Fálkinn


Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 27

Fálkinn - 08.02.1961, Blaðsíða 27
en eftir að hún hafði staðið við nokkrar mínútur, hafði henni alltaf tekizt að láta líta svo út sem Irena væri engin hús- móðir — svo ung og óreynd — og benda á eitthvað til sönn- unar máli sínu, vitanlega á ofur vinsamlegan hátt. Og svo sat hún lon og don og talaði við Hugh. Hún var ræðin og skemmtileg, og hún gat komið Hugh til að hlæja, en um leið var Irena eins og hornreka — framandi í sínu eigin húsi. Allt fór að ganga greiðar eftir að Irena var farin að skilja portúgölskuna og læra að gera sig skiljanlega. Nú gat hún þó að minnasta kosti sagt vinnustúlkunum fyrir verkum, en þurfti ekki á Coral að halda til þess. En það var ennþá margt, sem hún var ófróð um. Litla sveitaheimilið, sem hún hafði séð um fyrir föður sinn, var svo gerólíkt þessu heimili. Heima höfðu gestakomurnar ekki verið aðrar en þær, að presturinn hafði komið í te eða skólasystur hennar litið inn um helgar. En nú hafði Coral sannfært Hugh um, að hann yrði að halda samkvæmi, til að endurgjalda öll heimboðin, sem hann fékk. — Þú skalt engu kvíða, Irena, sagði Coral alúðlega. — Ég skal sjá um þetta allt fyrir þig. Ég hef meiri reynslu í þessum efnum en þú. Og Hugh, sem alltaf var boðinn og búinn til að taka í sama strenginn og Coral, bætti við: — Já, Irena, það er bezt að þú látir Coral sjá um þetta. Ég get eins vel látið hana taka við búsforráðunum, hugsaði Irena með sér og var gröm. Hún sagði rólega: — Þakka þér fyrir, Coral. Ef ég verð í vandræðum með eitthvað hringi ég að sjálfsögðu til þín og bið þig um að hjálpa mér. Irena var staðráðin í að undirbúa fyrsta samkvæmið sitt sjálf, þó svo að það yrði síðasta samkvæmið, sem hún réði nokkru um. Og ef hún þyrfti á hjálp að halda ætlaði hún að síma til Val- erie en ekki til Coral. En hún þekkti ekki Coral nógu vel. Coral brosti ísmeygi- lega og með þakklæti og viðurkenningu Hughs að bakhjarli tók hún undir eins ráðin af Irenu. — Ég er alltaf vön að láta matstofurnar sjá um allt. Það eina, sem maður þarf að gera er að segja til um hve margir gestirnir eigi að verða. Hún leit á Hugh. — Undir eins og þú hefur skrifað upp gestina, sem þú hefur hugsað þér að bjóða, skal ég semja við einhverja matstofuna, ef þú vilt. Hann kinkaði kolli. — Það væri ágætt. Coral skrifaði hjá sér í rautt minniskver. — Svo eru það blómin. Ég skal sjá um þau líka. Ætli það sé ekki réttast að við skrifum gestalistann núna strax. Hefurðu eitthvað til að skrifa á? Meðan Hugh fór fram til að ná í það, romsaði hún upp úr sér nöfn gestanna sem þyrfti að bjóða. — Þið verðið auðvitað að bjóða John og Enid .... og Osborne .... og Ford .... og frú Rawlings .... og Roy og Mavis Fosdyke. Þarna voru yfir þrjátíu nöfn komin á listann áð- ur en hún leit á Irenu og spurði hana: — Þurfum við að bjóða nokkrum fleiri, Irena? — Já, svaraði hún viðstöðulaust, — Bill og Valerie. Coral leit spyrjandi á Hugh og sagði svo, efandi, eins og hún væri að bíða eftir hvað hann sagði: — Ég helt að það hefði vakað fyrir Hugh að bjóða fólkinu, sem 'hefur boðið ykkur heim. Maður verður að endurgjalda gestrisnina, skilj- ið þið. Irena rétti úr sér. — Já, veit ég það, Coral. En þó við skuldum Bill og Valerie ekki heimboð, þá hafa þau gert margt annað fyrir mig. Ég vil bjóða þeim í fyrsta samkvæm- ið mitt. Frh. 9. VERÐLAUNA- KROSSGÁTA FÁLKANS FÁLKINN birtir verð- launakrossgátu í hverju blaði. Hér birtist hin níunda. Verðlaunin ex-u 100 krónur. Frestur til að skila lausnum er þrjár vikur, Lausn á gátu nr. 7 er á bls. 34. _1 IE Ui X FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.