Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1959, Side 17

Fálkinn - 09.10.1959, Side 17
falkinn 17 Kópavogui* — Smith og frú Neio York létu gefa sig saman á ný hálftíma eftir að þau höfðu fengið hjójiaskilnað. Þau gáfu þá skýringu á þessu að fyrra hjónabandið hefði ekki fœrt þeim annað en mótlœti, en bœði eru sannfœrð um að alli gangi betur í nýja hjónabandinu. Útsýni frá Kópavogsbrú. Kársnesið, séð frá samkomuhúsinu. Framh. af bls. 13. manni um landvistarleyfi. Nú eru mörg hundruð umsóknir hjá okkur um byggingarlóðir, en það þarf fleira til en bara að koma upp húsi. Nútíma þjóðfélag krefst ýmissa frumskilyrða, svo sem vatns, frá- rennslis, rafmagns, síma og margs fleira. Allt slíkt kostar mikla pen- inga — og tíma, en hann höfum við aðeins haft af skornum skammti. Fyrsta jan. 1948 voru hér um 1000 íbúar, en í dag eru þeir um 5700. Þessari miklu fjölgun fólks, sem flest býr í einbýlishúsum, þurfum við að sjá fyrir þessum frumnauðsynjum. — Þetta hefur heppnazt ótrúlega vel, þótt stundum hafi ef til vill verið erfitt að láta enda mætast. Allar okkar fram- kvæmdir eru gerðar fyrir eigið fé, lítil lán og engir styrkir hafa kom- ið til. Þetta er ástæðan fyrir því, að við getum ekki annað en beitt heml- um við byggingarframkvæmdir ein- staklinga. En allt byggist þetta, — og fyrr en varir.“ „Þegar þér segið, að bærinn eigi landið. Hvað eigið þér við?“ „Bókstaflega það. Við lögðum í það 1957 að kaupa mikið landrými af ríkinu, þar sem aðal-byggingin er, og kemur til með að vera. Ýmsir álitu okkur illa haldin ,,á efstu hæðinni11 að gera áætlanir um kaup á svona verðmiklu landi, og getgát- ur um kaupverð komust upp í ein- ar 13 milljónir króna. Við keyptum landið fyrir 250 þús- und krónur.“ „Það er fé, sem hefur rentað sig vel. Máske hafa bankastjóraeigin- leikar Finnboga Rúts verið þarna að verki. Mér er sagt, að lóðir hér séu orðnar dýrar, og hækki með ári hverju.“ „Við höfum heyrt því fleygt. Ann- ars er verzlun með lóðir óleyfileg hér í bæ. Við gerum það sem við getum til að fyrirbyggja brask með byggingarlóðir, og höfum þess vegna sett um það reglur, að verzlun sé óleyfileg, nema hús sé fokhelt. Þá er komin eign á lóðina, sem við getum ekki — og viljum ekki — leggja hömlur á.“ „Hvaða framkvæmdir eru það aðrar en þér nefnduð áðan, sem bærinn hefur gert, eða áætlar?“ „Vegna þess, hve hingað velst yfirleitt ungt fólk, — fólk, sem er að byrja búskap, — er Kópavogur tiltölulega barnflesti bær landsins. Það er sérkenni og stolt bæjarins. Þess vegna leggjum við sérstaka áherzlu á skólabyggingar, barna- heimili og annað nauðsynlegt til barnauppeldis. Gagnfræðaskóli er að byrja. Barnaskólar eru tveir, og verið að bæta við báða. Samkomu- hús, kirkja, vegir, hitaveita ...“ „Hitaveita?“ „Auðvitað. Hitaveita kemur hing- að, og það fyrr en síðar. Það er ég viss um. Við höfum látið gera til- raunir með borun eftir heitu vatni, og því verður haldið áfram. Hví skyldi ekki vera heitt vatn beint undir fótum okkar hér, eins og annars staðar í nágrenninu? Jú. Hitaveita er svo sannarlega í áætl- uninni. Nú, og svo er höfnin. Að- stæður eru svo góðar til hafnargerð- ar hér, að það mun einsdæmi. Inn- siglingin örugg og djúp. Hér lágu stórir tundurspillar rétt við land- steinana í stríðinu. Hafrót kemur aldrei hingað inn á fjörðinn. Við þurfum enga brimbrjóta. Aðeins dá- litla uppfyllingu, bryggjur og at- hafnarpláss. Við ökum grjóti í höfn- ina á vetrin, þegar við getum ann- að því vegna annarra aðkallandi framkvæmda. Það verður ódýr, en góð höfn.“ „A þetta land sér einhverja sögu til forna, eða hvaða býli voru hér áður?“ „Við eigum margar minjar. Þarna út um gluggann sjáið þér Þinghól, þar sem Kópavogsfundur var hald- inn 1662. Þaðan liggur gamall veg- ur þvert yfir Digranes, og meðfram honum eru margar dysjar. Þar var aftökustaður til forna, karlmenn voru höggnir, en konum drekkt í ósnum. Líkin voru síðan dysjuð meðfram veginum. Þar hafa fund- izt mannabein, og við verndun þess- ar minjar. Annars voru hér tveir bæir, Digranes og Kópavogur, en af þeim fara litlar sögur.“ „Líklega hefur mönnum þá fund- ist sennilegra að hægt væri að ná til tunglsins með hrífuskafti heldur en að nokkurn tíma yrði slík byggð hér á nesinu. Segið mér, frú. Væri nokkur möguleiki á því, að ég gæti feng- ið hjá yður lóð undir hús . . .?“ ☆

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.