Fálkinn


Fálkinn - 28.06.1961, Side 21

Fálkinn - 28.06.1961, Side 21
fóru inn í framsaetið, sá þriðji opnaði afturdyrnar með lykli og lét stúlkuna fara inn á undan sér. Svo fór hreyfillinn að tifa. Bifreiðin renndi út út portinu og sveigði út í Pro- spect Street. Mennirnir þrír höfðu auðsjáanlega orðið af- huga því að eltast við flóttamanninn á litlu bifreiðinni. Engum þeirra hafði hugkvæmzt að líta upp á þakið á bifreiðinni. Þeir óku jafna ferð og bifreiðin rann skrikkja- laust, svo að það reyndist ekki eins erfitt og Dave hafði haldið, að tolla þarna á þakinu. Bifreiðin sveigði inn á Brooklynbrúna yfir East River og hélt áfram inn á Manhattan. Þar beygði hún niður í Park Row. Þegar hún sveigði loksins inn í húsagarð einn og hreyf- illinn hætti að ganga, heyrði Dave að hann var staddur skammt frá járnbrautarstöðinni. Þar brunuðu lestir þriðju hverja mínútu. Fólkið í vörubifreiðinni fór inn í húsið. Dave renndi sér hægt og varlega niður af þakinu. Hann var orðinn þreyttur eftir þessa ökuferð. Hann settist á aurhlífina til að hvíla sig. Var hann nú kominn á aðalstöðvar brennuvarganna? Eða höfðu þeir yfirleitt nokkrar aðalstöðvar? Sumir afbrotamenn eru sí og æ á ferðalagi. Enda fannst honum, að það væri óhyggilegt af íolki, sem hafði þessa ótryggu atvinnu, að eiga fastan samastað. En vörubifreiðin? Hún virtist vera traustari en í meðal- lagi. Liklega græddu þeir ekki svo mikla peninga á „við- skiptum“ sínum, að það værf nauðsynlegt fyrir þá að hafa flutningabifreið undir þá! Forhertir glæpamenn eru vanir að nota mikla peninga til daglegra þarfa, svo að þeir hafa sjaldan mikið aflögu. Blaðaljósmyndarinn stóð upp og fór að rannsaka bifreið- ina. í framsætunum var ekkert að sjá, þau voru alveg eins og í öðrum bifreiðum. Afturhurðin var læst. Það var að heita mátti dimmt þarna í húsagarðinum. Vísarnir á arm- bandsúrinu hans sýndu 11. Hann strauk höndunum varlega um hliðarnar á bifreiðinni, Þetta var eins og hann átti von á: þarna voru lítil, kringlótt göt á víð og dreif og lokur fyrir þeim að innan, með sama lit og var á bifreiðinni. Hann tók á einni lokunni með fingurgómunum og gat fikr- að henni til hliðar. Gatið var á stærð við dollarapening. Tuttugu og fimm sentimetrum ofar var annað gat -— til að miða gegnum. Neðra gatið var nákvæmlega mátulega stórt fyrir hlaup á skammbyssu eða vélpístólu. Samskonar göt voru á hinni hliðinni á bifreiðinni. Þetta var stór bryn- varinn vagn — dulbúinn sem vörubifreið. Bófarnir gátu ekki kosið sér betri „bækistöð". í þessari bifreið gátu þeir farið borg úr borg og haft með sér það, sem þeir þurftu á að halda. Bifreiðin var meistarastykki í sinni röð, sem ljósmyndarinn myndi hafa dáðst að, ef öðruvísi hefði verið ástatt. En nú setti hann aðallega á sig númerið á þessari bifreið, þó að hann gengi hinsvegar að því vísu, að oft væri skipt um númer á henni. Svo fór hann inn í húsið, sem bófarnir höfðu horfið inn í. Hann var vopnlaus, en kveið engu samt. Þegar Dave Dott var eitthvað mikið í hug, þá hætti hann sér í allt án þess að bera nokkurn kvíðboga fyrir afleiðingunum. Hann hugsaði aldrei neitt um hættuna fyrr en eftir á, og þá gat hann jafnan brosað að henni. Honum var kalt, enda var hann frakkalaus. Það var níst- andi kuldi. En verst þótti honum, að hann skyldi ekki hafa ljósmyndavélina sína með sér. Þetta hús var skrifstofu- og verksmiðjubygging. Það virt- ist mannlaust og eyðilegt til að sjá neðan úr húsagarðinum. En hann hafði tekið eftir ofurlitlum bjarma í glugga á fjórðu hæð. Þar var eins og dökku gluggatjaldi hefði verið rennt fyrir, en ofurlítil ljósrák sást utan með því öðru megin. Hann reyndi að átta sig í flýti, meðan hann stóð á dyra- þrepinu. Herbergi bófanna hlaut að vera þarna, sem ljósið var. Honum datt í hug, að hyggilegast væri að taka af sér skóna. Gólfið í ganginum var ískalt. En hann iðraðist ekki eftir að hann skyldi hafa tekið af sér skóna, því að í sama bili heyrði hann rödd innan frá. „Spoke .... athugaðu, hvort við erum ein.