum frá Scotland Yard og losa sig úr hjóli, sem fjórir lögregluþjónar höfðu reyrt hann við. 2) Þó vakti það enn meiri athygli er hann lét handjárna sig og setja í spennitreyju, hengja sig upp á löppunum og dingla þar við eina aðalgötuna í New York, 90 metra yfir götunni sjálfri. Á 43 mínútum var hann orðinn laus og liðugur, úr fjötrunum. Þá fékk hann auknefnið „milljón lykla maðurinn“, og ekki spillti þar fyrir honum er hann kom með heilan fíl inn á leiksviðið í Hippodrome í New York og lét fílinn hverfa fyrir augum áhorfenda. 3) í Rússlandi vann hann sér það til ágætis, að komast út úr brynvörðum lögregluvagni, sem hann hafði verið settur í, með handjárn um úlfliðina. Það erfiðasta, sem fyrir hann kom á lífsleiðinni var að losna við handjárn, sem lögreglustjórinn í Hannover, V.-Þýzkalandi núverandi, hafði sett á hann. Hann var hálfan annan tíma að losna við járnin. — Árið 1917 stökk hann úr flugvél og niður á vænginn á annari. Það var í Los Angeles árið 1917. Hálf miljón áhorfenda var viðstödd þetta ótrúlega „galdraverk“. 4) Frægasti trúðleikur hans var sá að hann var fjötraður á höndum og fótum, settur í stóran kassa sem var rígnegldur aftur, og síðan var kassanum sökkt í sjó. Eftir nokkrar sek- úndur skaut galdramanninum upp, hann synti til lands og heilsaði mannfjöldanum á hafnai’bakkanum. — Hann var jafnan andvígur „sálarrannsóknum og gerði sér far um að koma upp um svokallaða ,,miðils-pretti“, en þó neitaði hann því aldrei, að samband við annað líf gæti verið til. Þann 13. okt. 1926 sagði miðill einn honum fyrir dauða hans. Houdini hafði lofað Beatrice konu sinni að gefa henni merki frá öðrum heimi, eftir að hann væri dáinn. Það merki eða aðvörun kom aldrei. Því að maðurinn sjálfur fór bak við járntjald hinu megin við landamærin, sem hann hefur ekki komist gegnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.