Fálkinn


Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.12.1959, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 *** LITLA 5ADAN *** Þvottavélin Jane Smith beygði sig yfir stóra pottinn, það sauð í honum á hlóð- unum. Lyfti lokinu, hrærði í með gömlu kústaskafti og súrnaði í aug- um af gufu og sápu. Hárið var í einni klessu. Hún tíndi fataplöggin upp úr pottinum ... stuttu skyrtuna hans Villa litla, náttfötin hans Álfs . . . kjólinn hennar Ellu. Hún bar þetta rennandi á skaftinu í skolvatnsbal- ann á miðju gólfi. Hún rétti úr sér, þrýsti hendinni á verkjandi mjóhrygginn og and- varpaði er hún leit á hrúguna, sem óþvegin var. Þurrkaði hendurnar á svuntunni og ýtti upp elhúshurð- inni. Það var hressandi að koma út úr gufunni í eldhúsinu. Úti var nær- andi vorloft. Hún hlammaði sér á steinþrepið. Þetta var fyrsta hvíld- in, sem hún hafði tekið sér síðan í morgun. Hún hugsaði til barnanna, sem voru að leika sér á blettinum fyrir neðan húsið, hún ætti að líta eftir þeim, en hafði ekki dug til að standa upp. Hún sat og horfði á hlöðuna. Og það sem hún sá þar gerði hana beiska, í ofanálag á þreytuna. Tveir menn, sinn í hvorum stiga, voru að mála hlöðuna. Óhreini, fölnaði rauði liturinn var horfinn á hérumbil helmingnum af hlöð- unni, og hvítt komið í staðinn. Rautt var ekki nógu góður litur á hlöðuna. Hún varð að vera hvít, og meira að segja þrímáluð. Þilin á íbúðarhúsinu voru líka ó- hrein og upplituð. En það voru aldrei nógu miklir peningar fyrir hendi til að mála húsið, leiða inn vatn, grafa fyrir fráræsi eða eign- ast rafmagnseldavél. Líklega hefðu þau ekki háft rafljós heldur, ef Álfur hefði ekki þurft þess með í hlöðunni. Hver eyrir var notaður til að bæta um hlöðuna, en hún og börnin lifðu eins og öreigar í niður- níddum kumbaldanum. Einn nágranninn stöðvaði bíl- skrjóðinn sinn við hlaðið. — Hérna er kassi til þín! kallaði hann til Álfs. Jane varð enn gramari er hún sá manninn sinn brölta niður stigann. Þetta mundi vera eitthvað nýtt, sem hann hefði pantað í hlöðuna eða fjósið. Hún horfði á mennina meðan þeir voru að bisa við að koma kassanum ofan af bílnum. Hann virtist vera þungur. Líklega var einhver dýr vél í honum. Hún þoldi ekki að horfa á þetta, stóð upp og gekk hinumegin við húsið. Ella hafði sofnað á blettinum. Kringum hana var girðingarnefna, til að hindra að hún kæmist niður á veginn. Úr spýtnabraki og vírflækj- um, sem höfðu orðið afgangs ar hænsnagirðingunni. Drengurinn var hjalandi í kerrunni sinni. Nú sá hún Álf við húshornið. — Hvar er blekið, Jane? spurði hann hikandi. Hann sá vel að Jane var ekki í góðu skapi, en lét sem hann skildi ekki ástæðuna til þess. — Blekbyttan? hún er þar sem hún er vön — í skrifborðsskúffunni, svaraði Jane og reyndi að láta ekki á neinu bera. Hún vissi undir niðri að það var ekki af eigingirni, sem Álfur níddist á henni og lét búskap- inn sitja fyrir. Hann níddi sjálfan sig líka. Hann var magur og þreytu- legur. Og vinnufötin hans slitin og snjáð eins og hennar föt. En hún var orðin mædd og óánægð. Henni var forvitni á hvað væri í stóra kassanum. Hún fór út að hlöð- unni. Kassinn stóð fyrir innan dyrn- ar og ein hliðin hafði verið tekin úr. Hún fór nær, til að skoða betur. Það kom kökkur í hálsinn á henni. Höndin skalf er hún snerti vélina í kassanum. Hana sveið í augun. Véhn var svo hvít og falleg og gljáandi. Þetta var draumur, sem hún hafði aldrei gert sér von um að Framh. á bls. 14. Vitið þér • ••? tft ilíhrí Hnld „The Ugly American"— bók, sem veitist að Bandaríkjastjórn Fyrlr skömmu kom út bók í Bandaríkjunum, í líkum stíl 09 flugrit voru gefin út hér í gamla daga, þegar erfitt var að fá eitt- hvað prentað, og ennþá erfiðara að fá útgefanda og ábyrgðar- mann að því ef efnið var níð. En á blómaöld prentfrelsisins er hœgt að gefa allt út, — líka bók- ina „The Ugly American", sem veitist svo mikið að veitingum Bandaríkjastjórnar, að því er sendiherrastöður snertir, að mað- ur skyldi halda, að höfundur hennar hafi einhvern tíma geng- ið með sendiherra í maganum, en ekki fengið tignina. „Helmingurinn af þeim 78 sendiherrastöðum, sem nú eru i gildi af Bandaríkjanna hálfu, eru skipaðar mönnum, sem hafa náð í þœr