“ Dyrnar opnuðust, svo að ljósrák lagði ut á gólfið í gang- inum. En Dave Dott hafði komið sér fyrir á öruggum stað. Þegar hurðinni var lokað aftur, flýtti hann sér þangað. Nú var alveg hljótt inni í herberginu. En svo fór einhver að tala — röddin var eins og baðstofulestur og algerlega tilbreytingalaus. En málhreimurinn var útlendur. Dave datt helzt í hug, að þetta gæti verið Indverji eða Malaji. Filipps- eyjadátarnir í sjóhernum töluðu svipað þessu. „Þú lærir aldrei að fara gætilega, Jesseica,“ sagði röddin. „Það er þér að kenna, að við getum ekki starfað framar hér í New York. Þér að kenna — skilur þú það?“ Ekkert svar kom við þessu, og nú hélt röddin áfram, ógnandi: „Þér að kenna, Jessica! Veiztu hvað það þýðir?“ „Það er vitleysa, að þetta sér mér að kenna,“ heyrðist stúlkan nú svara. Það var uppgerðar ró í rödd hennar. „Ekki get ég gert að því að því að þið skilduð ekki hitt, — ég hafði komið manninum þangað, sem þið vilduð fá hann.“ „Þú áttir að sjá við því, að hann næði skammbyssunni af þér. Hvar eru peningarnir?“ „Hérna,“ sagði önnur rödd. Sá sem talaði, var rámur og nefmæltur, eins og hann væri með pólýpa í nefinu. Nú varð þögn í nokkrar mínútur. Dave gizkaði á, að mað- urinn með austurlandamálrómínn væri að telja peningana. Smellur heyrðist, er hann sletti seðlabúntinu á borðið. „Þú .ert hrifin af þessum þorpara, Jess, ■— er það ekki? Ef karlmaður lítur á þig, þá bráðnar þú eins og smérskaka. Þú ert svo tilfinninganæm, Jess, .... heldur þú að nokkur vildi hafa þig, þegar hann sæi . . .. “ „Haltu þér saman,“ sagði Jess reið. „Þegar hann sæi eldfluguna á öxlinni á þér?“ „Það hefur ekki nokkur maður hugmynd um hvað hún þýðir,“ sagði stúlkan fyrirlitlega. „Þú vilt láta mig halda, að einhver dularmáttur sé fólginn í þessu merki, en það er gabb. Það er enginn, sem kannast við eldfluguna, og ég get gert hana ósýnilega með farða, ef ég vil. Ég hef oft gert það, þegar ég hef verið í samkvæmiskjól.“ „En eldflugan er nú þarna samt,“ sagði maðurinn og hló. „Jafnvel þó að enginn geti séð hana. Og þú ert háð töfrum hennar .... Þú verður að hlýða.“ „Þvættingur!“ sagði Jessica, en það var engin vissa í rödd- inni. „Þessi indverski þvættingur, sem þú ert að reyna að innprenta okkur. Og sjálfur ert þú ekki annað en auvirði- legur kynblendingur . ... “ Setningin hætti í miðju kafi, því að nú heyrðist smella í löðrungi, hátt óp og síðan hrinur. Dave gleymdi, að hann var á sokkaleistunum og með skóna í hendinni. Hann sparkaði af afli í hurðarhandfangið, svo að hann meiddi sig illa á tánum. Hurðin hrökk upp, — hún var ekki læst. Uppi á borði, undir lampa með hvítri, kulda- legri birtu, sat snyrtilegur, hörundsdökkur herramaður, með vindling dinglandi í munnvikinu. Hann kreppti höndina að úlfliðnum á Jessicu og ætlaði auðsjáanlega að kýta hana niður. Ef til vill til að lumbra á henni á eftir. Á bak við hann stóðu mennirnir þrír, sem Dave þekkti aftur frá því að þeir höfðu heimsótt hann, og höfðust ekki að. Jessica virtist ekki hrædd, en augu hennar leiftruðu af reiði. En eigi að síður, — það var eitthvað í augnaráði hins dökka manns, sem knúði hana til að lúta niður. Hann hugsaði aldrei neitt um hættuna fyrr en eftir á. Það var nístandi kuldi og honum þótti verst að hafa ekki Ijós- myndavéhna meðferðis .... FALKINN 21

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.