Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Síða 5

Fálkinn - 28.06.1961, Síða 5
að nýr stóriðnaður er risinn upp í Bandaríkjunum? Þessi nýi iðnaður er fólg- inn í því að byggja vegi, brýr og jarðgöng. Flest þess- ara flóknu og dýru mann- | ' virkja borga sig á tiltölulega stuttum tíma með tollum, sem vegfarendur verða að j greiða, þegar þeir aka um vegi þessa, yfir brýr eða gegnum jarðgöng. ★ að ein lítil býfluga hefur tölulega miklu meira burðar- þol heldur en fyrsta flokks nýtizku flugvél? Flutningaflugvél getur í flestum tilfellum ekki flutt meira en sem svarar fjórð- ungi af eigin þunga. Þegar hin iðna býfluga heldur hins vegar frá blómi til kúpu sinnar, getur hún borið hun- ang, sem vegur jafnmikið og hún sjálf. ~K Prófessor nokkur var á sínum tíma frægur sérfræð- ingur í hársjúkdómum. Það voru éngar ýkjur að segja, að hann væri miðdepill allra slíkra hluta á meginlandi Ev- rópu. Eins og hjá slíkum sérfræð- ingum, kostaði skilding að njóta læknislistar hans. Fjöl- margir höfðu ekki efni á að heimsækja hann í eigin per- sónu. Þess vegna stundaði hann marga í gegnum bréfa- viðskipti. Dag nokkurn fékk hann bréf, þar sem bréfritarinn kvartaði undan lítilsháttar hárlosi og lýsti einkennum þeim, sem voru samfara því. Prófessorinn ráðlagði hon- um ákveðið meðal, hug- hreysti sjúklinginn rækilega og bað hann jafnframt að senda sér eitt hár í bréfi öðru hverju, til þess að hann gæti betur fylgzt með lækning- unni. í þrjá mánuði komu bréf- in skilvíslega. En í byrjun fjórða mánaðar kom svo- hljóðandi bréf: „Háæruverðugi prófessor! Um leið og ég sendi yður þetta hár, tel ég það skyldu mína, að tilkynna yður, að ég er því miður neyddur til að hætta þessum sendingum til yðar. Þetta er nefnilega siðasta hárið mitt. Með vinsemd og virðingu. N. N. ★ Forstjóri fyrirtækis kall- aði bókarann fyrir sig og sagði glaðlega: — Til hamingju, til ham- ingju. Ég var að frétta, að þér hefðuð eignazt erfingja í nótt. — Nei, því miður, svaraði Páll og andvarpaði þungt og mæðulega. — Erfingi varð það náttúrlega ekki. Maður á mínum launum eignast bara ósköp venjuleg börn. / 1281 gerðist atburður, sem skelfdi allt gott og guðhrætt fólk í þýzka biskupsdæminu Luttich. Sjálfur biskupinn, Henrik að nafni, lét myrða tilvonandi eftirmann sinn á biskupsstólnum. Nú ber þess raunar að gæta, að á 13. öld- inni má kannski segja, að ekki hafi menn kippt sér upp við eitt morð og ekki gert allt of mikið til þess að upp- lýsa það, en þegar biskup myrti biskup, fór ekki hjá því að menn lyftu brúnum í senn undrandi og hneyksl- aðir. Þegar farið var að rannsaka málið, kom í ljós, að Henrik biskup hafði margt á samvizkunni og hafði alla sína tíð brotið flest- ar þær reglur, sem biskupar verða að fara eftir. Það keyrði þó fyrst úr hófi fram, þegar upp komst, að bisk- upinn átti 61 barn, en það er samkvæmt kirkjulögum kaþólikka 61 of mikið. 1868 fékk Frakkinn Pierre Ravel einkaleyfi á farartæki, sem knúið var áfram með sprengi-vél. Þar með hafði verið stigið stórt skref í átt- ina til bifreiðar, sem knúin er með bensíni. Slíkt farar- tæki kom fram sjö árum seinna og vakti athygli um allan heim. Farartæki Ravels var það fyrsta, sem fram kom með sprengi-vél, og þeg- ar það ók skellandi og skrölt- andi um götur Parísarborg- ar, vakti það geysilega at- hygli og aðhlátur hinna skammsýnu. Ravel hafði skúr undir farartæki sitt ná- lægt hátíðasvæði borgarinn- ar, og þegar styrjöldin milli Frakka og Þjóðverja brauzt út, vildi svo illa til, að skúr- inn var sprengdur í loft upp og farartæki Ravels með.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.