Fálkinn


Fálkinn - 14.12.1960, Page 33

Fálkinn - 14.12.1960, Page 33
um. Mig hryllir við baslinu, sem mundi bíða mín við hliðina á þér. Ég verð hérna eftir. Fyrirgefðu mér. — Marja.“ Ég æpti og fór eins og elding heim til Wráls. Hringdi svo ákaft, að bæði Wrál, frúin og þjónninn komu fram í anddyrið. „Hvað gengur á?“ „Konan mín,“ stundi ég. „Gefið þið mér konuna mína aftur! Hún er það eina, sem ég á og ann í veröldinni." Gömlu hjónin störðu bæði undrandi á mig. „Hún er hérna, þið felið hana fyrir mér,“ hrópaði ég í örvæntingu. „Þjónn- inn ykkar kom með boð um að hún ætlaði að borða miðdegisverð hérna. Hleypið þið mér inn til hennar!“ Loksins opnaði Wrál munninn. „Góði Ivar, þetta er einhver misskilningur. Konan yðar hefur ekki komið hingað í dag. Mállaus af skelfingu benti ég á þjóninn, sem var að læðast út. — „Jak- ob!“ hrópaði Wrál, „hefur þú farið með skilaboð til Ivars í dag?“ — „Já, Ein- sika greifi fékk mér bréf og gaf mér peninga til að fara með það,“ stamaði þjónninn. „Einsika?“ Wrál dró mig með sér inn í bóka- stofuna. „Kæri Ivar, ef það er sem mig grunar, þá skaltu láta mig um þetta mál. — Ég á ýmislegt vantalað við greifann, og þú skalt fá fulla uppreisn. En dæmið ekki konuna yðar of hart fyrr en við höfum komizt að samheng- inu í þessu.“ Ég lá í sjúkrahúsinu, þegar ég fékk meðvitundina aftur. Það var aðfanga- dagskvöld, eins og í dag. Wrál og kona hans voru komin til að óska mér gleði- legra jóla. Marja var það fyrsta, sem mér datt í hug, og hryllilegur veruleik- inn varð mér ljós. „Góði vinur, hugsaðu ekki meira um hana,“ sagði Wrál dapur. Hún er farin eitthvað út í buskann með Einsika. Ég gerði mitt ítrasta til þess að afstýra þessu, en það mistókst. Ég get ekkert gert frekar, vinur minn. Gleymdu henni og leitaðu huggunar í listinni.“ Hann talaði fyrir daufum eyrum. Undir eins og mér var sleppt undan læknishendi, veðsetti ég úrið mitt og aðra fjármuni, til þess að geta farið að leita. En sú leit varð til einskis. Og peningarnir þrutu og ég varð að fara í sjúkrahús aftur.“ Glóðin á arninum var nær kulnuð og nærri því dimmt í stofunni. Dimm- ur skuggi var á andliti vinar míns. „Hefurðu aldrei séð hana síðan?“ Hann kipptist við, er hann heyrði spurn- inguna. Eftir drykklanga stund hélt hann áfram: „Jú — einu sinni — jólakvöld eitt fyrir mörgum árum. Ég var farinn að leika aftur og hafði helgað mig listinni af lífi og sál. Við vorum að leika í litl- um bæ, ekki langt frá borginni, sem ég var að tala um áðan. Ég var seint Frh. á næstu síðu. Öldin átjánda Rit þetta gerir sögu vora á átjándu öld sams konar skil og sögu 19. og 20. aldar var gerð í ritverkunum Öldin okkar og Öld- in sem leið. Efnismeðferð og allt form rits- ins er með nákvæmlega sama sniði og í hinum ritverkunum báðum. Það er byggt upp sem samtíma fréttablað og prýtt mikl- um fjölda mynda. Og ÖLDIN ÁTJÁNDA var sannarlega ekki tíðindafá. Hér er því margt til frásagnar, forvitnilegt og fróð- legt í senn. — Jón Helgason tók ritið sam- an. — Ib. 280,00. „ALDIRNAR“ eru kjörbœkur allra ís- lenzkra heimila. Islenzkt mannlíf Þriðja bindi af hinum listrænu frásögnum Jóns Helgasonar af íslenzkum örlögum og eftirminnilegum atburðum, myndskreytt af Halldóri Péturssyni listmálara. — Fáar bækur, sem út hafa komið á xmdanförnum árum, hafa vakið eins einróma lof og þess- ar bækur Jóns Helgasonar. — Ib. 185.00. „Þessi höfundur fer listamannshöndum um efni sitt, byggir eins og listamaður af þeim efniviði, sem hann dregur saman eins og vísindamaður.“ Dr. Kristján Eldjárn, þj óðminj avörður. Maðiir lifandi Meinfyndin og bráðskemmtileg bók eftir þúsundþjalasmiðinn Gest Þorgrímsson, myndskreytt af konu hans, Sigrúnu Guð- jónsdóttur. — Það er dauður maður, sem ekki skemmtir sér kostulega við lestur þessarar bókar, og lesandanum mun jafnan finnast sem hann sjái glettið og spotzkt andlit höfundarins að baki blaðsíðnanna í bókinni, meðan á lestrinum stendur. Og ekki skemmir það, að ýmsir nafnkunnir borgarar koma hér við sögu. — Ib. 135.00. By§surnar í Navarone Höfundur þessarar bókar, Alistair Mac Laan, er víðlesnasti og tekjuhæsti rithöf- undur í heimi nú á síðari árum. Auk þess sem bækur hans koma út í risaupplögum á ótal tungumálum, eru þær kvikmynd- aðar jafnskjótt og þær koma út. Ástæð- urnar fyrir þessu eru þær, að bækur hans eru mjög vel skrifaðar og ákaflega spenn- andi. Um Byssumar í Navarone skal að- eins þetta sagt: Það þarf sterkar taugar til að lesa þessa bók og óvenjulegt vilja- þrek til að leggja hana frá sér hálflesna. — Ib. 150.00. IÐUNN Skeggjagötu 1 — Reykjavík Sími 12923.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.