Fálkinn


Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 9

Fálkinn - 02.10.1959, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 hans. Hann fór með Kay inn í litla forstofu og þaðan inn í bjarta stofu. Hún heyrði glamra í diskum ein- hversstaðar nálægt. ,,María!“ kallaði Mark. Glamrið hætti. „Si signore!" Mark tók við kápunni hennar. „María er kona húsvarðarins,“ sagði hann. „Og hún er kræfasta elda- konan í Rómaborg.“ Maria kom inn og þurrkaði hend- urnar á svuntunni. Hún var lítil og hnellin með dimm, skær augu og mjallhvítar tennur. Þegar hún sá Kay tók hún að rausa á ítölsku, en Mark borsti og sagði: „Maria, þetta er signorina Kay. Viltu vísa henni á baðklefann." Kay þvoði sér og snyrti sig í bað- klefanum. Þegar hún kom inn í stofuna aftur hafði Mark opnað frönsku gluggana og stóð reykjandi og horfði út yfir borgina. Við hinn gluggann stóð dúkað borð, með blómum og logandi kertum. Það var áuðséð að allt hafði verið undir- búið vel fyrirfram. „Hugsið þér yður ef ég hefði neitað að koma,“ sagði hún. „Ég varð að eiga það á hættu,“ sagði hann og leit á hana. Þau settust við borðið og Maria kom inn með matinn — kryddað risetto með rauðvíni, og jarðarber í ábæti. Þau ætluðu að fara að drekka kaffið þegar síminn hringdi. Maria kom inn í dyrnar: „Signore, það er London." Mark stóð upp. „Viljið þér af- saka mig augnablik?“ Hann hvarf og Kay sat ein eftir. Hún stóð upp og gekk út á svalirn- ar. Um opnar dyrnar út í anddyrið sá hún Mark standa boginn yfir símanum og hún gat vel heyrt að röddin var uppvæg: „ . . . já, já, ég veit að það er áríðandi, en ég hef sagt ykkur að ég hef gert allt sem ég hef getað. Bíðið þér snöggvast . . . bíðið þér augnablik . . . “ Hann lagði símatækið frá sér og hvarf. Skömmu síðar heyrði hún rödd hans úr annari átt í íbúðinni. Hann hafði þá annað tæki í svefn- herberginu. Það leið talsverð stund þangað til hann kom inn til hennar aftur. „Jæja, er allt í lagi á stjórnmála- vígstöðvunum?" spurði hún létt. Hann svaraði ekki og hún sneri sér að honum og horfði á hann. Hún sá að honum var mikið niðri fyrir. „Kay byrjaði hann loks- ins, en hún flýtti sér að taka fram í. „Nei, ég ætlaði mér ekki að ger- ast forvitinn. Við skulum ekki tala um einkamál. Við skulum láta okk- ur líða vel.“ Hann fór inn og sótti vínglösin þeirra. „Við skulum skála fyrir framtíðinni,“ sagði hann. Þau urðu ásátt um að hittast aft- ur næsta kvöld. Kay vaknaði sæl og vonglöð morguninn eftir. Þetta hélst þangað til hún kom niður til að borða ár- bítinn og leit í blaðið. Á þriðju síðu var fyrirsögn: Ungur fornfræðing- ur fer einn út í eyðimörkina! Skeytið var dagsett daginn áður, í einhverjum bæ við jaðar eyði- merkurinnar. Niðurlagið var til- * vitnun í orð Dirks sjálfs: Ég vona að finna lykilinn að einni elstu menningu í sögu mannkynsins. Ég geri aðeins skyldu mína með því að fara þessa ferð. Honum var alvara, hugsaði Kay með sér. Þegar hann tók eitthvað í sig, réðst hann í það, hvað sem það kostaði. Hún var döpur og eirðarlaus. Hvernig átti hún að láta þennan dag líða? Hún reikaði um göturnar án þess að ætla sér nokkuð ákveðið og loks fór hún inn í lítið kaffihús. Meðan hún sat þar datt henni í hug að hún gæti símað til Marks. — Hvers vegna hafði henni ekki dott- ið þetta í hug fyrr? En símanúmerið hans var ekki í skránni. Hann hafði sagt henni að hann væri starfsmað- ur í sendiráðinu. Kay hringdi þang- að. „Gætið þér gert svo vel og sagt mér heimasímanúmer Marks Farr- el?