Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 7
af yfir höfði sér, að vera ræstur fyrir allar aldir. Hann labbaði niður í pakk- hús þeirra félaga og hitti að máli verk- stjórann, Jón að nafni. Spurði hann Jón, hvort það væri rétt, að Helgi hefði ekki enn sent pappírana til Reykjavíkur, og sagði Jón að sér vitandi hefðu engir pappírar verið sendir. „Hvaða helvítis trassi er maðurinn,“ sagði Púlli. Verk- stjórinn vissi vel hjá hverjum sökin lá, sagði: „Það kemur ekkert málinu við hver er trassi og ekki trassi, pappírarnir verða að sendast, og það án tafar.“ Kom hann síðan með fjöl, sem notuð hafði verið við uppskrift á pakkafjölda við út- skipun, blað og blýant, fékk Púlla og sagði: „Hér eru ritföng og tölurnar, svo nú geturðu gengið frá pappírunum í snarhasti." En Púlli var ekki alveg á því. Hann tók fjölina, stakk henni undir handarkrikann og sagði um leið og hann fór: „Úr því sem komið er, er lang fyrir- hafnarminnst að láta þá fá fjölina.“ Síð- an arkaði hann upp í banka, lagði spýtu- stubbinn á borðið og sagði: „Hér hafið þið tölurnar.“ Fór síðan 'heim og lagði sig. Eftir að Púlli fluttist til Reykjavíkur, vann hann að ýmis konar hæglátum störfum. Meðal annars var hann hjá „Bláu stjörnunni", meðan hún var og hét. Eitt af störfum hans þar var að gæta tjaldsins, draga það frá og fyrir. Eins og margir munu muna, þá kom hin vinsæla danska söngkona, Lula Ziegler, hingað til lands fyrir fáeinum árum, á vegum „Bláu stjörnunnar“. Gerði hún stormandi lukku, eins og það er almennt kallað. Lula er fædd leikhúskona, og vissi hún því að til þess að fá margar framkallanir er nauðsynlegt að tjald- ið fari frá og fyrir með miklum hraða. En Púlli var nú ekki alveg á sama máli. Hann notaði sín venjulegu handbrögð, og varð það til þess að í staðinn fyrir að fá að minnsta kosti tíu framkallanir á frumsýningunni, urðu þær aðeins fjórar. Hin danska listakona var afar reið, og hún bað mig að tala við þenna mann, sem við tjaldið væri. Ég talaði við Púlla, en hann lét ásakanir mínar sem vind um eyru þjóta. Sagan endurtók sig næsta kvöld, og geðillska Lúlú magnaðist að sama skapi. Aftur bað hún mig að tala við tjaldamanninn, gerði ég það, en allt kom fyrir ekki. Tempóið hans Púlla breyttist ekki. Nú tók söngkonan málið í sínar hendur. Kvöld eftir kvöld hellti hún sér yfir Púlla, en árangurinn varð enginn, þar til að lokum að þolinmæði Púlla sjálfs þraut. Kvöld eitt, er Lúlú var í miðjum reiðilestrinum, sneri Púlli sér að henni, en þó með sinni ódrepandi ró og stillingu: „Det kommer tids nok.“ Þar með var málið útrætt frá hans hálfu. En þrátt fyrir þetta urðu þau, söngkonan danska og tjaldamaður „Bláu stjörnunn- ar“ mestu mátar er fram liðu stundir, og er Lúlú Ziegler kvaddi ísland, sagði hún: „Af öllu því dásamlega og skemmti- lega, sem ég hef kynnzt á þessu yndis- lega landi, þá verður mér hann Púlli ábyggilega minnisstæðastur.“ En störf Púlla hjá „Stjörnunni“ voru ekki einu afskipti hans af leiklistinni. Er ég lék mitt fyrsta hlutverk, árið 1923, í revý- unni „Spánskar nætur“, þá var Púlli sufflör þar. Það var mikill taugaóstyrk- ur á frumsýningunni og þar sem kunn- áttan var svona og svona, þá var ekki annað að gera en treysta á Púlla. En þó það sé kannske ljótt að segja það, þá brást Púlli því trausti alveg hrapallega. Þegar mann rak í vörðurnar og varð lit- ið niður í sufflörkassann í von um nauð- synlega hjálp, þá brosti sufflörinn til manns, bleytti á sér vísifingurinn og byrjaði að fletta handritinu í mestu ró- legheitum, um leið og hann tautaði: „Við skulum nú sjá, hvað vorum við annars komin langt.“ Hver maður, sem þekkir eitthvað til leiklistarstarfsins, getur sjálfur sagt sér, hvers virði svona hægfara hjálp er. Okkar vinsæla leik- kona, Gunnþórunn heitin Halldórsdótt- ir, var meðal leikenda í Spönskum nótt- um. Hún átti að syngja gamanvísur í fyrsta þætti. Hún var ein af þeim, sem trúðu á hvíslarann. Kunnáttan var ekki sterk, enda fóru sumar vísurnar hennar algerlega í vaskinn. í hléinu eftir fyrsta þátt jós Gunnþórunn úr skálum reiði sinnar yfir aumingja Púlla. Hún sagði meðal annars, að hann væri lélegasti og vitlausasti sufflör, sem nokkurn tíma hefði stigið fæti sínum í Iðnó. Púlli lét sem hann heyrði ekki reiðilestur Gunn- þórunnar, en löngu seinna, í hléinu, heyrðist hann hlæja með sjálfum sér og tauta: Helvítis vitleysa er þetta í henni Gunnþórunni. Það eru allir sufflörar svona.“ Nei, það var ekkert, sem rask- aði sálarjafnvægi Púlla. Og að lokum skal ég segja stutta sögu, sem við erum báðir viðriðnir, hann Púlli og ég. í æsku vorum við dálítið vínhneigðir, eins og gerist og gengur. Eitt haust, er við vorum við skál, feng- um við þá hugmynd að fara austur á Þingvöll og gera okkur glaðan dag. — Þetta var um helgi og því mannmargt á sögustaðnum. Er við leituðum eftir gist- ingu í Valhöll, var okkur sagt, að öll rúm væru þegar lofuð að undanteknum tveim í átta manna herbergi, og var auð- vitað ekki annað fyrir hendi en taka þau. Um daginn var drukkið hraustlega, því við vorum engir meðalmenn í þeim efnum, hann Púlli minn og ég, þegar við vorum upp á okkar bezta. Er líða tók á kvöldið gerðumst við ölvaðir nokkuð, og gengum því snemma til náða. Er við sofnuðum þreyttir eftir dagsins önn, Frh. á bls. 21 Haraldur Á. og Piílli sitja yfir kaffibolla. (Myndskr. Halldór Pétursson) . * °

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.