Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 8

Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 8
Hún bjó við járnbrautarteina og á hverjum degi brunaði lestin í áttina til ævintýra- borgarinnar... Lestin lagði ekki af stað klukkan átta, eins og honum hafði verið sagt. Hún átti ekki að fara fyrr en um miðnætti. Reiðin yfir því að hafa fengið rangar upplýsingar, sauð í Jansen, en honum rann hún um leið og hann sneri sér frá miðasölunni. Það var gagnslaust að reið- ast út af þessu. Hann hafði í heila viku verið í heimsókn hjá ríkum vinum sínum, hafði dvalizt í tómarúmi alls- nægtar og hafði á virðulegan hátt virt borgina fyrir sér frá sjónarhóli auð- mannsins. Nú hafði hann hins vegar sex klukkutíma til stefnu og þann tima gat hann átt sjálfur. Nú gat hann látið hið þurra, lævi blandna andrúmsloft Jóhannesarborgar verka á sig. Hann gekk inn í veitingahúsið á járnbrautar- stöðinni. Þetta var heldur kuldalegur staður með brúnum tómlegum veggj- um og borðum í þráðbeinum röðum. Hann fékk sér bolla af sterku tei, sett- ist á afvikinn stað og naut þess að virða fyrir sér lífið sem hlutlaus ferða- maður. Það var ekki margt, sem fór framhjá honum. Hann var í þann veg- inn að standa upp og fara, þegar hann heyrði einhvern spyrja: — Er upptekið hér? Hann sneri sér snöggt við, því að það var ekki hægt að villast á tónin- um í röddinni. Tvær stúlkur stóðu við hlið honum. Önnur settist, án þess að bíða eftir svari. Það voru mörg auð borð í salnum, en samt settist hún hjá hon- um. Hún var í þröngum svörtum kjól og hafði messingkeðjur um hálsinn, — skórnir voru svartir og háhælaðir. Þetta var hávaxin og fönguleg stúlka, litlaust hár hennar sat þétt á höfðinu, og það skein eins og málmur. Hún kveikti sér strax í vindlingi og sagði við vinkonu sína: — Seztu, í guðanna bænum! Hin stúlkan settist feimin í stólinn við ’hlið Jansens og sneri sér undan, þeg- ar hann horfði á hana. Og hann stóðst ekki þá freistingu, því að hún var allt öðru vísi í hátt, en hann hafði búizt við. Hún var eilítið feitlagin og barnaleg og hár hennar var liðað í hnakkann. Hún var í rósóttum kjól og með flat- botnaða sandala á nöktum og sólbrún- um fótunum. Hann grunaði, að þær væru hollenzkar að uppruna: Þær höfðu báðar breið kinnbein og enni og lítil, blá augu. Afgreiðslustúlkan kom að borðinu. Jansen var svo forvitinn, að hann sat kyrr. — Hvað viljið þið fá, spurði hann. — Kornak, sagði sú eldri strax. — Tvo koníak, bætti hún við og horfði flóttalega til systur sinnar. Það var enginn vafi á því, að þær voru systur. — Ég hef aldrei drukkið áfengi fyrr, sagði sú litla og brosti feimnislega. — Ekki nema þegar mamma gaf okkur sherry á jólunum. Hún roðnaði, þegar sú eldri sagði hálfhátt og í örvæntingu: — í guðanna bænum! — Ég kom til Jóhannesarborgar í morgun, sagði sú litla í trúnaði við Jansen, — en Lisa hefur verið hér ein í heilt ár. — Guð minn góður. Hvað var ég bú- in að segja þér. Ertu búin að gleyma því? sagði Lisa. Síðan reyndi hún að bjarga málinu með því að brosa tilgerðarlega fram- an í Jansen og segja: — Þér ættuð bara að vita, hvað hún er græn. Ég var að vísu líka græn, þeg- ar ég kom hingað, en í samanburði við Maríu ... Hún hló uppgerðai’hlátri. — Hafið þér verið í Jóhannesarborg fyrr en nú, sagði María við Jansen með sama trúnaðartraustinu. — Hann hefur aðeins viðkomu hér, fullyrti Lisa og leit á Maríu. — Þú ætt- ir að sjá það, ef þú nennir að nota aug- un. — Það er hárrétt, sagði Jansen. — Þér farið kannski á morgun? spurði Lisa. — í kvöld, sagði Jansen. Lisa sneri sér andartak frá honum og svipaðist um í veitingasalnum, renndi augunum frá einum karlmanninum til annars. — Með næturlestinni, bætti Jansen við til þess að sjá svipbreytingar henn- ar. —- Þá er nægur tími, sagði hún og brosti. —Lisa var búin að lofa, að ég fengi að fara í bíó, sagði María. Hún svip- aðist einnig um í veitingasalnum og hennar vegna reyndi Jansen að sjá staðinn með öðrum augum. En það heppnaðist ekki. I hans augum var stað- urinn enn brúnn og kuldalegur salur, fullur af illa klæddu fólki, sem sat og sóaði tímanum. Honum fannst hann sitja við hlið barns, sem glennti upp augun af ótta við að sjá gamla konu, sem var nákvæmlega eins og nornirn- ar í ævintýrunum. — Ágætt, sagði Jansen. — Við skul- um fara í bíó. Lisa hikaði andartak. Augu hennar hvörfluðu frá Jansen til Maríu. — Þér getið farið með Maríu, ákvað hún loks og sneri sér beint að Jansen. — Hún er óttalegur kjáni, en hún kem- ur til. María reis upp til hálfs og var ótta- slegin á svip. — Þú ferð þó ekki frá mér, sagði hún. — Ó, guð hjálpi mér, sagði Lisa í uppgjafartón. — Seztu þá niður. En ég sagði þér að ég ætlaði að hitta vin minn. — En ég er rétt komin. — Allt 1 lagi. Seztu samt niður. Hann bítur þig ekki. — Hvaðan komið þér, spurði Jansen. María nefndi nafn, sem hann hafði aldrei heyrt nefnt fyrr. — Það er ekki langt frá Bloemfontein, útskýrði Lisa. — Ég hef einu sinni verið á Bloem- fontein, sagði María og vildi lofa Jan- sen að taka þátt í því, sem hún hafði upplifað. — Þar er stórt bíó. En það er ekki eins og bíóið heima. — Hvernig er heima hjá yður? — Það er ósköp þröngt og lítið. — Hvað gerir faðir yðar? ft/JuL0Tr>4* Á VILLIGOTUM 8 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.