Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 23

Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 23
tekur Þetta mjög sárt, góða mín... Hann sneri sér að henni og var mjög alvarlegur. — Þú veizt hve fúslega ég mundi gera allt fyrir þig, en þessu get ég ekki skipt mér af. Það eina, sem ég get gert er að gleyma því, að þú hafir minnzt á þetta við mig... Hann brosti erfiðlega og bætti við: — Og þó verður það erfitt að láta samvizku sína sætta sig við það. Hún draup höfði. Hún var örþreytt og lá við að gráta, en sagði við sjálfa sig, að undir eins og hún fór að hugsa þetta nánar hefði hún vitað að hann mundi bregðast svona við. Hún hafði verið í uppnámi þegar hún hringdi til hans 1 klúbbinn í gær. Hún hafði alls ekki hugsað til þess að hann var í opin- berri stöðu, en aðeins fundið að hann var eini vinurinn, sem hún gat leitað til. Nú sá hún ljóst, að hún hafði gert honum ógreiða með því að trúa honum fyrir þessu. — Ó, Bern, þú verður að fyrirgefa mér þetta, sagði hún eymdarlega. — Ég hefði átt að halda þér fyrir utan þetta. En úr því ég hef sagt þér frá því verður þú auðvitað að leggja mál- ið fyrir yfirvöldin, ef þér finnst það skylda þín. Þú mátt alls ekki taka til- lit til mín. Og hvers vegna ættir þú að taka tillit til Franks? Þú þekkir hann alls ekki. Þú getur auðvitað ekki skilið það eins og ég geri, að það er óhugsandi að hann hafi gert það, sem Þau saka hann um. Og ef þú telur rétt að gefa skýrslu um málið, þá gerðu það! Hún gat ekki haldið áfram en tók báðum höndum um andlitið og grét. Aldrei hafði hún verið jafn einmana og yfirgefin og nú. Allt í einu fann hún til handarinnar á honum. Hún strauk fyrst öxlina og svo hárið — viðkvæmt og innilega. Kata, góða Kata, þú mátt ekki gráta! En mér fannst ég verða að gera þér grein fyrir hver afstaða mín er. Þú mátt ekki skilja það svo, að ég sé ekki vinur þinn. Ég vil gera allt sem ég get fyrir þig. Eftir nokkra bið hélt hann áfram: — Er þetta allt, sem þú ætlaðir að segja mér? Ef það er eitthvað meira, þá haltu áfram. Og síðan held ég að okkur sé báðum bezt að gleyma, að þú hafir nokkurn tíma sagt mér nokkuð um þetta. Hún leit upp og reyndi að strjúka tárin úr augunum. — En Bern, getur þú gleymt? Ég vil ekki að þú gerir það, ef þú hefur samvizkubit af því. Og svo er eitt enn, sem við verðum að hafa hugfast — sem þú verður að hafa hugfast. Það er ritarastaða mín hjá þér. Ef þér finnst ég eigi að hætta, eftir það sem þú hefur fengið að vita, skal ég hætta undir eins. Bróðir minn er grun- aður. Getur þú varið það að hafa mig sem ritara áfram? Ég endurtek, að þú verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan þig og ábyrgð þína — ekki Frh. á bls. 34 ■ m i u tu? STJÖRNUSPÁIN Hrútamerkið. Talið ekki of mikið um heppnina, sem þér munuð hafa með yður þessa viku. Þér hafið lagt góðan grundvöll undir upphaf að velgengni, og ef þér haldið áfram að byggja á þessari undirstöðu, mun gæfan vera yður hliðholl. Gerið ekki stórfengleg viðskipti fyrri hluta vikunnar. Nautsmerkið. Það kemst meira jafnvægi á í tilveru yðar, ef þér reynið að sjá hlutina í rétt.u ljósi. í þessari viku skuluð þér gæta þess vel að missa aldrei stjórn á skapi yðar og forðast árekstra í sérhverri mynd. Á föstudaginn gerist eitthvað mjög óvænt. Tvíburamerlcið. Þetta verður róleg vika og þess vegna tilvalið að hugsa sig vel um og leggja drög að áformum framtíðarinnar, Farið hægt í sakirnar á sviði ástamálanna og búið yður undir vonbrigði. Sízt skal örvænta þótt öðru vísi fari en til stóð. „Alltaf má fá annað skip ....