Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 9
— Hann er járnbrautarverkamaður, sagði Lisa snöggt. Jansen hafði séð íverustaði járn- brautarverkamanna. Þetta voru litlir og hrörlegir kofar meðfram járnbraut- arteinunum, — þvotturinn hékk á snúrum í litlu görðunum, ef garða skyldi kalla, og börnin komu hlaup- andi og veifuðu, þegar lestin brunaði úr einni ævintýraborginni í aðra. — Mamma er svo gamaldags, sagði María og lagði sérstaka áherzlu á síð- asta orðið. Hún dreypti á koníaksglas- inu og var auðsjáanlega staðráðin í að láta sér finnast það gott á bragðið. En hún gat ekki leynt því, að hana hryllti við drykknum. Hún reyndi að dreifa athyglinni og sagði: — Hún vill ekki hafa okkur hérna. Hún segir, að það sé ekki fyrir ungar stúlkur. — Hlupuð þér að heiman, spurði Jansen. Barnslegt andlit hennar fylltist undrun: — Hvernig gátuð þér gizkað á það? — Hún sendi aðdáunarbros til Lisu og bætti við: — Systir mín sendi mér pen- inga. Ég átti enga. Ég bjó ein með mömmu og pabba og bræður mínir unnu í námunum. Jansen sá fyrir sér einmana stúlku í litlum kofa við járnbrautarteina, þar sem hún hjálpaði til við að hirða hænsnin og elda matinn, meðan hún horfði löng'unarfullum augum á eftir járnbrautarlestinni, sem brunaði frá einni ævintýraborginni til annarrar. Hún var orðin of stór til að hlaupa út og veifa, en hún horfði með nagandi öfund á fólkið, sem sat í klefunum. Og viku eftir viku las hún bréfin frá Lisu systur sinni: „Ég vinn á skrifstofu. Ég hef fengið nýjan kjól. Vinur minn seg- ir .. Hann leit á þessar tvær ungu og fögru suðurafríkönsku stúlkur og hugs- aði: Svona lagað er náttúrlega daglegt brauð hér um slóðir. Hann leit á úrið sitt og Maria sagði strax: — Við náum í bíóið, er það ekki? — Þú með þitt bíó, sagði Lisa. — Ég skal fara með þér í bíó á morgun. Hún stóð á fætur og sagði við Jansen um leið og hún kastaði til höfðinu: — Komið þér? Og gekk að dyrunum. Jansen hikaði, en stóð síðan á fætur, er hann sá von- leysislegt bros Maríu. Þau gengu út á götuna. Skammt frá var stór hvít bygging með upplýstum auglýsingum. Velklætt fólk hraðaði sér upp marmaratröppurnar, þar sem menn í skrautlegum einkennisbúning- um tóku á móti því. Þannig gat Jansen SMÁSAGA EFTIR séð þetta, er hann virti fyrir sér and- lit Maríu. Lisa hló og sagði: — Við förum heim, María. Það er ekkert varið í þessa mynd. Þau fóru í tveggja herbergja íbúð í útjaðri borgarinnar. Hún var á hæð fyr- ir ofan verzlun, sem hét „Mac’s Goldon Emporium". í glugganum voru dósir með ferskum og þurrkuðum ávöxtum, klæddar brúður og strangar af baðmull- artaui. íbúðin var búin nýjum hús- gögnum. í útvarpinu var sungið: „Viltu koma með mér til tunglsins, þar sem við getum fyllt lófana af mánagulli!“ — Ég kann vel við textann, sagði María og hlustaði með ákafa. Lisa gekk út og sagði um leið: — Afsakið, en ég þarf að hringja til vinar míns. — Vljið þér drykk, sagði María hægt. Hún beit í tunguna á sér, meðan hún skenkti koníakinu og setti síðan sóda- vatn út í. Hún bar glasið til Jansen og óafvitandi brosti hún sigri hrósandi um leið og hún setti það fyrir framan hann. Síðan sagði hún: — Bíddu dálítið, — og gekk inn í svefnherbergið. Jansen rétti úr sér í alltof mjúkum hægindastólnum. Hann var gramur yfir því að hafa hafnað á Frh. á bls. 30 DORIS LESSING FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.