Fálkinn - 09.10.1959, Síða 9
FÁLKINN
9
lokað sat Cowles enn í horninu sínu.
Hann sat lengi eftir að byrlarinn
hafði tekið burt allar flöskur og
slökkt á sumum lömpunum.
— Ég ætla að fá að sitja hér einn
dálitla stund, þegar byrlarinn horfði
spyrjandi á hann.
Loks var enginn eftir í vínstof-
unni nema Cowles. Nú var allt orð-
ið hljóðara. Kliðurinn ofan að var
þagnaður, og Cowler þóttist vita, að
farþegarnir uppi hefðu hallað aftur
stólbökunum og ætluðu að fá sér
blund um lágnættið.
Svo leið hálftími. Allt í einu opn-
uðust dyrnar á klefanum næsta við
klefa senatorsins, og hefðarfrúin
kom út. Hún var ljóshærð og alls
ekki sem óásjálegust -— að minnsta
kosti ekki álengdar séð. Án þess
að líta til hægri eða vinstri opn-
aði hún dyrnar á klefa senatorsins
og fór inn.
Cowles sat nokkrar sekúndur og
var á báðum áttum. Gat hugsast, að
þarna væri um ástarævintýr að
ræða?
Nei, það var óhugsandi, sérstak-
lega af því að megnan ilm af „Speci-
al nr. 127“ lagði af henni.
Hann spratt upp úr stólnum og
stakk hendinni ofan í hægri jakka-
vasann, en þar var skammbyssan.
Svo flýtti hann sér að klefadyrum
senatorsins.
Undir eins og hann lauk upp
hurðinni sá hann að hann hafði
komið á réttu augnabliki. Hefðar-
frúin stóð á miðju gólfi. Hún hélt
á skammbyssu með hljóðdeyfi í
hendinni. Senatorinn lá sofandi á
sófanum.
Cowler var fljótur í snúningun-
um. Hann sló skammbyssuna úr
hendinni á kvenmanninum og hróp-
aði
— Upp með hendurnar!
Sú ljóshærða hlýddi, en Cowles
hringdi bjöllunni þrisvar.
Von bráðar kom yfirþjónninn og
flugfreyjan inn í klefann. Og fyrir
aftan þau var Page, sem hafði farið
að gruna margt, þegar hann sá þau
þjóta niður stigann. Senatorinn var
vaknaður og starði forviða kring-
um sig. Hvað var um að vera .. . ?
Cowles gaf skýringu á því. Og nú
spurði Page:
— Heldur þú að þetta sé Morri-
son?
í stað þess að svara kippti Cowles
ljósu hárkollunni af höfði „Hefðar-
frúarinnar".
— Gerfið var ágætt — alveg fram
á fægðar rauðu neglurnar, sagði
hann. — Þetta gat hann allt gert á
þessum þremur tímum í London.
Vitanlvga fór hann ekki inn í borg-
ina en 1 hús skammt frá flugvell-
inum og þar hafði hann fataskipti.
En hann hefði átt að hafa hugsun á
að skipta um ilmvatn líka.
— Ilmvatn? Page hugsaði. — Já,
þetta er einkennileg lykt. Hvers
konar lykt er þetta?
— Floris „Special nr. 127“. Það
var það, sem kom upp um Morri-
son. Undir eins og ég fann þessa
lykt þóttist ég vita, að ekki væri
allt með felldu um þessa lafði
Hammersmith.
— Hvers vegna?
— Vegna þess, að „Sþecial 127“
er karlmanna-ilmvatn, sagði Cowles.
Enginn kvenmaður — allra sízt ensk
hefðarfrú— mundi nokkurn tíma
láta sér detta í hug að nota það.
☆
JOHANNES KEPLER
Frœgastur allra lærisveina og
samverkamanna Tycho Brdhes
var Jóhannes Kepler. Foreldrar
hans voru bœði œvintýraþyrst, og
þegar faðirinn fór frá Jóhannesi
tvævetrum í stríð, fór móðir hans
með honum og drengnum var
komið fyrir hjá öðrum. Faðirinn
barðist víða sem leigudáti, en dó
ungur, á heimleið frá Spáni.
Jóhannes fœddist ófullburða
og var jafnan bágur á heilsu, þótt
hann yrði nær 60 ára. Hann var
fœddur í Wurteberg 1571 og fékk
svo sœmilega menntun, að árið
1594 varð hann kennari við
menntaskólann í Graz x Steier-
mark, en hrökklaðist þaðan árið
1600, vegna þess að hann var
lúterskur og neitað að taka ka-
þólska trú. Þá var Tycho Brahe
í Praha og bau'ð honum aðstoðar-
mannsstöðu hjá sér. En ekki
unnu þeir saman nema eitt ár,
því að Brahe dó árið eftir. En
Kepler erfði embœtti hans og
varð fyrir sömu reynslu og Bra-
he, að erfiðlega gekk að fá um-
samið kaup hjá keisaranum. Til
þess að hafa ofan í sig að éta,
tók hann að sér kennarastöðu í
Linz fyrir sultarlaun, en leitaði
líka á náðir keisarans, er hann
var orðinn skuldunum vafinn.
Keisarinn vísaði honum til Al-
brechts von Wallenstein, her-
stjóra síns, sem hafði tekið við
fjárreiðum keisarans. Wallen-
stein skipaði honum að reikna
himintunglagang fyrir sig, en til
þess langaði Kepler lítið. Síðustu
stjörnuspár hans fyrir Wallen-
stein eru frá árinu 1625, og þar
stóð skrifað, að ef Wallenstein
hefði áhuga á stjörhuspám, œtti
hann að halda frið, svo að hin
göfuga stjörnuspálist fengi að
dafna í friði.