eingóngu fyrir að starfa fyrir flokk sinn, segir í bókinni. Og af þeim eru ekki nema helm- ingurinn, sem getur talað annað mál en sitt ameríska móðurmál." Það er fleira neyðarlegt, sem sagt er í þessari bök, sem kölluð er „satírisk" skáldsaga. Hetja sögunnar er „ambassador Louis Sears". Hann er umboðsmaður þjóðar sinnar í landi, sem heitir „Sarkhan". Mr. Dears hefur fall- ið við senatorkosningar í fylkinu, sem hann hafði verið senator fyrir áður og er þess vegna huggaður með sendiherrastöðu, en henni fylgja 17.500 dollara skattfrjáls laun, og 15000 dollarar í risnu að auk. Hann er mjög samvizkusamur maður, og áður en hann tekur við embcettinu bend- ir hann utanríkismálaráðuneyt- inu á, að hann þoli ekki svert- ingja í návist sinni, og að i öðru lagi hafi hann ekki hugmynd um hvar þetta „Sarkhan" sé á hnett- inum. En hann er hughreystur með því, að þarna í landinu, sem hann eigi að starfa í, séu engir svartir menn, heldur aðeins jarp- ir. Eftir að hann er kominn i sendiherrabústaðinn í hinu ó- kunna landi, fer hann að brjóta heilann um, hvað það hefði nú getað verið þœgilegt, ef að minnsta kosti ein manneskja úr starfsliðinu hefði kunnað tungu þjóðarinnar, sem hann á að hafa skipti við. Hann hefur kynnzt sovét-ambassadornum, óg hann tálar mál þjóðarinnar reiprenn- andi. „The Ugly American" lætur sér líka tiðrætt um hve litið Bandaríkjamenn viti um andann, sem blœs í öðrum löndum. Nixon varaforseti hafði búizt við fagn- aðarlátum í Suður-Ameríkuför sinni, en varð fyrir grjótkasti. Höfundur bókarinnar, sem er há- skólaprófessor — telur það líka eftirtektarvert, að amerískir sendiherrar séu að gera sig mjúka gagnvart einrœðisherrum. USA-sendiherrann í Egyptó varð að breyta um vistarveru vegna þess, að hann féll í stafi fyrir Nasser. Og Chiang-Kai-sjek, Syngman-Rhee og Batista vœru ekki nema núll, ef Bandaríkin styddu þá ekki. Menn eins og Tító, Frankó, Ibn Saud og Trujilla eru í náðinni hjá Bandaríkjastjórn, segir bókin. Margir fá sendiherrastóður fyrir að hafa verið gjafmildir við kosningasjóðina, segir höf. John Peurifoy var lyftudrengur og hef- ur alltaf verið glaðklakkalegur síðan. Hann heilsaði Grikkja- drottningu með orðunum „Hello Queen!" Þegar Perla Meste átti að taka við embætti í Luxem- bourg kom hún mörgum tímum of seint. Það var ekki bílnum hennar að kenna heldur af því að hún hafði ekki fundið Luxem- bourg á kortinu. Claire Luce Booth barst mikið á sem sendi- herra í Róm. í áheyrn hjá Píusi páfa fór hún að hœla kaþólsku kirkjunni á hvert reipi, þangað til páfinn greip fram í: „Gleymið ekki — að ég er orðinn kaþólsk- ur!" I París þóttust menn hálf- móðgaðir yfir að fá Amory Haughton sem sendiherra. Ekki af því að hann hafði grætt auð sinn á súrum agúrkum heldur vegna þess, að hann hafði gefið 6000 dollara í kosningasjóð til að greiða fyrir sér. — En hvað á stjórnin að gera? Hún getur ekki launað góða þjón- ustu með baróna- eða hertoga- titlum. Hún hefur ekki svo mik- ið sem orður til að klína á gœð- inga sína. að enn eru notaðar æfagaml- ar aðferðir Indíána í Suður- Ameríku við dýraveiðar? Þetta sannast einkum þegar verið er að ná dýrum lifandi, sem hættu- leg eru mönnum. — Þá blæs veiði- maðurinn eiturör gegnum langa pípu á dýrið, sem hann ætlar að ná í. Eitrið er hinsvegar ekki drep- andi, heldur deyfir það dýrið um stund, og þegar sárið eftir örina er gróið, er dýrið alheilt. að húla-hopp hringir eru seldir á öllum benzínstöðv- um í Bandaríkjunum? Þetta stafar af því, að plastið er unnið úr jarðolíu. Frá bezínstöðv- unum í San Francisco eru seldir 3000—4000 hringir á dag, og áætlað er að um 40 milljón hringir verði seldir í Bandaríkjunum á þessu ári. — Sagt er, að 11 ára gömul telpa hafi sett nýtt met með því að láta hring snúast 18.000 sinnum á hálf- um fjórða tíma. fwwvwvwvwwwwwuwwwwwwwvywiíuwwwwwwwwvww að hæggengustu eimreiðir Þýzkalands verða bræddar upp á næstunni? Þetta eru þrjár eimreiðir, sem hingað til haf a verið notaðar á leið- inni milli Berlínar og Hamborgar, Vélarnar voru mestu kolagámar, og ein ástæðan til að hætt er að nota yélar þessar er sú, að erfitt var að fá kyndara, sem þoldu erfiðið þarna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.