Fálkinn - 09.10.1959, Side 4
4
FALKINN
Harriet Green. And-
litið er spesilmynd
af lyndiseinkuninni
— ágirndin skín úr
andlitinu.
þóttist rausnarleg að ánafna honum
einn dollar á dag til að lifa á.
Þau höfðu eignazt tvö börn og
Hetty hélt þeim. Ned fæddist í Lon-
don og Sylvía í New York. Sagt var,
að kauphallarskráningarnar væru
hengdar upp á vegg í barnaherberg-
inu, svo að Hetty gæti litið eftir
börnunum og fjármálunum samtím-
is. Kauphöllin var ástríða hennar,
og stundum var hún verulega sæl
— eins og t. d. þegar hún græddi
nær milljón dollara á gullnámu-
hlutabréfum. Þegar börnin komust
á legg og maðurinn var á bak og
burt fór hún fyrir alvöru að sinna
mesta áhugamáli sínu: að verða rík-
asta kona í heimi.
Það var ekkert barnagaman að
kljást við fjármálasnillingana í Wall
Street, en Hetty neytti allra bragða
í dansinum um gullkálfinn. Hún
hætti bráðlega að kosta nokkru upp
á ytra borðið á sér. Til þess að
spara fluttist hún til Hoboken og
leigði sér þar óhæft húsnæði fyrir
var hún orðin skorpin og subbuleg
eins og norn. Hún gekk í sama kjóln-
um og með sama hattinn ár eftir
ár og tímdi aldrei að ganga í vetrar-
kápu. Til þess að halda á sér hita
vafði hún utan um sig gömlum dag-
blöðum, undir gaulslitnum kjóln-
um. —- Kjólarnir voru skósíðir í
þá daga, en Hetty þvoði aðeins það
neðsta af pilsinu, til þess að spara
sápuna.
Hún hafði mikinn áhuga á húsa-
braski, auk verðbréfaverzlunarinn-
ar, og hafði undursamlegt lag á að
kaupa og selja á réttum tíma. í ein-
um bankanum, sem hún átti, var
lítil kompa, og þar hélt hún sig í
vinnutímanum. Því miður varð hún
að nota ferjuna yfir fljótið tvisvar
á dag, því að ekki gat hún gengið á
vatni. Hún hafði með sér eina brauð-
sneið að heiman, til að nærast á um
hádegið, og drakk mikið af köldu
vatni með. Þetta hressti hana vel,
og svo hélt hún áfram að auka pen-
ingaforðann sinn. Milljónir bættust
ENNÞÁ er fólk til í New York,
sem man gamla kerlingarherfu, er
oft sást á götum borgarinnar í
byrjun þessarar aldar. Hún var mjög
ræfilsleg til fara, en sást oft læð-
ast eins og þjófur um hverfið, sem
hún bjó í, eftir að dimma tók. Þar
rótaði hún í öskutunnunum til að
leita að einhverju fémætu. Ef hún
fann tusku, sem hægt var að selja
fyrir nokkra aura, kom bros á and-
litið. Þeir, sem ekki voru kunn-
ugir henni, vorkenndu þessari fá-
tæku kerlingu. En hún var alls ekki
fátæk, heldur aðeins hræðilega nísk
og ágjörn.
Harriet Howland Robinson fædd-
ist 21.nóvember 1835 í NewBedford,
Mass. Edward Mott Robinson, faðir
hennar, var víxlari og verzlaði með
hlutabréf í hvalveiðifélögum, og
Harriet fór snemma að hafa gaman
af peningamálum. Þegar hún var
sex ára las hún fjármáladálkana í
blöðunum og skildi um hvað fjall-
að var þar. Og eftir nokkur ár var
hún orðin útfarin í öllu því, sem
víxlarar þurfa að kunna. Afi henn-
ar dó, þegar hún var 15 ára, og
gleymdi að minnast Harriet í erfða-
skrá sinni. Þá grét Harriet í fyrsta
sinn á ævinni. Heima hjá henni var
mikið um sparnað, og Hetty, sem
hún var kölluð, lærði fljótt að meta
peninga.
Faðir hennar vildi koma henni í
hjónaband og gaf henni 1200 doll-
ara til að fara til New York og
komast í kynni við heldra fólkið
þar. En hann þekkti ekki Hetty nógu
vel. Það var aðeins eitt, sem hún
gat hugsað um: að græða peninga.
