Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 21

Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 21
AUGLÝSING AGETR AU N Innst á Laugaveginum er verzlunarfyrirtæki, sem selur alls konar heim- ilistæki, t. d. hrærivélar, ryksugur, að ógleymdum Elektrolux-kæliskáp- unum. Auk þess selur það lofthitunartæki, sem mikið hafa verið notuð við skreiðar- og saltfiskþurrkun. Hvað heitir fyrirtækið og hvar er það? . Jóhannes Norðfjörð h.f., Hverfisgötu 49, hafa mikið af skartgripum og úrum til sölu. Mest selja þeir þó af einni svissneskri úrategund. Finnið nafnið á úrategundinni og skrifið i auðu linuna hér Síðustu árin hefur hinn gamli og góði siður, Þorrablótið, orðið mjög vinsæll. Sérstaklega er þó einn veitingastaður i Vesturbænum, sem reið á vaðið með að endurvekja þennan sið, enda láta gestir óspart hrifningu sína í ljós yfir Þorramatnum á þessum stað. Hvað heitir veitingastaður- inn? Skrifið nafn hans hér Hvaða heildsölufyrirtæki hefur söluumboð fyrir ILMA-búðinga, rasp, pip- ar, salt, karry, allrahanda og nýja ILMA-þvottalöginn? Þekktur skóli er í sama húsi. Skrifið nafn, götuheiti og númer hér ,,Grohe“ heita vesturþýzk blöndunartæki í eldhús og bað, sem allir lofa er reynt hafa. Tæki þessi selur meðal annars byggingavöruverzlun í Holt- unum. Hvað heitir verzlunin og hvar er hún? Skrifið nafn hennar, götu- heiti og númer hér Húsgögn úr málmi ryðja sér æ meir til rúms hér á landi. Síaukin fram- leiðsla einnar slikrar verksmiðju, sem hefur sölubúð við eina af aðal- verzlunargötum bæjarins, sýnir vinsældir þessara húsgagna. Hvað heitir verksmiðjan? Hópur þeirra ungu manna er orðinn æði f.jölmennur, sem keypt hefur einbaug hjá gullsmið nokkrum hér í miðbænum. Gullsmiður þessi hefur í fjöldamörg ár haft sem einkunnarorð, að ef piltarnir eigi unnustuna, þá eigi hann hringana. Hvað heitir gullsmiðurinn og hvar er hann? 1 austurbænum er verzlun, sem selur alls konar hljóðfæri, svo sem blást- urshl.jóðfæri, harmónikur og strengjahljóðfæri. Sérstaklega selur hún mikið af giturum. Hvað heitir verzlunin og hvar er hún? Skrifið nafn, götuheiti og númer Hvað er hægt að gera til að venja þjóðina á stundvisi? Atvinnurekendur ættu að hafa það hugfast, að það er þjóðargróði að hafa stimpilklukkur. Hvað heita stimpilklukkurnar, sem Ottó Michelsen, Skrifstofuvélar, Laugavegi 11, selur? Skrifið heiti þeirra hér ,,Oris“ er nafn á þekktum svissneskum úrum og smáklukkum, sem úra- og skartgripaverzlun við Laugaveginn hefur selt um árabil. Hvað heitir úrsmiðurinn? Skrifið nafn hans og götunúmer Fyrir 12—15 árum tóku léttbyggðar Dieselvélar að ryðja sér til rúms í íslenzkum fiskibátum. Fyrirtæki, sem nú er til húsa í Múlahverfi, hefur frá því fyrsta lagt höfuðáherzlu á þ.jónustu og viðgerðir á Dieselvélum í fiskibátum og er nú eitt þekktasta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Skrifið nafn fyrirtækisins, götuheiti og númer. Ein af stærstu sælgætisgerðum landsins er í Holtunum. Þegar hún hóf starfsemi sína framleiddi hún eingöngu litlar, bragðgóðar töflur, sem hvert mannsbarn á landinu þekkir nú. Um langt skeið hefur þessi sama sælgætisgerð nú framleitt auk taflanna, margar tegundir af súkkulaði, karamellum o. m. fl. Hvað heitir sælgætisgerðin og hvar er hún? I miðbænum er blómaverzlun, sem er frábrugðin öðrum blómaverzlunum að því leyti að hún hefur nú í nokkur ár selt brönugrös (orkideur), sem þyk.ja allra blóma fegurst, auk annarra venjulegra blóma. Forstjóri hennar skreytti líka höll þjóðhöfðingja eins fyrir nokkrum árum. Hvað heitir verzlunin og hvar er hún? Islenzk skógerð hefur tekið miklum framförum frá því hún hóf göngu sína fyrst. Vörur einnar skóverksmiðju hafa þó öðrum fremur orðið vin- sælar hér á landi. Finnið nafn skónna og skrifið hér. (Það skal tekið fram, að hér á að nota annan stafinn, en ekki þann fyrsta eins og í öllum hinum)

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.