Fálkinn


Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.05.1960, Blaðsíða 6
6 FALKINN t*ettu btfvjjniii tneb snnttnti t hntepn t L,e Hnvre — En urntnr luijunnu ijetiir stnndunt veriii Íuttyur NETIÐ DREGIÐ SAMAN .. . Interpol sendi samstundis deildum sínum um allan heim þetta skeyti: Vinsamlegast sendið okkur upp- lýsingar um ejtirfarandi per- sónur: .............. Þegar svörin komu urðu sporin talsvert greinilegri: Árið 1953 hafði Bolzoni og Capella, ásamt einhverj- um Pierre Massigli, verið vísað úr Bandaríkjunum og fóru þeir þá til Mexico. Massigli átti langt synda- registur, franska lögreglan kannað- ist vel við manninn og hafði auglýst eftir honum í sambandi við gim- steinaþjófnaðinn frá frú Aga Khans árið 1949. Nokkrum mánuðum eftir að þessum dándismönnum hafði ver- ið vísað úr landi reyndust þeir bendlaðir við eitursmyglun til New York. Einn af samverkamönnum þeirra var handtekinn þar, en hinir þrír sátu í Maxico og stjórnuðu smyglinu þaðan. Árið 1954 spurðist til þeirra í ítalíu, og höfðu amerískir eitur- smyglsnjósnarar gát á þeim þar. Og 1955 tilkynnti kanadiska lögreglan að Massigli hefði fengið sér íbúð með Silone-bræðrunum, en annar þeirra gekk undir nafninu Enrico. Nú fór þetta að skýrast: í skýrsl- unni, sem Siragusa hafði sent frá Róm um heróín í skipinu ,,Mathieu“, höfðu verið nefnd nöfnin Jean- Paul og Enrico. Voru þetta kannske Jean-Paul Capella og annar Silone- bræðranna? í íbúð Silones fann lögreglan minnisbók með heimilisfangi Cap- ella í París. Nú bentu öll spor í sömu áttina, en enn vantaði sann- anir, sem rétturinn tæki gildar. For- tíð Massiglis gat bent í þá átt, að hann væri heilinn, sem stýrði þess- um félagsskap, og þegar Bianco var handtekinn hvarf Massigli af heim- ili sínu í Montreal. Var lögreglunni um allan heim send lýsing á bófa þessum og Bolzoni og Capella. Blaðsnepillinn, sem fundizt hafði í Trolley Bar, var vendilega athug- aður. Eimskipið „Logue“ fannst í skipaskrá Lloyds. Það hafði legið i Le Havre frá 9. til 22. desember 1954, og meðal háseta þar voru Ala- min, Bellec og Illiers. Það kom líka á daginn að Guy Berlín hafði haft landleyfi á þeim tíma og verið í Havre 28. nóvember til 13. desem- ber. Þessir þrír sjómenn voru áríðandi vitni í málinu. Voru þeir í bófa- flokknum eða voru þeir svokallaðir HVÍTA EITHIÐ 7. Smyglunin yfir Atlantshaf „neikvæðir aðilar“, sem vissu ekki neitt? Eins og á stóð var ekki hægt að gera neitt, því að þeir voru all- ir á sjó — Bellec um borð í „Logue“, Illiers á skipinu „Var“ og Alamin á „Courbet". BELLEC SEGIR FRÁ. Bellec var sá fyrsti, sem kom í franska höfn^og Paul fulltrúi tók á móti honum. Hann sá strax, að mað- urinn átti sér einskis ills von og sagði honum, að það væri auðséð á honum, að hann kæmi ekki nærri eitursmyglun. Gekkst Bellec upp við það og var hinn liðlegasti við Paul. En Paul bað hann um að segja sér allt, sem hann vissi um Trolley Bar og hjónin, sem ættu þann stað. — Ég hef alltaf sótt það kaffi- hús, þegar ég hef komið til Havre, sagði sjómaðurinn. — Þér vitið, hvernig það er með okkur sjómenn- ina — við leitum helzt á sáma stað- inn. Ég kom þangað oft, helzt með Alamin, sem var góður vinur minn. Svo var það eitt kvöldið, þegar kom- ið var að lokunartíma, að Guy Ber- lin kom að borðinu okkar og spurði, hvort okkur langaði ekki til að SÍÐARI IILUTI græða peninga með hægu móti og án allra skilyrða. Vitanlega vorum við til í það og hlustuðum á það, sem hann hafði að segja. Hann sagði að vinur hans ræki ilmvatnsgerð í Kanada, og nú vantaði hann sér- staka tegund af dufti, sem hann not- aði í ilmvötnin. Það var bannað að flytja þetta duft inn til Canada, sagði hann, en ef þetta kæmist upp * mundum við fá dálitla sekt, sem hann og vinur hans mundi þá að sjálfsögðu borga. —Mér fannst þetta ekkert skugga- legt, svo að ég lofaði að taka af hon- um duftið. Daginn eftir kom náungi með 14 kílóa böggul. Ég hef oft séð þann mann í Trolley Bar, en ég þekki hann ekkert. HÁLFI 100-FRANKA SEÐILLINN. Þegar Bellec var sýnt glæpa- mannamyndasafnið þekkti hann myndina af þessum milligöngu- manni. Hann hét Arthur Giuliano. (Arthur var líka nefndur á blað- snepli frú Berlin). Sama dag kallaði lögreglan Guy Berlin, konu hans og Giuliano fyrir rétt. Þau neituðu hverju orði í skýrslunni, sem Bellec hafði gefið. En Giuliano, sem sá fram á að þau mundu stranda, ef hinir sjómenn- irnir yrðu yfirheyrðir líka, gleymdi sér, þegar nafn Alamins var nefnt og svo gusaðist upp úr honum: — Æ, hafið þið ekki áhyggjur af hon- um. Ég hitti hann fyrst! Paul skildi þegar hve alvarleg hótun fólst í þessum orðum. — Það þýðir að með einhverju móti verður þaggað niður í Alamin undir eins og hann kemur í höfn, sagði hann við félaga sína. — Við höfum séð áður, þegar við vorum að eiga við Mafiuna á Sikiley, hvernig þeir „þagga niður“ í fólki þar. Annaðhvort hverfur vitnið, svo að ekki sést urmull eftir af því, eða það verður svo gersamlega minnis- laust, að það man ekki það sem það hefur sagt fyrir nokkrum mínút- um. Við vitum að þetta kemur líka oft fyrir hjá Korsiku-bófunum. Og við eigum á hættu að þetta geti líka komið fyrir Alamin, ef við verðum ekki fyrstir til að ná í hann. Eimskipið „Courbet“ var væntan- legt til Hamborgar eftir fáeina daga. Var símað til skipstjórans og hann beðinn um að sjá um, að Alamin kæmist ekki í samband við neina ó- viðkomandi menn. Og jafnframt var þetta skeyti sent þýzku lögreglunni: Vinsamlegast handsamið Ala- mln áður en nokkrir óviðkom- andi fá tœkifæri til að koma um borð. Paul og hinir njósnararnir, sem unnu að þessu máli, fóru strax til Hamborgar og voru komnir á vett- vang, þegar þýzka lögreglan fór um borð í „Courbet11 og yfirheyrði Alamin. Hann var jafn opinskár og Bell- ec vinur hans hafði verið. — Ég tók böggul með dufti með mér til Kan- ada, sagði hann. — Og áður en ég Venjulegir vörubílar með tvöföldum botn eru mikið notaðir til eiturlyfjaflutninga.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.