Hún hirti ekki baun um að kynnast
heldra fólkinu, leigði sér ódýrasta
herbergið, sem henni bauðzt, og fór
svo í Wall Street til þess að kynij-
ast því, sem gerðist í kauphöllinni.
Hún kom þúsund dollurum í arðbær
hlutabréf og þegar hún kom heim
aftur var hún talsvert ríkari en
þegar hún fór. Þegar hún varð 21
árs fékk hún mikla peningafúlgu
hjá föður sínum, en þegar móðir
hennar dó, fjórum árum síðar, fékk
Hetty ekki einn eyri. Það er sagt,
að hún hafi lagzt í rúmið af sorg —
ekki móðursorg, heldur vegn-a þess,
að hún fékk ekki arfinn.
En í legunni hugkvæmdist Hetty
gott fjáröflunarráð. Sylvía frænka
HDRRin öREEII
ÁGJARNASTA KONA í HEIMI
hennar, sem var ríkasta kerlingin í
borginni, var öryrki. — Nú settist
Hetty að hjá henni og tók að sér
umsjá með eigum hennar og heim-
ili. Þær lifðu afar spart, og þegar
Sylvía dó árið 1865, lét hún eftir sig
margar milljónir dollara. Hetty gat
sölsað þessar eignir undir sig, en
varð þó að standa í langvinnu mála-
þrasi fyrst, og var brígslað um fals-
anir. Faðir hennar dó skömmu síð-
ar og Hetty erfði milljón dollara
eftir hann. Nú þóttist hún vera
orðin svo fjáð, að hún gæti farið að
græða.
Harriet var orðin þrítug, hún var
lagleg, en ágirndin hafði mótað
hörkusvip á andlitið. Margir urðu
til þess að draga sig eftir henni og
peningunum hennar, en milljóna-
mæringurinn Edward Green varð
hlutskarpastur. Hann var hálffimm-
tugur, og svo ástfanginn, að hann
undirskrifaði orðalaust samninginn,
sem Harriet lagði fyrir hann um að
hann skyldi sjá henni og væntan-
legum börnum þeirra farborða til
æviloka, en ekki skyldi snert við
peningunum, sem Harriet átti!
Edward veslinginn grunaði ekki
hvað hann var að ráðast í, Áður
en misseri var liðið hafði Harriet
vanið hann af að biðja um á disk-
inn aftur, þegar þau voru að eta.
Og ekki kom til mála að kaupa ný
föt. En reynslan hefur sýnt, að þess
konar bönn eru ekki holl, og Ed-
ward vandist á að fara á bak við
Harriet í smáu og stóru. En hann
var ekki eins slingur í fjármálum
og Harriet var, og svo fór, að hann
tapaði aleigu sinni og talsverðu af
auði Harriet líka. Líklega hefur
hann gert ráð fyrir að konan hlypi
undir bagga, en þar skjátlaðist hon-
um. Hún rak hann af heimilinu, og
Þarna hefur Hetty
Green farið í betri
fötin, enda er hún
mynduð með tengda-
syni símun, Matthew
Astor Wilks.
Til vinstri er hin ný-
gifta Sylvia Wilks,
með fjaðrir í hattin-
um og trefii úr strút-
fjöðrum.
15 cent á viku. Og matartilkostnað-
urinn fór smáminnkandi hjá henni
og börnunum. Mjólkurflaskan varð
að endast í þrjá daga. Hetty reyndi
fyrir sér — hvað hægt væri að kom-
ast af með lítið án þess að svelta.
Hrár laukur var ódýr og góður
matur, hann var bæði gerladrepandi
og dró úr sultinum, svo að laukþef-
inn lagði jafnan af Hetty þegar hún
var í hlutabréfakaupunum í Wall
Street. Fjármálamennirnir — Vand-
erbilt, Morgan og Carnegie — köll-
uðu hann „nornina í Wall Street",
og ekki að ástæðulausu. Því að nú
Gladdist, hvenær sem hún
gat sparaö eldspýtu,
og vildi fremur skjálfa af
kulda en leggja í ofninn
við milljónirnar, sem fyrir voru, en
Hetty varð nískari og tortryggnari
að sama skapi. Hún varð svo annar-