“ sagði hún er hún heyrði kulda- lega enska rödd svara. „Farrell?“ þögn. „Viljið þér bíða augnablik?" Þögnin varð löng. Loksins kom stúlkan í símann aftur. „Halló, eruð þér þarna? Við finnum því miður ekki þetta nafn hérna í sendiráð- inu. Ég hef spurt í öllum deildun- um.“ Kay sleit sambandinu og settist við borðið sitt aftur. Hún sat lengi í þungum þönkum. Mark kom og sótti hana í gisti- húsið um kvöldið. Hann lék á als oddi. „Nú skulum við koma út og dansa,“ sagði hann. Hann sagði henni frá áformum sínum og þau óku á staðinn. Hann ætlaði að skrifa bók um Rómaborg. „Ég hef verið að hugsa um þetta í allan dag,“ sagði hann. „Ég ætla að skrifa bók um Róm eins og hún í raun réttri er — en ekki eins og hún kemur skemmtiferðafólkinu fyrir sjónir." Þetta var úrvals veitingastaður. Stór hljómsveit lék danslög, og Mark leið með Kay út á gólfið. Kay var þögul, lengi vel. Svo spurði hún allt í einu: „Hvers vegna sagðir þú mér ósatt um sendiráðið og þig? Eitt er að þegja yfir einkamálum sínum — annað að ljúga.“ Mark horfði fast á hana. „Ég veit það. Ég ætlaði að segja þér sann- leikann eftir að ég talaði í símann. En ég get ekki sagt þér ástæðuna til að ég laug að þér. Viltu gera það fyrir mig að krefjast þess ekki af mér, Kay?“ Hún brosti, þó henni væri það þvert um geð. „Nei, ég skal ekki krefjast neins. Við tölum ekki meira um það. Þú laugst, og þú hefur játað á þig skömmina. Búið með það.“ Nú liðu margar yndislegar vikur og þau örkuðu þvert og endilangt um borgina, Kay með teikniblokk og Mark með Ijósmyndavél. Stund- um hripaði hann nokkur orð í vasa- bókina, og stundum tók hann mynd- ir af henni, er hún var að teikna. „Þú eignast svo margar myndir af mér að þú getur notað þær í bókina þína,“ sagði hún hlæjandi. Hún gerði fjölda af tískuteikn- ingum, sem hún sendi til félaga síns, Dominique, hjá tízkufirmanu í London. Teikningarnar eru afbragð, skrif- aði Dominique til baka. — Meðan þú teiknar svona verður þú að vera kyr í Ítalíu. Vikurnar liðu og Kay var hætt að hugsa um framtíðina. Hún hugsaði ekkert um þá veröld, sem var fyrir utan jaðra Rómaborgar og las ekki blöðin nema lauslega, ef ske kynni að hún sæi eitthvað um Dirk. En einn daginn kom símskeyti frá Dominique: Erfiðleikar með haust- sýninguna. Komdu eins fljótt og þú getur! Og svo kom bréf frá vinkonu hennar. í því var klippa úr blaði. Þar stóð: Eftir að burðarmaður Dirk Carruthers kom einn til baka. úr eyðimörkinni fyrir þremur dög- um, var gerður út Jeitarlciðangur eftir hinum unga fornfræðingi, sem veiktist hastarlega í ferðinni. Að svo stöddu er hann ófundinn. Kay hringdi til Marks. „Ég kem til þín,“ sagði hún. „Ég verð að tala við þig.“ Hún sá strax að eitthvað hafði komið fyrir hann. „Kay,“ sagði hann formálalaust. „Ég verð að fara í kvöld. Það hefur gerst dá- líitð óvænt.“ Stutt þögn. Svo sagði hún ró- lega?“ -,,Og ég verð að fara til London á föstudaginn." Þau horfðu hvort á annað en svo rauf hvell símahringing .þögnina. Kay svaraði. Það var Maria. „Sign- orina, bíll signorsins stendur og bíður.“ „Ég kem aftur á fimmtudags- kvöldið,“ sagði Mark. „Eg kem aftur, þó viðstaðan verða ekki nema nokkrir klukkutímar. Bíddu eftir mér.“ Hún kinkaði kolli. „Eg skal bíða þín hérna.