Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1959, Síða 15

Fálkinn - 09.10.1959, Síða 15
FÁLKINN 15 >f >f * >f >f X1 >f >f GÓÐAR PARÍSAR-NÝJUNGAR. Mikið af tízkumyndum er ný- komið frá París, og þær bera með sér, að það er engin frágangssök að nota fatnaðinn frá síðasta ári, því að aðaldrættirnir í tízkunni eru þeir sömu og þeir voru þá: mjótt mitti, % ermar, breiður kragi, opið hálsmál. Helzta nýj- ungin er sú, að frakkasíddin er %, eins og á þessari mynd frá GRIF- FE. Zfízh an TM.361 TM. 36 n DIOR LÁTLAUS. Beint upp og niður, belti um sjálft mittið — hver hefði búizt við því af DIOR? En þessi fyrir- mynd er þó frá honum, og var hátíðlega tilkynnt 1. september. Það er ekki ólíklegt, að margar verði til að nota sér hana. Anna kinkaði kolli. Hún gat ekki sagt neitt. En hvað hafði Aline sagt Gordon? Hvers vegna hafði hann haldið utan um hana? Og hvað kom Önnu þetta við? Hún vissi varla hvað hún sagði meðan hann var að sýna henni fjögur svefnher- bergi og stórt baðherbergi á efri hæðinni. En Gordon virtist ekki taka eftir að hún væri ann- ars hugar. Hann hafði allan hugann við að skoða húsið og sýna henni það. Loks opnaði hann dyr út að svölum, seni vissu út að garðinum fyrir framan húsið. Þaðan sá yfir allan Stockton-bæ. „Jæja, hvernig lí?t þér á þetta, Anna?“ spurði hann. „Það er ljómandi fallegt,“ svaraði hún. „Sá má telja sig heppinn, sem fær að eiga heima hérna.“ . | j „Þú segir það? Meinar þú það líka?“ spurði hann og brosti. Anna leit til hans. Hún vissi ekki sjálf hve raunalegt brosið á vörum hennar var. „Fyrir nokkrum vikum hefði mig aldrei dreymt um að ég fengi nokkurn tíma að stíga fæti inn í svona yndislegt hús,“ svaraði hún hægt. Gordon tók samanbrotið blað upp úr vasa sín- um. „Má ég óska þér til hamingju með afmælið þitt, Anna,“ sagði hann. „Þú skilur kannske ekki hvað í þessu bréfi stendur, en það er gjafarbréf fyrir húsinu. Húsið er með öðrum orðum þín eign en ekki mín.“ „Gordon.“ Anna hvíslaði orðin. „Hvernig á ég að þakka þér? Hvenær á ég að flytja hingað?" „Flytja hingað?“ sagði Gordon hissa og tók pípuna úr munninum. „Nú-jæja — það er að segjja — þegar þessir mánuðir eru liðnir hefur þú fullt frelsi. Það veiztu. En mér datt í hug, að þú vildir láta fjölskyldu þína búa hérna. Við getum ómögulega látið þau verða áfram í þess- um þrönga kumbalda, sem þau eru í núna. Þeg- ar Danny stækkar verður ekkert olnbogarúm þar.“ Anna starði á hann. Fyrst í stað gat hún ekki áttað sig á hvað hann meinti. Og svo kviknaði ljósið í huga hennar, smátt og smátt. „Er það hérna, sem þú hefur haldið þig upp á síðkastið? Ég á við — þú hefur verið svomik- ið að heiman. Var það útaf þessu?“ spurði Anna. „Já, það var dálítið erfitt að ná í handverks- menn, og ég vildi helzt líta eftir öllu sjálfur,“ svaraði hann. „Og mig langaði til að það yrði búið á afmælisdaginn þinn, svo að ég varð að reka á eftir.“ „Ó, ég er svo glöð,“ hrópaði hún og án þess að hugsa sig um tók hún báðum höndum um hálsinn á honum. En þá breyttist svipur hans undir eins. Hann tók um handleggina á henni og losaði hendur hennar af hálsinum. Hann and- aði rykkjótt og augun voru eins og mjóar rifur. Og svo kom byrsti svipurinn á andlitið. Hann fór frá henni án þess að segja orð. Anna tók báðum höndum fyrir andlitið. Hvað hafði hún gert? Hún hafði orðið svo glöð að hún yfirbugaðist af þakklætiskennd, er hún heyrði að hann ætlaði að gefa foreldrum