í Linz var einnig hafin ofsókn
gegn mótmœlendum og í sam-
bandi við hana varð bœndaupp-
reisnin 1625. Hrökklaðist Kepler
þá úr kennarastöðunni þar. Þau
árin, sem hann átti eftir ólifuð,
var hann sífellt að basla við að
fá greitt féð, sem keisarinn skuld-
aði honum. En jafnframt vann
hann að vísindum sínum til
dauðadags, 1630. Hann átti jafn-
an við mótlœti að stríða, en leit-
áði huggunar í vísindunum, og
eyddi sorgum sínum með því að
glíma við ráðgátur stjörnugeims-
ins. Um eitt merkasta rit sitt
sagði hann svo í eftirmála:
„Hvort þetta rit verður lesið eða
gleymist af samtíð og komandi
kynslóð — gildir mig einu. Þó
verður það eflaust lesið eftir
nokkur hundruð ár.“ Honum var
fyrir mestu, að sannleikurinn
sigraði að lokum.
Kepler er mesti stærð-
frœðingur allra brautryðj-
enda stjarnfrœðinnar. En hann
hafði líka frábœrt hugmyndaflug
og hugboð, sem hann gat sam-
einað vísindálegum staðreyndum
sínum. Það var erfitt að skilja
hugsanaferil hans, en honum
skeikaði samt ekki. Vísindin
voru honum helgidómur.
í æsku var Kepler orðið Ijóst,
að pláneturnar hreyfast sam-
kvæmt ákveðnu lögmáli, sem
hægt vœri að reikna stærðfrœði-
lega. Af athugunum Tycho Bra-
hes komst hann að þeirri niður-
stöðu, að braut þeirra vœri spor-
öskjulöguð, og að sólin vœri í
öðrum brennipunkti þeirrar spor-
öskju. Þetta varð undirstaða Kep-
lerslögmálsins svonefnda, en það
er í þremur liðum og ýmsar und-
antekningar á þeim.
—- Kepler gerði líka mikils-
verðar uppgötvanir í Ijósfrœði.
Hann gat t. d. gefið leiðbeining-
ar um hvernig hægt væri að end-
urbœta kíki Galileis, og auk þess
smíðaði hann betri stjörnukíki
en áður var til. Hann varð og
fyrstur til að benda á örugga að-
ferð til þess að reikna út stjörnu-
og sólmyrkva. Og hann vann
undirstöðustarf að uppgötvun
Newtons á þyngdarlögmálinu, og
benti á samband stjarnfrœðinn-
ar og eðlisfrœðinnar. Kepler líkti
hringrás stjarnanna við sigur-
verk, þar sem hreyfingar stjarn-
anna kæmi frá einum aflgjafa,
svarandi til lóðanna í klukkunni.
Árið 1619 gaf hann út ritið
„Harmonices mundi“. Þar hugs-
ar hann sér allar stjörnurnar,
með mismunandi hraða, sem tóna
í ákveðnu lagi, og hámarks- og
lágmarkshraði hverrar stjörnu
ákveðst af föstu lögmáli. Nú á
tímum þykja sumar niðurstöður
Keplers barnálegar, en eigi að
síður var hann óralangt á undan
sínum tíma, og sumar athuganir
hans eru í fullu gildi enn þann
dag í dag.
j
Chaplin hcfnr vit á prjáni
Charles Chaplin og Dawn Add-
ams voru viðstödd frumsýninga á
„Konungur í New York“ í París.
Dawn, sem er gift ítalska greifan-
um Massimo, sýndi Chaplin peysu,
sem hún hafði keypt og þóttist hafa
gert reyfarakaup. Chaplin leit á
peysuna, sem Dawn uppástóð að
væri bandprjónuð, og sagði: „Nei,
hún er úr prjónavél!“ Dawn varð
hissa á prjónaþekkingu Chaplins,
en hann gaf henni þá þessa skýr-
ingu: „Þegar ég var barn prjónaði
móðir mín fyrir annað fólk til að
vinna fyrir mér og bróður mínum.
En það dugði ekki til. Þess vegna
kenndi þún okkur báðum að prjóna,
svo að við gætum hjálpað henni í
tómstundum okkar. Og síðan hef
ég vit á prjónavörum,“ sagði hann.
— Nú er Chaplin að undirbúa nýja
kvikmynd. Vitanlega ætlar hann að
leika í henni sjálfur, en þar er líka
stórt barnahlutverk, og það á sonur
hans — ellefu ára — að leika.
—o—
SUGA JAPANSPRINSESSA,
sem stendur á tvítugu, hefur nú
farið að dæmi bróður síns, Akihito
krónprins, og giftst manni af borg-
araætt. Trúlofunin hefur verið til-
kynnt opinberlega, og mannsefnið
er bankaritari og heitir Hisanga
Shimazu.
—o—
SKUGGALEIKUR. — Ljós og
skuggar í bessari mynd gæfu
ástæðu til að halda að hér væri um
impressionista-list að ræða. En
þetta er Ijósmynd, tekin gegnum
hálfglærar rúður í fatageymslu í
leikhúsi í London.
—o—
MONTGOMERY TIL MOSKVA.
„Monty“ marskálkur, sem nú er
látinn af störfum fyrir nokkru gerði
sér ferð til Moskva í aprílmánuði.
Erindið er m.a. það, að ræða vanda-
mál kalda stríðsins við Krúsév.