“ o. s. frv. Krabbamerkið. Ekki er ósennilegt, að þetta verði vika mikilla breytinga í lifi yðar. Því fer fjarri, að þér séuð sjálfstæður, hvorki á vinnustað eða í einkalífi. Fyrr eða síðar hljótið þér að taka af skarið, og því fyrr því betra. Ljónsmerkið. Þér gerið miklar kröfur til hamingjunnar og treystið bókstaflega á hennar fulltingi. Kannski er það einmitt þess vegna, sem yður hefur gengið svona vel hingað til. Varizt þó að ofmetnast. Enginn getur verið alsæll, og fyrr eða síðar hlýtur eitthvað að gerast, sem varpar skugga á ham- ingju yðar. J ómfrúarmerkið. Það er gott og blessað að græða peninga, en aldeilis af- leitt, þegar menn eru gjörsamlega á valdi þeirra og vilja öllu fórna fyrir þá. Hafið þetta vel í huga í þessari viku. Reynið að treysta öll vináttubönd yðar. Þér þarfnist þess. Vogars kálarmer kið. Þér farið með sigur af hólmi, það er að segja, ef þér standizt^ mótlæti bessarar viku. Og hver er sá, sem ekki leggur á sig erfiði, ef hann veit að sigurinn bíður á næsta leiti? Sporðdrekamerkið. Þér eignizt nýjan vin, sem kemur til með að hafa mikla þýðingu í lífi yðar, bæði í sambandi við þroska yðar og framabraut. Gömul ósk rætist í vikunni. Leggið ekki of hart að yður við vinnuna og notið frístundirnar betur til hvíldar og hressingar. Bogmannsmerkið. I þessari viku gerið þér dálítið alvarlega skissu, en ekki skuluð þér missa sjálfstraustið þess vegna. Ef þér takið þessu létt og gerið góðlátlega gis að sjálfum yður fyrir mistökin, þá mun virðing og skilningur samstarfsmanna yðar takast.. Það er nú einu sinni mannlegt að skjátlast! Steingeitarmerkið. Seinast í þessari viku gerist at-vik, sem hefur þær af- leiðingar, að þér fyllist nýjum kjarki og ákveðið að fram- kvæma nokkuð, sem yður hefur lengi dreymt um. En þegar á hólminn er komið, renna á yður tvær grímur — og ekki í fyrsta skipti. Vátnsberamerkið. Það skortir ekki hugmyndir hjá yður um þessar mundir, en látið yður samt nægja að framkvæma eina í einu. Það mun reynast. happadrýgst. — Einn gamall og góður vinur yðar verður fyrir þungu áfalli og þá kemur til yðar kasta að hjálpa honum og launa honum hina löngu vin- áttu og tryggð. Fiskamerkið. Það, sem þér eruð þegar byrjaður á, mun því miður reyn- ast hreinasta glapræði og fara gjörsamlega út um þúfur. Lærið af mistökunum! Einungis það, sem vandlega er hugs- að og skipulagt fyrirfram heppnast að jafnaði vel. Reynið að stilla skapið, þótt vissulega blási á móti! X JL Öjfe 1 KIV* , ¥ jL 21. MAHZ — 20. APRÍL 21. APRlL — 21. MAÍ 22. MAÍ — 21. JÚNÍ 22. JtM — 22. JÚLÍ 23. JÚLÍ — 23. ÁGÚST 24. ÁGÚST— 23. SEPT. 24. SEPT. — 23. OKT. 24. OKT. — 22. NÓV. 23. NÓV. — 21. DES. 22. DES. — 20. JAN. 21. JAN. — 19. FEBR. 20. FEBR. — 20. MARZ

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.