henn- ar húsið. Gat hann ekki skilið það? Hvað gekk að honum? Anna beygði sig og tók upp gjafa- bréfið, sem hafði dottið á gólfið. Hana langaði til að rífa það í tætlur. Hann hafði spillt allri hennar gleði með því að verða svona reiður útaf því, að hún hafði ekki getað stjórnað sér fyrir gleði. Hann hefði átt að vita hvað það var að eiga heima í húsakynnum eins og þeim, sem fjölskylda hennar bjó í á Railway Flats. Hann ætti að vita hvernig það var að hafa ekki nokk- urt afdrep, sem maður gæti kallað sitt eigið, og þora ekki að láta sig dreyma um að eignast það. Með óstyrkri hendinni stakk hún gjafabréfinu í töskuna sína. Hún vildi ekki eyðileggja það, fjölskyldu sinnar vegna, þó hana sárlangaði til þess. Það hefði verið gaman að vera stórbrotin — aldrei þessu vant — en hún hafði ekki efni á því. Gordon stóð niðri í borðstofunni og var að tala við litla Japanann, sem fægði gluggana. Hann sagði fyrir um hvernig húsgögnin ættu að standa, þegar húsið hefði verið þvegið. Um leið og Anna var þakklát honum fyrir alla hug- ulsemina, gat hún ekki gleymt hvernig hann hafði tekið því, er hún ætlaði að þakka honum. Hún gat ómögulega skilið að hún hefði gert neitt fyrir sér með því. Hún fór út og settist á neðsta þrepið fyrir neðan dyrnar. Gordon West- wood átti þó að minnsta kosti ekki sólskinið. „Eigum við að halda heim?“ spurði hann. Nú var röddin miklu vingjarnlegri. Og ef til vill voru augun það líka. Eða voru þau ofurlítið kald- hæðin — og raunaleg. Ef til vill var það senni- legast. Anna leit ekki við til að athuga það betur. Hún stóð upp og gekk á undan honum nið- ur að bílnnm. Hún var hrygg og þreytt. Hvers vegna mátti hún aldrei verða glöð? Gordon sat við hliðina á henni og var hugsi. Ef til vill tók hann ekki einu sinni eftir að hún var þarna. Anna starði beint fram á veginn, og þess vegna varð hún fyrri til en Gordon, að taka eftir því að bíllinn, sem kom á móti þeim, sveigði ekki nægilega til hliðar. Eða kannske hafði loft- slangan á hjólinu sprungið einmitt í þeim svif- um. Anna heyrði sjálfa sig reka upp angistaróp og á næsta augnabliki rákust bílarnir á. Anna kastaðist áfram. Hún fann til nístandi sársauka í höfðinu — og svo varð allt að myrkri. Gordon Westwood ganaði fram og aftur um músíkstofuna. Við og við nam hann staðar við stólinn sem Anna hafði setið í með tónlistarsög- una sína. Bækurnar voru enn þar sem hún hafði skilið við þær. Á grammófónskápnum lá „Ap- pasionata“ Beethovens og svæflarnir í stólnum voru enn bældir eftir að hún hafði setið á þeim. Gordon varð litið á stólinn, en hann hélt áfram að ganga um gólf. Honum fannst hann sjá Önnu sitja í honum. Hann sá ljóshært höfuð hennar beygija sig yfir þykku bókina. Og grann- ir, hvítir fingurnir flettu blaði við og við. Hún hafði krosslagt fæturna undir sig í stólnum. Var alveg eins og skólatelpa með lexíurnar sínar. Gordon talaði við hana í huganum. Hann útskýrði allt fyrir henni. En hann gat ekki fengið hana til að hlusta. Hún virtist vera langt — langt í burtu þó að hann sæi hana sitja þarna í stólnum. „Anna,“ sagði hann lágt. Varirnar báru nafn- ið fram, en ekki kom nokkurt hljóð yfir þær. Hann var móður, eins og þetta þramm um gólf- Framh. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Afgreiðsla: Vesturgötu 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og iy2—6. Sími 12210. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.