“ Róm var dauð borg án hans. — Minningarnar um Mark og sam- veru þeirrá eltu hana hvar sero hún fór. Hún fann ekki til neinnar beiskju til Dirks. En þráin eftir Mark varð sterkari og sterkari. Fimtudagskvöldið fór hún heim til hans til að bíða þar. Hún gekk milli herbergjanna án þess að vita hvað hún ætti að gera til að drepa tímann. Loks settist hún við ritvél- ina hans. Óskrifuð örk var í vélinni og hún reyndi að skrifa nafnið hans með vísifingrinum. Markfarrell stóð á blaðinu þegar hún var búin. — Skömmu síðar hafði hún bætt við: kærimark ég elska þig. Hún brosti og ætlaði að fara að taka örkina úr vélinni þegar hún rak augun í símskeyti á borðinu. Hún las það. Það var áritað „Farr- ell“ og undirskrifað „News“. Inni- haldið var stutt og greinilegt: Von- ast eftir Devereux-sögunni fljót- lega. Hún var talsverða stund að átta sig á samhenginu. Og þá var eins og sannleikurinn gysi í heila hennar. Hún skildi allt — ástæðuna til að Mark hafði logið, heimboðið sem hafði verið svo vandlega undirbúið, allar myndirnar sem hann hafði tekið af henni, skrifin hans í minn- isbókina sína. Þetta hafði allt verið fals frá upphafi til enda og Kay sá í huganum hvernig þetta mundi líta út á prenti — fyrirsagnirnar, grein- arnar, myndirnar — ítarlega búið 1 haginn af blaðamanninum Mark Farrell. Næstu mínúturnar leitaði hún í öllum skúffum og skápum til að reyna að finna minnisblöðin og myndirnar og eyðileggja það. Hún rakst á lokaða skúffu í svefnher- berginu og notaði eldhúshnífinn til að ná henni upp. En það tókst ekki. Allt í einu varð hún róleg aftur. Hún horfði á skúffuna og á hnífinn í hendinni á sér. Svo lagði hún hann á kommóðuna og fór á burt úr hús- inu án þess að líta við. Hún var að enda við að ganga frá dótinu sínu í ferðatöskuna þegar síminn hringdi. Mark tókst að segja: „Hvað í ósköpunum . . .“ áður en hún skellti heyrnartólinu á kvísl- ina. Hún hringdi til flugfélagsins, en ekkert sæti var til í næturvél- inni. Á járnbrautarstöðinni fékk hún að vita að lest færi til Parísar eftir tvo tíma. Hún borgaði gisti- húsreikninginn og lét síma eftir bíl. Mark var á brautarstöðinni. Dug- legir blaðamenn eru altaf á réttum stað, hugsaði hún með sér. Hún strunsaði fram hjá honum án þess að líta til hægri eða vinstri. Hann þreif í handlegginn á henni. „Þú hefur meðgengið að þú elsk- ir mig, en lætur þú þér detta í hug að reyna að hlaupa frá öllu saman?“ Hún sá að hann hélt á blaði í hend- inni. Blaðinu sem hún hafði verið að skrifa í ritvélinni. Hún sleit sig af honum og hann lét hana fara. Hún hafði nóg að hugsa er hún kom til London og sökkti sér niður í vinnuna til þess að reyna að bægja endurminningunum frá sér. Þremur dögum síðar fannst Dirk dauðui í rústum sandorpnu eyði- merkurborgarinnar. Öll greinin stóð á fyrstu síðu í „News“ og meðal myndanna var ein af Kay, er hún var að teikna undir gosbrunni. — undir stóð: Fyrrverandi kona Carr- uthers, sem nú dvelur í Róm. Kay varð hrollköld af gremju. Hún fór beint í ritstjórn blaðsins og spurði eftir ritstjóranum. Lagði Frh. á bls. 15. FÍÐUR Á HEILANN — eða að minnsta kosti fjaðrir á augnalokin, hafa þeir fengið tískudrósirnar í Róm, sem nú þykjast geta gefið „tóninn“ í lieimstískunni, síðan ítalir fóru að unga út filmdísum i stórum stíl. Nú segja Evudætur hinna fornu Rómverja að fallegt sé og hrífandi að líma smáfjaðrir á augnalokin á sér, sem einskonar auka-augnabrúnir. Vitanlega á að velja fjaðrirnar með tilliti til kjóls- ins og litarháttarins, þannig að þær hafi tilætluð áhrif. Þessi nýja tíska heitir „FIaminco“. — Fálkinn von- ar að geta birt mynd af fyrstu Reykjavíkurstúlkunni, sem sýnir sig „fiðraða“ í Austurstræti.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.